Nýr dagur í Obrenovac

Jćja, eftir hörmungar 4. umferđar, náđist viđunandi árangur í ţeirri fimmtu. Ég tefldi viđ hinn reynda og sterka stórmeistara Milan Drasko, áđur frá Júgóslavíu og Króatíu, en teflir nú fyrir Svartfjallaland. Ég hélt áfram sama systemi og í 3. og 4. umferđ, ađ tefla uppáhaldsafbrigđi mótherja míns og sjá hvađ gerist. Ég slakađi á í gćr og kíkti rétt á byrjunina hálftíma í skák.  Upp kom Draskobroddgaltarafbrigđiđ í enskum leik. Ţađ hef ég aldrei teflt áđur og kann svo sem ekki mikiđ í. En sem betur fer hef ég ágćtis grunn og ţví kom ég ekki algjörlega af fjöllum. Nú, ég kom međ endurbót (óvart) á frćga skák Karpovs og Ftacniks frá 1988 og í raun yfirspilađi stórmeistarann. Í lokastöđunni, eftir 23. leik, bauđ ég jafntefli međ mun betra (ósigurinn í 4. umferđ sat enn í mér) og ţáđi hann nćr samstundis, enda međ skítastöđu og eftir 24.Dd1-Bf6 er ég međ yfirburđatafl, en erfitt ađ vinna. Ég vildi ţví prófa "fugl í hendi" áđur en ég myndi ráđast á hann međ tvöföldun hróka á d-línu og d5-sprengingu (sjá stöđumynd).

Menn fá nú varla betri stöđur en ţessar út úr broddgeltinum hvađ ţá ađ vera nýliđi gegn sterkum stórmeistara, sem hefur teflt svona 100 sinnum og vann m.a. örugglega gegn nokkuđ sterkum andstćđingi í 3. umferđ held ég. 

Siggi Inga hélt jafntefli í koltapađri stöđu, alveg hreint međ ólíkindum, gegn nokkuđ sterkum, ungum Serba. Andstćđingur Jóns Árna gaf ţrjú tempó í fyrstu 7-8 leikjunum og tapađi sannfćrandi. 2/3 var uppskera Íslendinganna í gćr.

Í dag fć ég ungan og efnilegan Serba međ 2125 stig. Hann var merkilega góđur og vann gaur međ 2308 í gćr, međ svörtu. Ég fć svart í annađ skiptiđ í röđ og verđ ađ passa mig. Strákurinn er merkilega góđur, svona Hjörvar ţeirra Serbanna. En vonandi verđur reynsluleysiđ honum ađ falli.

Ég man ekki hverja Jón Árni og Siggi tefla viđ í dag. Áfram Ísland.

 

 


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband