Nýr dagur í Obrenovac

Jæja, eftir hörmungar 4. umferðar, náðist viðunandi árangur í þeirri fimmtu. Ég tefldi við hinn reynda og sterka stórmeistara Milan Drasko, áður frá Júgóslavíu og Króatíu, en teflir nú fyrir Svartfjallaland. Ég hélt áfram sama systemi og í 3. og 4. umferð, að tefla uppáhaldsafbrigði mótherja míns og sjá hvað gerist. Ég slakaði á í gær og kíkti rétt á byrjunina hálftíma í skák.  Upp kom Draskobroddgaltarafbrigðið í enskum leik. Það hef ég aldrei teflt áður og kann svo sem ekki mikið í. En sem betur fer hef ég ágætis grunn og því kom ég ekki algjörlega af fjöllum. Nú, ég kom með endurbót (óvart) á fræga skák Karpovs og Ftacniks frá 1988 og í raun yfirspilaði stórmeistarann. Í lokastöðunni, eftir 23. leik, bauð ég jafntefli með mun betra (ósigurinn í 4. umferð sat enn í mér) og þáði hann nær samstundis, enda með skítastöðu og eftir 24.Dd1-Bf6 er ég með yfirburðatafl, en erfitt að vinna. Ég vildi því prófa "fugl í hendi" áður en ég myndi ráðast á hann með tvöföldun hróka á d-línu og d5-sprengingu (sjá stöðumynd).

Menn fá nú varla betri stöður en þessar út úr broddgeltinum hvað þá að vera nýliði gegn sterkum stórmeistara, sem hefur teflt svona 100 sinnum og vann m.a. örugglega gegn nokkuð sterkum andstæðingi í 3. umferð held ég. 

Siggi Inga hélt jafntefli í koltapaðri stöðu, alveg hreint með ólíkindum, gegn nokkuð sterkum, ungum Serba. Andstæðingur Jóns Árna gaf þrjú tempó í fyrstu 7-8 leikjunum og tapaði sannfærandi. 2/3 var uppskera Íslendinganna í gær.

Í dag fæ ég ungan og efnilegan Serba með 2125 stig. Hann var merkilega góður og vann gaur með 2308 í gær, með svörtu. Ég fæ svart í annað skiptið í röð og verð að passa mig. Strákurinn er merkilega góður, svona Hjörvar þeirra Serbanna. En vonandi verður reynsluleysið honum að falli.

Ég man ekki hverja Jón Árni og Siggi tefla við í dag. Áfram Ísland.

 

 


Svekkelsi

Jæja, nú er mér öllum lokið, hér á skákmótinu í Obrenovac. Eftir að hafa yfirspila Búlgara með 2507 elóstig og fengið upp auðveldlega unnið tafl, lék ég biskupi bara beint oní hrók og lenti því manni undir og gaf. Ömurlega svekkjandi. Skil ekki hvernig þetta var hægt. Hefði ég klárað þetta væri ég nú í 1.-2. sæti ásamt Rússanum Gleizerov og myndi tefla gegn honum á 1. borði í dag.

Jón Árni tapaði gegn Misa Pap, sem ég vann í fyrradag, en Siggi Inga vann glanspartí gegn einhverjum með 2150 c.a.

Ég vitna því í orð Bjössa bóksala: "Skák er ömurleg tómt".


Að morgni 4. umferðar

Jæja, klukkan er sjö að morgni hér í Obrenovac og minn er kominn niður í brekka. Ég tafðist aðeins, því ég stóð um stund og velti fyrir mér, hvort ég ætti að taka sturtuna á undan brekkanum eða öfugt. Niðurstaðan varð, að taka brekkann fyrst og skella sér síðan í morgunþrifin. Ef ég væri í Samfó, hefði ég vísað skipað nefnd til að ræða þetta vandamál, en eins og kom fram í blöðunum í vikunni eru samfóistarnir, já og nýkommúnistarnir, mjög duglegir við svoleiðis, eins og t.d. R-listinn áður.

Skákin gekk ágætlega hjá mér í gær. Upp kom Kalashnikov-afbrigðið í Sikileyjarvörn, en það er hvasst og hættulegt þeim, sem ekki kunna fræðin. En ég mundi bara fyrstu 15-16 leikina (enda þurfti að leggja mörg afbrigði á minnið og ég kunni ekkert í þessu), en gleymdi síðan að f4 er málið og kom með nýjung (óvart) og hleypti þessu upp með vafasamri peðsfórn. Eftir fórnina tefldi ég óaðfinnanlega, en náunginn, sterkur alþjóðlegur meistari (verðandi stórmeistari) með yfir 2500 stig, tefldi ónákvæmt og fór bara niður í logum. Ég trúði varla þegar hann lék suma leikina, sem voru "eðlilegir" en samt slæmir. Stundum er þetta bara svona.

Jón Árni sveið andstæðing sinn, efnilega stúlku, í gær, en Siggi tapaði fyrir náunga sem ég sveið í fyrra. Sá gaur er með hressari mönnum, er síbrosandi og kátur, og reyndi oft að ræða við mig, þótt hann tali enga ensku. Eftir skákina var ég svo þreyttur að ég fór bara upp á herbergi (eftir kvöldmatinn), lagði mig smástund, stúderaði andstæðinginn aðeins fram yfir miðnætti og sofnaði síðan. Því er ekkert að segja frá svosem.

 Ég fæ í dag búlgarskan alþjóðlegan meistara, svipaðan styrkleika og þessi í gær. Hann er þreyttur.is, því erfitt er að undirbúa sig fyrir hann. Hann hefur á síðustu þremur árum nánast teflt allar almennar byrjanir gegn 1.e4, t.d. Drekann, Rauzer, Paulsen, Kan, og fleiri afbrigði í Sikileyjarvörn, 3 meginafbrigði í Spænskum leik, Tískuvorn 1...g6, Pirc, Caro kann og Franska vörn, já og líka Skandinavann! Kannski ég taki bara Ble á þetta og leiki 1.a3 i fyrsta leik?


3. dagur í Obrenovac

Solid. Hér meina ég 3. skákdagur. En jæja.

Í gær fórum við í hinn hefðbundna morgunrúnt um ellefu leytið. Ég fór þó ekki mjög langt og notaði tímann til að versla mér skó (gat á hinum, úff) og ýmislegt smotterí, t.d. Gillette rakblöð, en slíkan varning versla ég hér á hverju ári af augljósum ástæðum. Ég var kominn heim rúmlega tólf, en Jón Árni og Siggi fóru út á brautarstöð í kaffi og komu aftur c.a. klst siðar.

Nú, ég gat lítið undirbúið mig fyrir skákina, því ég hafði aðeins þrjár gamlar skákir með gaurnum. Ég renndi lauslega yfir það sem líklegast var að kæmi upp, og slakaði síðan á með 3 Battlefield þáttum frá stríðinu í Norður-Afríku og Miðjarðarhafi. Röddin á þulargaurnum og sándið hefur merkilegt nokk afslappandi áhrif á mig!

Nú, Siggi lék af sér snemma og tapaði. Jón varðist af hörku gegn stigaháum gaur en mátti að lokum játa sig sigraðan. Ég fékk á mig enskan leik og tefldi "symmetrical". Áætlun var bara að tefla solid, helst Broddgöltinn, og láta náungann missa þolinmæðina. Hann leyfi þó ekki Broddgöltinn, en tefldi frekar rólega og jafnaði ég taflið auðveldlega með eðlilegum Karpov-leikjum. Síðan voru manúveringar uns hann ræðist fram á kóngsvæng. Ég varðist fimlega (eins og sagt er í svona) og sóknin hans stöðvaðist. Þá réðist á fram á drottningarvæng og sprengdi upp, þótt ég gæfi þá eftir nokkra reiti. Síðan náði ég að trikka af honum tvo menn fyrir hrók og peðið, sem var reyndar akkeri stöðunni, en kóngurinn var öruggur, svo ég mat áhættuna litla. Í kjölfarið fékk ég sprikl og lélegi riddarinn minn, sem var lokaður inni á h7, vaknaði skyndilega til lífs og gerði útslagið með flottu trikki.

 delibasic(ég er með svart: Svartur leikur og vinnur!)

 

 

Þegar ég var orðinn frekar tímanaumur bilaði klukkan og varð að skipta um klukku. Hann varð brjálaður yfir því, en lögum þarf að fylgja. Klukkan hafði gefið honum 5 mín. og var þeim skilað til baka. Hann var ósáttur, en hélt áfram að tefla, þar eð hann taldi sig hafa unna stöðu (sem var auðvitað tóm della - tölvuheilinn gefur upp =). En síðan, þegar hann sá að ég hafði unnið, fór hann að láta skapið hlaupa með sig í gönur: barði á klukkuna og var fussandi. Síðan gaf hann með því að berja mennina út af borðinu, og hóf síðan um 5 mínútna ræðuhöld og gekk ekkert að þagga niður í honum. Því miður kunna sumir sig ekki og þessi er einn af þeim. Þetta var ferlegur dónaskapur hjá honum, bæði í minn garð og þeirra keppenda, sem enn sátu að leik. Ekkert gekk að þagga niður í honum svo dómararnir urðu að henda honum út. Þar hélt hann áfram að væla og gekk á milli manna að kvarta og kveina. Ég sat hins vegar rólegur í sætinu meðan hann öskraði svona, með smá Margeirs-glott á vör. Það er ekki mér að kenna að maðurinn er ekki með fulla þrjá.

Hefðbundin kvöldganga lagðist niður í kvöld vegna skyndilegs úrhellis, svo maður hafði það bara næs og sofnaði ég snemma, enda dauðþreyttur. Í dag fæ ég Misa Pap (rúmlega 2500 eló stig), en hann er harður sóknarskákmaður, sem teflir bara Benkö eða skyld afbrigði með svart gegn 1.d4, og hvassa Sikileyjarvörn eða Janisch-árásina með svörtu. Hann teflir reyndar broddgöltinn gegn 1.c4, en það afbrigði kann ég mjög vel, með svörtu! Í ljós kemur hvað maður teflir.

Jæja, ég læt þetta nægja. Upplýsingar eru á www.beochess.rs


2. dagur í Obrenovac

Jæja, hér er glatt yfir mönnum og allir í stuði.

Ég tók gærdaginn nokkuð solid. Rifjaði upp og uppfærði gamlar stúderingar og slakaði á þess á milli. Nóttin hafði verið erfið, svaf illa og endaði á því að endurvinna kjúklinginn sem ég borðaði í kvöldmat. Hann fór beint í Svíann. Ég hafði sofnað yfir Battlefield þætti (er með safnið með mér til að stytta mér stundir), með svalahurðina opna og skyndilega kólnaði. Ég vaknaði því upp stíflaður og shaky. Ég var því hálf slappur í gær, eins og oft áður, og mætti á skákstað með hausverk og leiðindi, en vatnsþambið létti aðeins.

Hér á svæðinu er gamall kunningi minn frá Serbíu, Serbi sem búið hefur í Hollandi í fjölda ára en kemur hingað á hverju ári. Ég vann hann í 1. umferðinni 2007 og höfum við síðan heilsast og spjallað. Hann er einnig túlkur minn hér og er mjög næs. Nú, þegar röðun í 1. umferð kom sá ég, að ég átti að tefla við hann, með hvítu. Mér létti, því fátt er meira þreytandi en að fá stigalágan, æfðan og efnilegan serbneskan ungling í 1. umferð. Slíkir eru jafnan mun betri en stigin segja til um.

Nú, ég fékk á mig Steinitz-afbrigðið í Spænskum leik og tefldi beint af augum. Hann lék ónákvæmt í byrjuninni og náði ég yfirburðastöðu. Valdi nú sennilega ekki besta framhaldið, enda óvanur svona stöðum, en tók smá áhættu og brást hann rangt við. Ég náði að takmarka virkni manna hans, og náði að veikja peðastöðuna á drottningarsvæng. Síðan skipti ég upp á drottningum og fékk ubersolid hróksendatafl. Lokin voru einstaklega falleg, en hann var í raun orðinn leiklaus og því var skoriceftirleikurinn auðveldur, og flottur (sjá stöðumynd).

Hér lék ég 1.Rdf3 og vinnur sá leikur auðveldlega eftir 1...Rf7 (annars tek ég á d7 og leik Re5) 2.Rxf7-Kxf7 3.Re5-Ke7 4.g5 (leikþröng) Ke8 5.Hxe6-He7 6.Hxe7 og hann gaf, því eftir 6...Kxe7 vinn ég hrók með 7.Rc6.


Jón Árni tefldi einnig við stigalægri andstæðing og vann auðveldlega eftir tvöfalda fléttu. Siggi fékk gaur 400 stigum hærri, en tefldi flotta skák og hreinlega slátraði gaurnum. Hann fékk rífandi kóngssókn, vann skiptamun og mátaði að lokum.

Menn voru því glaðir í gærkvöldi, ekki síst Siggi, enda unnum við allir og það sannfærandi.

Ég vaknaði sex í morgun (fimm á Íslandi) og chillaði uns ég fór í brekkið. Ég er vel úthvíldur og hef það bara nokkuð gott. Jón Árni og Siggi fá báðir sterkari andstæðinga á morgun. Jón fær stórmeistara en Siggi náunga sem er svipaður og sá sem hann væóleitaði í gærkvöldi.

Aðstæður eru samskonar og áður, herbergin eru góð, rúmgóð og þægileg, þótt enginn munaður sé. Ég er þó með ísskáp, sem hinir hafa ekki. Venju samkvæmt fá íslenskir keppendur góð herbergi, en á síðasta ári, þegar við vorum hér fimm eða sex, fóru tveir Frakkar heim á fyrsta degi til að mótmæla herbergjunum sínum og því að Íslendingar hefðu fengið þau bestu! Hehe, en halló, við komum hér á hverju ári og höfum amk hingað til komið vel fyrir.

En jæja, læt þetta nægja í bili, en slóðin á heimasíðu mótsins er www.beochess.rs

 


Ári síðar

nullSíðasta bloggfærsla mín var fyrir ári síðan og tók ég frí í kjölfarið. Þá skrifaði ég um ferðalagið til Serbíu og geri ég hið sama nú.

Í fyrra var ferðalagið skrautlegt, eins og lesa má hér að neðan. Að þessu sinni gekk allt að óskum, nema hvað farangurinn varð eftir í London.

Ég ákvað skyndilega á fimmtudaginn síðasta að skella mér á Serbíumótið, sjötta árið í röð. www.beochess.rs. Þetta gekk hratt fyrir sig, kannski of hratt. Ég er auðvitað æfingalaus og hef eiginlega ekkert teflt frá því á sama móti í fyrra. Og þá gekk ömurlega. Ég er þar að auki langþreyttur og hálf slappur að venju, en haustmánuðirnir eru jafnan "vertíð" í yfirlestrinum.

Ferðin gekk svo sem vel. Hitti gamlan vinnufélaga í Keflavík (hitti Margeir í fyrra!), fékk síðan gott sæti í vélinni með autt miðjusæti og ágætis náunga í ysta sætinu. Hann starfar hjá Marel og er á leið til Suður-Afríku. Ég hitti síðan heiðursmann í bussinum á leið í Terminal fjögur. Hann er á leið til Dubai og Austur-Asíu í allskonar erindum, m.a. að opna jarðvarmadæmi eitthvað.

Nú jæja, þetta seinkaði hjá mér á vellinum, því röðin var löng að lost-found. En félagi okkar Robba Lagermanns hér í Serbíu beið rólegur á vellinum. Gott að eiga svona vini, þeir gerast varla betri. Serbar eiga jafnan fáa erlenda vini, en eru traustir og vinir vina sinna.

 Fyrsta kvöldið var shaky. Ég var þreyttur og töskulaus. Tók smá kvöldrúnt, keypti vatn og snakk til að hafa hjá mér og lá síðan uppí með tölvuna í fanginu. Ég hafði tekið með mér smotterí til að glápa á, svo mér myndi ekki leiðast fyrsta kvöldið (þegar maður nennir engu öðru). Annars ágætt kvöld.

Herbergið er með besta móti, með ísskáp (fylgir stundum og stundum ekki), stórum svölum og næs. Jafnvel sturtan er góð með nýjum botni (þessum gömlu ryðguðu var greinilega skipt út). Og engar pöddur, eins og stundum voru til ónæðis fyrstu árin. Ég hef það semsagt ágætt.

Fór í morgunrúnt og dúllerí í gær, á frídeginum. Sofnaði eftir hádegið og slappaði bara af. Fór síðan með þessum vini mínum út á flugvöll að ná í töskuna og tókum rúnt um Belgrað á bakaleiðinni. Þar kom Serbinn upp í honum, en hann og aðrir Serbar sem ég þekki vilja allt gera fyrir gesti sína, jafnvel þegar þeir sjálfir eru staurblankir eins og þessi. Hann fær léleg laun og á inni hjá hótelinu margra mánaða laun. Samt þurfti ég nánast að beita afli til að fá hann til að taka við greiðslu fyrir viðvikið. Hann var nánast móðgaður (eins og ég átti svosem von á), en hann þurfti á fénu að halda og féllst að lokum á að taka við þessu sem ég otaði að honum. Ekki mikið fé fyrir mig, en mikið fyrir hann. 

Jón Árni Halldórsson og Sigurður Ingason komu hingað í gærkvöldi. Þeir höfðu teflt á móti í Brno og komu hingað um Vínarborg, um Bratislava skilst mér. Það er góður rúntur. Ég fílaði Bratislava á sínum tíma og fór þaðan til Vínar (þá í sagnfræðilegum erindum) og skilst mér að þeir hafa haft það gott og staðið sig vel í mótinu.

Nú fer að styttast í fyrstu umferð. Um 200 keppendur eru með, þar af þrír Íslendingar. Í fyrra vorum við sex, fjórir þar áður, og fimm 2007, ef ég man rétt. Við Róbert vorum hér einir 2006, en 2005 fór ég með Lenku skákdrottningu á mótið, og þá kom ofangreindur Sigurður frá Búlgaríu. Þetta er semsagt sjötta skiptið sem ég tek þátt í þessu móti. Ég hef bara einu sinni verið á "pari", annað hvort átt "stórmót" eða afar slök, yfirleitt eftir hvernig maður var upplagður (heilsulega aðallega). Síðasta mót var afar slakt, svo kannski verður þetta ár betra, þótt ég geri mér litlar vonir. En kannski teflir maður bara betur þegar maður er æfingalaus, ef maður kemur vel hvíldur til leiks.

Kveðjur til allra heima, og ekki síst þeirra sem hafa teflt hér með mér: Lenku, Robba (sem er í Ungverjalandi á móti, hér rétt hjá!), Uglunnar, Dassó og Gumma. Koma svo! 

 


Svadilfarir i Serbiu...solid

Svaðilfarir í Serbíu 

Ég var alveg furðulega rólegur meðan þetta gekk allt yfir. Kannski var það vegna þess að ég er ekki að koma hingað í fyrsta skiptið. En ég hélt kúlinu, var bara sallarólegur eins og ekkert hefði í skorist. Ég var eiginlega hissa á sjálfum mér. Kannski var ég bara kominn yfir pirringsmörkin.

En dagurinn byrjaði eðlilega. Maður kom sér niðrá BSÍ og tók bussinn út á flugvöll. Þar gekk allt fyrir sig með hefðbundnum hætti. Maður fékk sér kaffi og slakaði aðeins á. Keypti USB-lykil í fríhafnarELKO og rakst á Margeir MP á þönum að versla, en hann var á leiðinni til Kiev. En þegar hann var að útskýra fyrir mér ýmislegt varðandi fjárhagsmál var kallað á mig í kerfinu og ég beðinn að gefa mig fram við þjónustuborð. Ég hafði ekki hugmyund um hvar það var, en fann að lokum. Þá kom í ljós að einhver Spánverji hafði „fengið brottfararspjaldið“ mitt, út af bilun í kerfinu. Ég var því formlega séð miðalaus, en elskulega konan skaffaði mér bara nýtt spjald og engin vandræði. Furðulega rólegur. No problem.

London gekk eðlilega fyrir sig. Ég setti á autopilot þarna í Terminal 1 og gekk nánast beint af augum yfir í Terminal 2, þar sem JAT Airlines, serbneska ríkisflugfélagið, hefur löngum haft aðsetur; fór í gegnum öryggistékk og allt i orden. Fattaði síðan, þegar ég var kominn á „venjulegan stað“, að eitthvað var ekki allt í lagi. Jú, JAT hafði flutt yfir í Terminal fjögur. Og maður hafði ekki tíma fyrir þetta, því öll þessi ár, en þetta er fimmta árið í röð sem ég tek þessa sömu ferð – á sama skákmótið – hafði maður í raun mátt þakka fyrir að ná tengifluginu. Ég stormaði til baka, spurði til vegar (já karlmenn gera það stundum!) og komst að lokum út úr Terminal 2, út í buss (eftir smá bið), í ausandi rigningu, og síðan yfir í Terminal 4. Þar fann ég allt að lokum, en jújú, seinkun.

En ég var enn sallarólegur. Ég fer að hafa áhyggjur af mér með þessu áframhaldi. Það var einhver furðuleg ró yfir manni, þrátt fyrir að vera að ferðast svona einn og lenda í ýmsum vandræðum; fátt er leiðinlegra en að ferðast einn, sér í lagi ef maður ferðast langt og þarf að skipta um vél á leiðinni. En þetta gekk að lokum og ég var rólegur. Ég hafði merkilega nokk lent í barnapössun, en serbnesk ofurskutla (ok, þessar þarna í ungfrú Ísland líta út fyrir að vera lágvaxnar, feitar og ljótar í samanburði) hafði sest við hliðina á mér með krakkann sinn, en þurfti að skreppa á bekkenið. Ég hafði því auga með krakkanum...jújú, og í vélinni var okkur troðið saman líka hlið við hlið, jújú. En ég hafði víst dottað þarna rétt áður en átti að lenda, því sú serbneska ýtti við mér og glotti vandræðalega. Þoka ársins í Belgrað, flugvöllurinn er lokaður og við fljúgum til Nis. 250 km, í burtu, takk fyrir. Svona eins og að lenda á Kirkjubæjarklaustri.

Flugvöllurinn í Nis er álíka stór og sá á Akureyri. Flughafnarbyggingin slæm. Og hraðbankinn virkaði ekki, mér og sumum öðrum til lítillar ánægju. Nokkrir enskir gaurar stungu af í bæinn að leita að hraðbanka, og týndust. Meðan biðum við eftir bussunum sem áttu að taka okkur til Belgrað. Eftir 1 ½ klst bið (þegar ég átti fyrir löngu að vera kominn á hótelið í Obrenovac) komu tveir bussar og ég fór í þann síðari. Eftir að hafa beðið þar í rösklega hálftíma og komist að því, eftir samræður við skemmtilegt fólk þarna, að Englendingarnir væru týndir. Það yrði að bíða eftir þeim.

Ég var þó enn sallarólegur. En konan, sem hafði sest við hliðina á mér nennti þessu ekki og spurði hvort ég vildi ekki deila með sér taxa til Belgrað. Þetta væri orðið fáránlegt. Ég var orðinn þreyttur að bíða þarna, gat ekki einu sinni keypt mér vatn eða aðrar nauðsynjar, enda hraðbankinn bilaður og ég seðlalaus, svo ég sló til. Var þó með evrur á mér sem betur fer. Tveir útvarpsmenn frá Ljubljana slógust í hópinn og fórum við fjögur í litlum KIA til Belgrað, rúmlega 250 km í burtu í niðdimmu.

Og fljótlega kom í ljós, að veðrið var ekki ýkt. Ég hef aldrei séð aðra eins þoku. Útvarpsmennirnir, c.a. þrítugir, voru með ofursíma á sér og gátu rakið leiðina fyrir bílstjórann með GPS-systemi. Þeir öfluðu líka þeirra heimilda, að bussinn hafði beðið í 45 mínútur til viðbótar eftir þeim ensku. Annar þeirra hafði orðið hugfanginn af Nonna-bókunum þegar hann var lítill og sagði mér eitt og annað frá þeim. Mundi jafnframt eftir Agureiri; framburðurinn hans var eiginlega fallegri en okkar. Þeir félagarnir vissu reyndar heilmikið um Ísland, hrunið og efnahagsmál landsins almennt. Þeir skildu þó ekki, að þar sem rafmagnsverð á Íslandi væri skelfilega lágt, að verð á íslensku grænmeti úr gróðurhúsunum væri svona hátt. Ég útskýrði þá staðreynd með því, að það væri sósíalistastjórn við lýði og hún væri að skattleggja allt sem hreyfðist. „And if it does not move, they shake it.“ Kannski ekki alveg nákvæmt, en jæja...

En við náðum á áfangastað, Hotel Slavija, þar sem bussarnir áttu að skila af sér. Þar varð misskilningur og ég beið eftir einhverju sem ekkert var og þegar klokkenið var farið að ganga tólf tók ég bara taxa til Obrenovac. 50 evrur í viðbót, enda tvöfaldast taxtinn eftir níu á kvöldin. En þetta var ekki taxi, heldur gamall Benz 197x módel, ógeðslegasti bíll sem ég hef nokkru sinni stigið inn í og farþegasætið frammí var hálf laust og súnkaði. Var ábyggilega síðast þrifinn fyrir hrun. Og kallinn með naumindum í lagi.

En ég var rólegur, þrátt fyrir að hafa kastað 100 evrum í súginn og mátt þola harðræði eins og John Cusack í The Sure Thing, nema engin verðlaun önnur en að komast á leiðarenda. Og að lokum komst maður til Obre, svona til að gera langa sögu stutta. Eftir sátu á Hotel Slavija, og fengu hótelgistingu yfir nóttina, fjórir heittrúaðir múslimar á leiðinni til Sarajevo. Þeir höfðu setið í röðunum beint fyrir framan mig í vélinni. Nú skal boða íslamisma þar, jájá.

Að koma á hótelið var eins og að koma heim, og fékk jafnvel sama herbergið og þegar ég kom hingað fyrst, 304. En þetta sinn var vatnslögnin í lagi. Þarna vann sama fólkið og öll hin árin, og var manni heilsað með nafni við komuna. Og næturvaktarstaffið heilsaði allt með látum: „Aha, Islandija Bergson“, eða hvað það nú var. Ekkert af þessu fólki talar ensku. Fólkið hafði geymt fyrir mig kvöldmatinn...já, sami snitzelinn og oft áður, þ.e. sú algengasta af þremur snitzel tegundum sem maður hefur lifað á þarna. Og ég sem þarf að passa mig á svínakjötinu, en þegar maður er glorhungraður (hafði ekkert borðað nema flatkökur um morguninn og síðast fengið vott þegar ég svolgraði í mig Diet Coke á Heathrow) lætur maður sig hafa það. Fór síðan niður og keypti okurvatnið á hótelbarnum, en 2 lítra flaska þar kostar eins og 8 lítrar á supermarkaðnum þarna hinumegin við brúna. Maður lét sig hafa það þetta skiptið, en never again, nema í neyð.

Og strákarnir koma allir á morgun. Uglan og Dagur A. Möller koma frá Novi Sad, Robbi frá London (er þar í stuttu fríi hjá Páli Agnari), og Jón Árni / Siggi Inga tvíeykið kemur frá Timisoara, en þeir höfðu fundið út að það sparaði heilmikið að fara til Belgrað um Timisoara í Rumeníu, gista þar eina nótt og taka morgunlestina. Kreppuferð ársins.

Nýr morgun, mánudagur:

Vaknaði kl. 6:30 að staðartíma, hálf sex að íslenskum. Ég hafði náð að leggja mig í 5 tíma, en þarna í morguns-árið setti ég nýjan standard í morkinheitum. Ég skrapp niður og hitti uppáhalds reception-kallinn (þ.e. hann talar ensku). Hann heilsaði manni með nafni og virktum, lét mig hafa miða fyrir morgunmatnum og ég fór beint að „borðinu mínu“, pantaði það „sama og venjulega“, og fyrr en varðandi stóð þessi massíva kaffileðja á borðinu, ávaxtasafni og skinku-egg dæmið góða. Þetta fólk hefur unnið þarna lengi, það er ár frá því ég var þarna síðast, en allir muna eftir manni, ég man eftir öllum, og fólkið man hvað ég fékk mér jafnan í morgunmat! Jahérna.

Kl. níu ætla ég að rúlla út í internetkaffi, þar sem sömu dúllurnar vinna ábyggilega enn. Þar mun ég pósta þessu, tékka emaila og gera nauðsynlegar æfingar. Síðan tekur við smá rúntur um pleisið, rifja upp gamlar slóðir sko. Ekki sakar að útsýnið er gott. Robbi Lagerman heldur því fram, að hlutfallslega séu obrenovaskar konur þær fallegustu í heimi, og hann þekkir þetta, hefur farið víða. En þetta er svona eins og Esjan, þetta venst, svo maður verður ábyggilega sallarólegur áfram.

Já, þetta er eins og að koma heim...


Stóri bróðir vill fylgjast með

Jæja, nú ætlar fasistaríkið að koma hér á nákvæmu eftirliti; það vill vita nákvæmlega hverjir búa hvar á Íslandi.

"ESB þarf raunar tölur um eitt og allt í íslensku þjóðlífi. Bandalagið áformar meðal annars að gera manntal hér á landi eftir tvö ár og kanna hverjir búa í hvaða íbúð og á það að sjást með því að samkeyra þjóð- og fasteignaskrár."

En væri ekki frekar að bíða eftir því að Ísland gangi í ESB? Getur ESB skipað fyrir um manntal hér, hjá sjálfstæðu ríki? Er þetta hluti af EES eða Schengen? Er ekki stjórnsemi og stjórnhyggjufrekja ESB farin að ganga aðeins út í öfgar?

En megi bændur hafa þökk fyrir að tefja þennan ESB ósóma með því að vera ekki með allar tölur á hreinu!


mbl.is Tölur tefja ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttið tekur á sig nýja mynd

Þetta gæti orðið jólagjöf eiginmannsins til frúarinnar jólin 2010! :)

En nú hljóta femínistarnir að gleðjast...enn eitt skref í jafnréttisátt.


mbl.is „Viagra fyrir konur“ væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórir Púlarar fóru í meðferð til Serbíu og gekk þeim vel

Ég er ekki hissa. Yndislegt land, skemmtilegt fólk og bara ubersolid! Líka margir góðir læknar þarna, sérstaklega ákveðinn læknir...

Ok, ég er ánægður með Serbana...no wonder, hef farið þangað fimm ár í röð!


mbl.is Fjórir leikmenn Liverpool fengu góða meðferð í Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband