Sunnudagur, 7. janúar 2007
Fleiri aftökur í Írak
Æ, nei, hvorki fleiri aftökur né álver. Persónulega hafði ég ekkert á móti aftöku Saddams -- taldi að hann ætti enga miskunn skilda. En um þessa tvo menn er ég ekki viss -- rétt eins og ég er hlynntur álverum, en tel að nú sé þetta orðið gott. Það er ekki endalaust hægt að syndga upp á náðina.
Þótt ég þykist vita, að þessir gaurar séu fúlmenni hin verstu, þá efa ég ekki, að fjöldinn allur af "grimmdarverkum", sem á þá er borinn, hafi verið gjörður eða fyrirskipaður að "ofan", þ.e. frá Saddam eða sonum hans, og þessir menn hlýtt. En jafn víst tel ég, að þeir hafi stundum hafi þeir tekið upp hjá sér einhver óhæfuverk, án þess að spyrja Saddam. En ég veit ekki hvort heimurinn verði eitthvað betri við að hengja þessa tvo. Þetta er auðvitað írakst innanríkismál, en manni finnst þetta óþarfi að þessu sinni. Nóg að hafa búið til einn píslarvott þessar vikurnar.
En ég verð þó að viðurkenna, að ég hef enga betri lausn...en "er nauðsynlegt að skjóta þá?"
Síðan má ég til að lauma aðeins inn að lokum, að innan Íraks eru vafalaust margir, sem hafa fleiri saklaus líf á samviskunni en þessir tveir.
![]() |
Samverkamenn Saddams Husseins verða líflátnir í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. janúar 2007
Glópasilfur Egils
Þetta var nokkuð skemmtilegt hjá Sóleyju, það sem hún skrifaði um Silfur Egils. Þó ég sé ekki sammála öllu hjá henni, er þetta nokkuð skemmtilegt. Þar segir hún m.a.:
- Svandís fékk að vera með strákunum. -Var að sjálfsögðu flottust og best!
- Björn Ingi talaði ítrekað um Vinstri græn. Virðist vera að fatta hvernig íslensk málfræði virkar!
- Össur staðfesti stefnuleysi Samfylkingarinnar í umhverfismálum.
- Egill er ekkert að skána sem þáttastjórnandi, umræðan varð að óbærilegum hávaða á köflum þar sem ekki var mögulegt að greina orðaskil fjögurra æstra karla. Svandís tók að sjálfsögðu ekki þátt í fíflalátunum.
Þetta er nokkuð skemmtilegt yfirlit. Jú, Svandís fékk að vera með strákunum og var flottust...og stóð sig mjög vel að venju. Það er stór skömm að því, að svona sterk og glæsileg kona skuli hafa farið í "rangan" flokkskjaft. Og Björn Ingi er að óttast að VG komi á biðilsbuxunum að Sjálfstæðisflokknum, eins og hann skrifaði um nýlega á blogginu, og var með VG aðeins í flimtingum, og ekkert að því svosem. En það er rétt að Samfó hefur enga alvöru umhverfisstefnu...frekar en stefnu í öðrum málum. Og Egill skánar ekkert. Og það er rétt, að Svandís kunni mannasiði, hinir gjömmuðu hverjir fram í aðra. En ég sakna, að Sóley skuli ekki hafa nefnt ýmislegt annað, sem þarna fór fram, t.d. Guðna og ýmislegt úr samræðunum á Vettvangi dagsins.
Egill má þó eiga það, að hann fattaði, og sumir aðrir þarna líka, að VG hefði sett þungu byssurnar, Ögmund og Guðfríði Lilju, í Kragann til að herja á m.a. atkvæði í Hafnarfirði vegna klofnings í Samfóinu vegna stækkunar álversins í Strumsvík.
En persónulega held ég, að það sé að koma tími á Egil....eða a.m.k. að hann fái aðeins að tala í ákveðinn tíma í eigin þætti, og hætta á gjamma frammí.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. janúar 2007
Eiður Smári
Ja, þegar þetta er skrifað er staðan 1-1 í leiknum gegn Getafe. Eiður hefur ekki skorað, en hann fékk gult spjald. Mér sýnist því miður Barca ekki vera sérlega sannfærandi. Nú ríður á, að fá Eto'o aftur inn fyrir leikina gegn Liverpool!
![]() |
Eiður í liði Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. janúar 2007
Svosem ekki skrítið...
Hvað ætli menn myndu gera, ef þeir færu solid í hnapphelduna, en vöknuðu svo upp giftir konu, sem var einu sinni t.d. Davíð Þór Jónsson eða Bogomil Font?
Eða færu í stjórn með Ingibjörgu Sólrúnu og vakni síðan upp á stjórnarheimilinu með Inga Birni Gíslasyni?

![]() |
Íranskur karlmaður vill skilja við eiginkonu sína sem var eitt sinn karl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 7. janúar 2007
Óhugnanlegt
Það er nú varla að hægt sé að "commenta" á svona frétt, slíkur óhugur felst í fréttinni. Í fyrsta lagi virðist á öllu, að þarna hafi 25-26 ára Dani náð sér í eina sautján ára, barnað hana og farið að búa með henni. Síðan kemur annað barn og veslings stúlkan eyðir þessu mikilvæga þroskaferli sínu í, að ala upp börn og reka heimili, og kannski vinna eða nema eitthvað meðfram. Síðan þegar hún fer að átta sig sér hún, að þau hafa "þroskast í sitt hvora áttina", eins og það er oft orðað, og skilur við kallinn. Sá verður nú brjálaður og, ef danska löggan hefur á réttu að standa, fer "all-in" á fjölskyldu sína og drepur hana með köldu blóði.
Hvað í ósköpunum fær menn til að gera svona lagað? Það er manni algjörlega fyrirmunað að skilja. Það eru einmitt svona hrottar sem geymdir eru á dauðadeildunum í USA.
![]() |
Grunaður um að hafa myrt konu sína og tvö börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. janúar 2007
Hvernig tapar lið fótboltaleik án þess að gera varnarmistök?
Hvernig tapar lið fótboltaleik án þess að gera varnarmistök? Ég bara spyr. Annars lýsti hinn skelleggi Sampdoria-maður EKE því yfir annars staðar, að fylgismenn skemmtilegrar sóknarknattspyrnu fagni hverri þeirri keppni, sem Liverpool fellur út úr, enda með afbrigðum leiðinlegur fótbolti spilaður þar. Ja, ég vil nú ekki ganga svo langt, en fagna því auðvitað, að Liverpool falli út, frekar en Arsenal. En eins og ég hef sagt, Liverpool fær nú séns til að hefna, þegar Púlarar fá b-lið Arsenal í heimsókn á Anfield í næstu viku.
En eftir tvo leiki í vetur, er staðan 6-1 fyrir Arsenal.
![]() |
Benítez: Varnarmistök urðu okkur að falli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 6. janúar 2007
Hrísey og barneignir
Svenni Arnars, Hafnfirðingur með búsetu á Akureyri, var að segja frá því, að hann og félagar hans úr Samfylkingunni á Akureyri hefðu farið til Hríseyjar í dag í mikilvægum erindagjörðum. Það segir ekki beinlínis frá því, en spurning um hvernig skilja má setningar, að hinir kratarnir hafi farið aftur með Sveini í land. Ég er feginn að fá Svenna aftur í land, því þrátt fyrir að vera krati, er þetta ágætis náungi. En mér líst reyndar ágætlega á, að senda sem flesta krata til Hríseyjar. Spurning að gamla einangrunarstöðin í Hrísey verði nú loksins látin gera eitthvað gagn.
Sveinn heldur síðan áfram og segir:
Eftir það lá leiðin heim þar sem haldið var upp á 23ja ára afmæli kærustunnar minnar, sem ber fyrsta barnið okkar undir belti.
Ég vil hérmeð óska kærustunni (sem mig minnir að ég hafi hitt með Svenna fyrr í haust) til hamingju með daginn og þeim báðum til hamingju með litla barnið.
Laugardagur, 6. janúar 2007
Tvöföldun
Jæja, þá er þetta orðið formlegt. Ég vísaði til þessa í bloggi hér 21. desember. Hamas ætlar að tvöfalda í sveitum sínum.
Þetta er nú allt frekar morkið. Hamas og Fatah deila og skjóta liðar þeirra hverjir á aðra með reglulegu millibili. Síðan kemur Abbas og segir öryggissveitir Hamas ólöglegar. Hamas liðar svara með því, að tilkynna að þeir ætli að tvöfalda fjölda hermanna sinna.
Það er dálítið skondið, í þessu samhengi, að bestu vinir Hamas og félaga, Ögmundur og co í VG Palestína, eru í þeim flokki, sem hefur, ásamt undanförum, gagnrýnt t.d. varnarsveitirnar 30. mars 1949, þegar íslensk stjórnvöld stofnuðu varalið til að verjast ásókn kommúnista. En enginn þeirra hefur, mér vitandi, gagnrýnt það, þótt stjórnarflokkurinn á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna sé að reka eigin, vel vopnaðar öryggissveitir, sem jafnvel berjist við hinar formlegu öryggissveitir hins opinbera og taki jafnvel þátt í eldflaugaárásum á nágrannaríki. Getur verið, að það væri friðvænlegra á þessum slóðum án Hamas?
En jæja, aftur að Hamas sveitunum og deilum þeirra við Fatah. Ég fæ ekki betur séð, en að átök þessara tveggja hópa muni fara vaxandi en hitt, þrátt fyrir samninga Abbasar og Hamas-stjórnarinnar um "vopnahlé."
![]() |
Hamas-samtökin ætla að tvöfalda fjölda öryggissveitarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðausturlönd | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. janúar 2007
Hvernig dettur 15 ára stelpu í hug...
...að fara á rúntinn til Akureyrar, frá Neskaupsstað, án þess að láta vita af sér. Og hvað ætli leitin hafi "kostað"?
![]() |
Unglingsstúlka kom í leitirnar heil á húfi á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. janúar 2007
*HAFNAÐ*
