Laugardagur, 6. janúar 2007
Engey flutt úr landi?
Ég harma að þessi staða skuli vera komin upp því ég taldi að þessi eyja væri að gera það best allra á síðasta ári, þess vegna kemur þessi uppákoma mér verulega á óvart, segir Guðni Th. Birgisson, minjavörður, um flutning Engeyjar til vinaborgar Reykjavíkur í Hollandi en eyjan mun í apríl nk. verða dregin til gróðursælli staðar við strendur Máritaníu í Afríku, þar sem rísa mun sumarleyfisstaður í eigu Íslendinga.
En svona mun Engey eiga að líta út eftir nokkur ár, á sínum nýju slóðum (mynd tekin frá sumarhúsi borgarstjóra):

![]() |
Harmar að Engey verði flutt úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 6. janúar 2007
Morkinn laugardagur!
Jæja, ekki skemmtilegasti dagur ársins, en lagast snarlega ef Arsenal vinnur Liverpool á eftir.
Þetta er einn af þessum dögum. Vaknaði óvenju seint, eða um sjöleytið, og skrapp í kaffi og síðan á skrifstofuna. Ekki beinlínis vinna þetta skiptið, heldur er ég að reyna að undirbúa mig eitthvað fyrir Praha open 2007, alþjóðlegt skákmót sem ég mun taka þátt í og byrjar þann ellefta.
Eftir hið hræðilega hótel í Serbíu núna í nóvember hlakka ég a.m.k. til að tefla og gista á sómasamlegu hóteli, TOPHOTEL í Prag. Fjögurra stjörnu hótel, 930 herbergi, grunnflöturinn eins og 11-12 fótboltavellir. Að vísu verð ég að láta mér nægja ódýrt ** Carni herbergi, en það dugar vel. Þarna er gym, sundlaug/ar, tennisvellir, nudd, gufa, sauna og allt þetta venjulega á **** hótelum. Mér er sagt, að þetta sé stærsta hótel í Evrópu, og gæti það verið, nú þegar Rossija í Moskvu er komið á haugana. Ég sé eftir því hóteli. Það stóð reyndar á þeim stað, þar sem áður var Delovoi Dvor, bolsévíkahótelið þar sem Hendrik Ottósson og Brynjolfur Bjarnason dvöldu á heimsþingi Kominterns 1920. En á Rossija átti maður góðar stundir 2003 og 2004, bæði skiptin á skákmóti, hvað annað.
Ég kem svosem ágætlega undirbúinn fyrir þetta mót, nema hvað mig skortir á líkamlegt úthald, sem því miður er bráðnauðsynlegt í svona móti, sér í lagi þar sem ég er enn ekki laus við síþreytuna. En það má alltaf gera aðeins betur. Maður fer því í ræktina með, rétt til að koma sér í form. Það er hægara sagt en gert að pína hausinn á sér til að malla af fullum styrk í a.m.k. 15 klst. á dag.
Skrapp reyndar frá rétt eftir hádegið til að hitta litlu börnin hans bróður míns, Munda í Stepp og Veiðikortinu. Þau eru yndisleg. En er nú mættur aftur, og ætla að reyna að rifja upp teoríurnar. Mæti svo galvaskur á Kebabhúsið hér rétt hjá skrifstofunni minni um fimmleytið, en nokkrir skákstrákar hittast þar oft þegar skemmtilegir og spennandi leikir eru sýndir. Að þessu verður það Liverpool-Arsenal. Þar er að duga eða drepast fyrir mína menn, þá síðarnefndu.
Og úti er hætt að snjóa, en morkið yfir að líta, þar sem maður horfir yfir Akrafjall og Skarðsheiði, eins og gráleitar martraðir. Ekkert er eins morkið og dumbungskvöld í Reykjavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. janúar 2007
Svínasúpan!
Ég styð það heilshugar, að það megi ekki dreifa Svínasúpunni frítt. Helst ekki sýna hana heldur. Ég meina, Spaugstofan er orðin þreytt, en Svínasúpan er morkin. Sennilega er ég bara orðin svona gamall og þreyttur, en stundum eru brandararnir þar ekki einu sinni virði
![]() |
Franskir öfgamenn fá ekki að gefa fátækum svínasúpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. janúar 2007
Löður -- "Soap"
Ég komst yfir seríu 1 af "Löðri" eða Soap, eins og þættir þessu hétu víst upp á engil-saxneska mátann. Ef ég man rétt, þá var þessi þáttaröð upphafið að nýrri tegund sjónvarpsefnis, sem síðan hefur talist ómissandi, svokölluðum "sit-coms", þar sem nánast allt var leyfilegt. Svipaðir þættir höfðu vitaskuld verið sýndir áður, en höfðu einhverra hluta vegna ekki náð sömu útbreiðslu og ekki haft sömu áhrif.
Ég er svosem enginn sérfræðingur í amerísku sjónvarpsefni, enda horfi ég lítið á sjónvarp, einna helst fréttir. En ég hef gaman að þessu gömlu þáttum frá USA, s.s. MASH og nú Löðri. Húmorinn þar er, að mínum dómi, mun þægilegri viðfangs en sá, sem er í þessum nýju þáttum, þ.e. af þeim sem ég hef séð.
Þegar maður var barn og unglingur horfði maður á Löður á nánast hverju laugardagskvöldi. Þetta er skylduáhorf bæði hjá mér og flestum sem ég þekkti á sama aldri. Þættirnir hurfu síðan af dagskrá og aðrir tóku við. En einhvern veginn lifði Löður í minningunni umfram hina.
Þessi sería 1 fæst m.a. á Amazon, og einnig aðrar seríur af Löðri, en myndin að ofan er úr fjórðu seríunni. Hver sería kostar um 20 dollara, en fyrstu fjórar á 68 dollara. Skora ég á menn að rifja nú upp gamlar góðar stundir með fólkinu í Löðri og hlæja hressilega, þó ekki sé nema fyrir það, að horfa á fata- og hártískuna frá þessum tíma.
En persónulega gef ég þessum þáttum 8.5/10.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. janúar 2007
Vistmenn úr Byrginu á götuna?
Hvað segja menn nú? Eina skjólið, sem fólk þetta hafði, er horfið, eða svo gott sem. Nú þurfa Kompásmenn, heilbrigðis- og lögregluyfirvöld, og aðrir hagsmunaaðilar að taka höndum saman og reyna að hjálpa þessu fólki.
Kannski þeir, sem hér á blogginu hafa talað sem hæst og oftast gegn Byrginu undanfarnar vikur, taki að sér eins og 1-2 fíkla, til að forða þeim frá götunni? Eða kannski Stöð 2 skaffi einhverjum þeirra húsaskjól?
Síðustu árin hef ég vanalega farið á BSÍ í kaffi frekar snemma á morgnana og stundum setið þar einn, meðan borgin sefur. En síðustu viku hefur þar verið tiltölulega margt um manninn. Þar hafa átt í hlut menn, sem ekki eiga sér heimili og koma þarna á morgnana, af því að þetta er eini staðurinn sem er opinn. Og sumir þeirra eru jafnan í slæmu ásigkomulagi, bæði líkamlegu og oftast ölvaðir eða dópaðir. Ég hef nú ekki spurt þá, en það kæmi mér ekki á óvart, þótt sumir þeirra hefðu fyrir rúmri viku síðan dvalið í Byrginu.
![]() |
Vistmenn yfirgefa Byrgið - lögreglan í Reykjavík kveðst kvíða framhaldinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. janúar 2007
Börnin þrjú og henging Saddams
Maður hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar fyrst, til hvers í ósköpunum eru sjónvarpsstöðvar að sýna þennan atburð og það á besta tíma? Í öðru lagi, hverig geta börn skipulagt hengingu og framkvæmt hana? Í þriðja lagi, hvað á nú að gera við þennan aula, sem tók henginguna upp í óleyfi og lak á netið?
En um henginguna. Ég las hér einhverns staðar á blogginu í gær mjög merkilega pælingu, þar sem dæmið var sett upp eftirfarandi:
Íslendingar hefja hvalveiðar með þær röksemdir, að burtséð frá þeim áhrifum, sem hvalveiðar hafi á almenningsálit og þær afleiðingar sem þær hafa á vild Íslendinga á alheimsvísu, er þetta einkamál Íslendinga, sjálfstæðrar þjóðar sem hefur ákvörðunarvald í þessu máli, ekki einhverjir kallar úti í heimi. En hvernig geta þá þeir sömu gagnrýnt hengingu Saddams, sem var hengdur af Írökum í samræmi við dóm íraskra dómstóla?
Þetta er í sjálfu sér ágætis pæling og í meginatriðum rétt hugsun að baki. En munurinn er og var, að enginn mun drepa neinn eða sprengja sig og aðra í loft upp vegna hvalveiða Íslendinga, meðan hætta er á slíku vegna hengingar Saddams. Svo ekki sé talað um þá, sem drepa sjálfa sig vegna þessa atburðar.
En annars skil ég ekki, hvernig menn geta hengt sig vegna þessa erkiþrjóts og fjöldamorðingja. Saddam er ekki "æðri málstaður", sem vert er að deyja fyrir.
![]() |
Þrjú börn frömdu sjálfsmorð eftir að þau horfðu á aftöku Saddams í sjónvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 6. janúar 2007
Fréttatilkynning frá Hizb´Allah: Átök hefjast á mánudaginn kemur
Jæja, núna ætlar Flokkur Allah að hefjast handa við að hrista upp í Líbanon, helst að ná þar völdum. Fæstir geta horft framhjá því, að þar séu erindrekar Sýrlendinga og Írana að troða sér til valda. Sýrlendingar vilja alls ekki að stjórnvöld í Líbanon fari að grafast fyrir um morðin á fyrrv. forsætisráðherra Líbanons, og síðar Gemayel, helsta leiðtoga kristinna Maróníta, og Íranir vilja, að Hizb´Allah, sem eru aðallega sjítar, komist til valda í Líbanon, rétt eins og þeir styðja sjíta í Írak til valda. Bæði Sýrlendingar og Íranir munu síðan vilja nota nýja ríkisstjórn, sem yrði undir stjórn eða áhrifum Hizb´Allah, að reka erindi sín á landamærum Ísraels. En svo segir m.a. í umfjöllun MEMRI:
Over the past few days, the Hizbullah-led Lebanese opposition has threatened to escalate the conflict through violent protest that will include the blocking of main intersections so as to "paralyze life in Lebanon."
The editor of the Lebanese daily Al-Akhbar, which is close to Hizbullah, reported on January 5, 2007 that the "second phase of the opposition's intifada" would begin Monday, January 8, 2007. He wrote: "The opposition has entered a new phase of intensive confrontation with the ruling faction, and, in the last few day, has been deliberating over its plan of action. This comes after it has become convinced that the Arab parties managing the attempts at mediation [i.e. Saudi Arabia and Egypt] have in practice adopted the position of [Lebanese Prime Minister Fuad] Al-Siniora, who, like them, belongs to the 'moderate' camp supported by the U.S. and France."
These threats come despite two weeks of diplomatic efforts on the part of Saudi Arabia and Egypt to prevent a violent outbreak.
Jæja, þá er bara að bíða og sjá, hvort rétt reynist, að allt fari í bál og brand í Líbanon, einu sinni enn, og að ofangreind dagsetning standi?
Bloggar | Breytt 5.1.2007 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. janúar 2007
Búin að fá nóg af ruglinu?
Hverjir hafa ekki fengið sig "fullsadda" af Britney Spears?? Þessi misfeita/granna Barbídúkka lifir á fornri frægð, að mínum dómi óverðskuldaðri, og situr enn föst á milli tannanna á slúðurpésum vestra, sem dæla hverju smáatriði úr lífi hennar í aðra fjölmiðla, sem apa vitleysuna upp. Ef ég gæti ekki rekið við á almannafæri án þess að það kæmi í fréttum helstu blaða heimsins, væri ég líka orðinn snarruglaður og byrjaður að rúnta um helstu æluræsi næstu stórborgar.
En það ruglaðasta við Britney Spears hefur þó verið, hin síðustu misseri, að vera að burðast með Paris Hilton upp á arminn.

Og síðan skilja sumir ekki af hverju þessir ljóskubrandarar eru svona fyndnir.
![]() |
Útgefendur Britney Spears búnir að fá sig fullsadda af henni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. janúar 2007
Skelfilega lélegir?
Spurning hvort "strákarnir okkar" þurfi enn einu sinni að standa undir of miklum væntingum. Við gömlu mennirnir munum vel eftir t.d. Seoul 1988, þegar það átti bara að taka dolluna, eða a.m.k. að koma heim með medalíu. En þá vorum við líka "skelfilega lélegir".
En við vonum bara það besta þetta skiptið og segjum: "Áfram Ísland".
![]() |
Alfreð: Við vorum alveg skelfilega lélegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. janúar 2007
Magni rassskelltur af "Angelinu Jolie"?
Smá viðbót: Yfirlýsing
Ok, þegar maður sá stelpuna þarna, hvað heitir hún aftur, þá sem blóðgaði Magna í den, flengja Magna á sviðinu fór maður að hugsa: "Ok, ef kærastan dömpar honum ekki núna...þá veit ég ekki hvað".
En getur verið -- og ég vil alls ekki vera með nein leiðindi -- að það hafi einmitt þessi stúlka, sem hafi komið upp á milli Magna og Eyrúnar? Ja, svona sbr. "Pitt-Jolie-Aniston og "working together closely" en bara vinir" dæmi? Held að margir hugsi þetta núna, en menn þori ekki að minnast á.
Kæmi ekki á óvart svosem...en það er einkamál Magna.
![]() |
Magni mætir ekki í Molann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)