Nýr dagur í Obrenovac

Jæja, eftir hörmungar 4. umferðar, náðist viðunandi árangur í þeirri fimmtu. Ég tefldi við hinn reynda og sterka stórmeistara Milan Drasko, áður frá Júgóslavíu og Króatíu, en teflir nú fyrir Svartfjallaland. Ég hélt áfram sama systemi og í 3. og 4. umferð, að tefla uppáhaldsafbrigði mótherja míns og sjá hvað gerist. Ég slakaði á í gær og kíkti rétt á byrjunina hálftíma í skák.  Upp kom Draskobroddgaltarafbrigðið í enskum leik. Það hef ég aldrei teflt áður og kann svo sem ekki mikið í. En sem betur fer hef ég ágætis grunn og því kom ég ekki algjörlega af fjöllum. Nú, ég kom með endurbót (óvart) á fræga skák Karpovs og Ftacniks frá 1988 og í raun yfirspilaði stórmeistarann. Í lokastöðunni, eftir 23. leik, bauð ég jafntefli með mun betra (ósigurinn í 4. umferð sat enn í mér) og þáði hann nær samstundis, enda með skítastöðu og eftir 24.Dd1-Bf6 er ég með yfirburðatafl, en erfitt að vinna. Ég vildi því prófa "fugl í hendi" áður en ég myndi ráðast á hann með tvöföldun hróka á d-línu og d5-sprengingu (sjá stöðumynd).

Menn fá nú varla betri stöður en þessar út úr broddgeltinum hvað þá að vera nýliði gegn sterkum stórmeistara, sem hefur teflt svona 100 sinnum og vann m.a. örugglega gegn nokkuð sterkum andstæðingi í 3. umferð held ég. 

Siggi Inga hélt jafntefli í koltapaðri stöðu, alveg hreint með ólíkindum, gegn nokkuð sterkum, ungum Serba. Andstæðingur Jóns Árna gaf þrjú tempó í fyrstu 7-8 leikjunum og tapaði sannfærandi. 2/3 var uppskera Íslendinganna í gær.

Í dag fæ ég ungan og efnilegan Serba með 2125 stig. Hann var merkilega góður og vann gaur með 2308 í gær, með svörtu. Ég fæ svart í annað skiptið í röð og verð að passa mig. Strákurinn er merkilega góður, svona Hjörvar þeirra Serbanna. En vonandi verður reynsluleysið honum að falli.

Ég man ekki hverja Jón Árni og Siggi tefla við í dag. Áfram Ísland.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband