Mánudagur, 8. janúar 2007
Framsóknarmaðurinn vann í lottóinu!
Og keypti sér einn svona:

Mánudagur, 8. janúar 2007
Gott að búa í Kópavogi
Sérstaklega fyrir tónlistarfólk, sem hefur ekki bara Salinn, heldur marga sali og marga kóra.

![]() |
Rafmagn komið á í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. janúar 2007
Olíustuldur
Mér skilst, að Transneft hafi nú ákveðið að höfða mál gegn Hvít-Rússum í Englandi, þar eð réttarkerfið þar væri "þægilegra viðmóts."
![]() |
Hvít-Rússar sakaðir um olíustuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Svæfingarmát Samfylkingarinnar
Ég horfði á Silfur Egils, þar sem rætt var m.a. um nýja/gamla stjórnlist borgarstjórans í Reykjavík. Sumir vinsti menn finna honum það til foráttu að vilja stjórna borginni, en það þykir mér skrítið, því ég hélt að til þess séu borgarbúar að greiða honum laun. Jafnframt var verið að ýja að því aðeins, að það væri skrítið, að hinn nýi meiri hluti í borginni væri að breyta stjórnkerfi borgarinnar!
Ég skal setja þetta upp með beinni tilvísun í raunveruleikann. Þegar Reykjavíkurskákmótið 2006 var haldið skrifaði Garðar Sverrisson, fyrrv. formaður Öryrkjabandalagsins og liðtækur skákmaður, í Moggann og gagnrýndi Taflfélag Reykjavíkur, bæði beint og óbeint, fyrir að hafa slæmt aðgengi að skákhöllinni í Faxafeninu. En sú gagnrýni var svolítið út úr korti, því Taflfélagið hafði þá um nokkra hríð reynt að fá aðstoð frá borgaryfirvöldum einmitt við að koma upp lyftu, svo fatlaðir og aldraðir ættu auðveldari aðgang að skáksalnum, sem er á 2. hæð í húsinu. Málið hafði lent í samræðustjórnmálum og nefndafíkn Samfylkingarinnar, týnst eða gleymst í einhverjum skjalabunkum og fallið milli stafs og hurðar í borgarkerfi R-listans. Það er því ekki rétt, sem Össur kallinn sagði í Silfrinu, að ákvarðanir verði því betri, sem fleiri ræði um málið og lengur (eða eitthvað í þá áttina). Því miður virðist þessi stjórnlist R-listans, eða öllu heldur Samfylkingarinnar, leiða til þess, að lítið er að gert, eins og "yfirborgarstjórinn" núverandi sagði í Silfrinu. Hinn nýi meiri hluti er of upptekinn við að framkvæmda hlutina, til að nenna að tala og tala um málin fram og til baka eins og Samfó vill gera. Hvað ætli það taki marga daga að skipta um ljósaperu á skrifstofu Samfó? Og hvað þurfa margar nefndir að koma að málinu?
Ég var í kaffi niðrí í Skákhöll, milli leikja í skákmótinu, þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson mætti á staðinn til að athuga þetta mál. Hann ræddi við formann T.R., sem hefur vísast greint frá því, að málið væri týnt í borgarkerfinu. Nú, það liðu ekki margir dagar, uns Vilhjálmur hafði tekið það að sér og komið hjólunum af stað. Það liðu ekki margar vikur, uns fjármagn hafði fengist til að kaupa og setja upp lyftu í Skákhöllinni. Það sem tok R-listann mánuð eftir mánuð að ræða um yfir kaffibollum, setja í nefndir og undir stóla, tók Vilhjálm bara nokkra daga að hrinda í framkvæmd, og það áður en hann varð borgarstjóri. En auðvitað þurfti TR að sækja um hjálp á réttum stöðum í kerfinu, en það hafði R-listinn ekki átta sig á að nefna. En hugsanlega hefur eitthvað farið fram á bakvið tjöldin hjá Borginni -- og kannski eru mér ekki allar staðreyndir kunnar -- en niðurstaðan er, að ekkert gerðist hjá R-listanum. Af þeim sökum mælti eðalkrati nokkur, harður andstæðingur Sjálfstæðisflokksins en varð vitni að þessu máli, svo, að það sé ekkert annað í stöðunni en að kjósa íhaldið.
Í gær, sjöunda janúar, vígði Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri síðan hina nýju lyftu, samtímis því að Skákþing Reykjavíkur var sett. Einnig voru þar fulltrúi Skeljungs, sem styrkir mótið annað árið í röð, fulltrúi Öryrkjabandalagsins og fulltrúar eldri borgara. Hvað hefði gerst, ef málið hefði haldið áfram á könnu R-listans og R-listaflokkarnir hefðu haldið áfram að stjórna borginni? Þá væri málið vísast enn í "nefnd". Ég ulla á svona stjórnunarhætti
Hvernig ætli þetta lið yrði, kæmist það til valda á landsvísu? Og er nokkuð skrítið, þó hinn nýi meiri hluti vilja einfalda stjórnkerfið í borginni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Skipstjóri Indónesíska sjóhersins!!!!!!
"Skipstjóri Indónesíska sjóhersins...". Ég hélt að slíkur maður væri kallaður aðmíráll? Eða samanstendur sjóherinn bara af einu skipi, með einn skipstjóra? Og þar að auki á"indónesíska" að vera með litlum staf.
Ekki byrjaði þessi frétt neitt sérlega vel. Bendi á: http://x-bitinn.blog.is/blog/x-bitinn/entry/98863/
![]() |
Flugvélarflak hugsanlega fundið á hafsbotni við Indónesíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Lögregluofsóknir í BNA á hendur sagnfræðingum?
Ég fékk í morgun, eins og margir aðrir sagnfræðingar, stutt bréf frá formanni vorum, háttvirtum Guðna Th. Jóhannessyni, á póstlista sagnfræðinga, Gammabrekku.
Málið er, að virtur sagnfræðingur var handtekinn fyrir að ganga yfir götu utan gangbrauta, þ.e. "jaywalking". Hann var keyrður í götuna, handjárnaður og þurfti að sitja í djeilinu í átta klst. ef ég man rétt. Hann var síðan leiddur fyrir dómara, þar sem krafist var stórfelldra fjárhæða í "bail", enda stórhættulegur maður á ferð og grunaður um alvarlegt brot. Og nú á víst löggan að fylgjast sérstaklega grannt með því, að sagnfræðingar á ráðstefnu, gangi ekki beint yfir götuna milli tveggja hótela!
Þetta er hið fáránlegasta mál og bendi ég áhugasömum á, að fylgja hlekknum hér að ofan og fara niður á "Day 3: 6 January".
En þetta er, þrátt fyrir allt, nokkuð skondið og e.t.v. dæmi um, hversu Bandaríkin eru orðin ..... ja, eigum við ekki að segja bara "skrítin"?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Sorglegt: Mel B og Murphy
Ég átta mig ekki alveg á, hvað gengur að þessu fólki þarna í USA. Hvers konar fólk er það, sem er svo aðframkomið af ást og lotningu fyrir einhverjum leikara, að það hagar sér með þessum hætti? Hvaða gagn gerir það Eddie Murphy með því að setjast um íbúð Mel B og gera hróp að henni?
Fólk á mínum aldri man helst eftir Murphy úr Bevery Hills Cop myndunum og e.t.v. Nutty Professor. Aðrir muna eftir honum úr "uppistandi". Mel B þekkja Íslendingar jafnan eftir öðrum leiðum, enda var hún kölluð "tengdadóttir Íslands" hér um tíma. Síðar fréttist einna helst af henni af frásögnum rekkjufélaga hennar, manna sem vísuðu til, að hún væri nokkuð aðgangshörð á þeim vígstöðvum.
Þau rugluðu síðan saman reitum nýlega og nú ku Mel vera ólétt eftir Murphy, þó Murphy sé ekki viss um, að hann sé faðirinn. Hann virðist því vera að gefa í skyn, að sambandsslitin hafi komið til vegna þess, að hún hafi stigið á fjalir annarra "leikhúsa". Hann hefur þó ekki sagt það beint og heldur ekki komið fram með neinar sannanir þess efnis, enda er þetta persónulegt mál svosem. En eftir að hann tilkynnti sambandsslit þeirra opinberlega, án þess að láta hana vita fyrst, er ekki að furða þó Mel hafi orðið sár út í kappann og látið lögfræðingum sínum eftir að annast málið.
En þá koma "harðkjarnaaðdáendur" Murphys til sögunnar. Ég skal viðurkenna það strax, að ég þoli ekki svona hálfvitagang. Hvaða heilvita fólk er svo yfir sig hrifið af einhverjum leikara, og það ekki neitt sérstaklega merkilegum, að það lætur hafa sig út í svona andlegt ofbeldi við konu, sem var auðmýkt og nánast svívirt opinberlega? Ég var aldrei neitt sérstaklega hrifinn af Spice Girls, gekk reyndar í einhvern internet klúbb forðum, þar sem hæðst var að þessari hljómsveit, og heldur ekki mjög spenntur fyrir Mel B eða öðrum meðlimum kryddpíanna, en stelpan á hér samúð mína alla.
Og ef Eddie Murphy hefur eitthvað vit í kollinum, mætir hann á staðinn og segir þessu hyski sínu að snautast burtu.
![]() |
Mel B. þarf lögregluvernd vegna aðdáenda Murphys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. janúar 2007
"Strákurinn hans Sigursteins"
Magnús (Sigursteinsson) Magnússon er látinn.
Ég er viss um, að margir muni minnast hans hér á blogginu, en ég vil aðeins fá að rifja upp nokkur atriði, sem ég held að fáum séu kunn.
Faðir Magnúsar, Sigursteinn Magnússon, starfaði ekki aðeins á vegum einkaaðila í Edinborg, heldur einnig á vegum íslenska ríkisins. Hann var ræðismaður Íslands í Edinborg og hef ég lesið margar frásagnir af gjörðum hans þar. Sigursteinn var, samkvæmt þessum frásögnum, óvenjulega vel gerður maður, samviskusamur og duglegur, ráðagóður þegar á bjátaði og heiðarlegur. Hann sinnti starfi sínu vel, bæði fyrir SÍS og íslenska ríkið. Hann þjónaði vel þeim Íslendingum, sem þurftu á hjálp að halda, ekki síst á tíð síðari heimsstyrjaldar. Áður en Íslendingar komu upp sendiskrifstofu - síðar sendiráði - í London, þar sem m.a. Stefán Þorvarðsson áður ráðuneytisstjóri og Pétur Benediktsson störfuðu, var Sigursteinn í raun og veru fulltrúi Íslendinga í Bretlandi. Ég man ekki eftir að hafa séð neinn tala illa eða niðrandi um þennan öðlingsmann.
Ég man sérstaklega eftir nokkrum frásögnum Íslendinga, sem flúðu frá Evrópu á tíð Hitlers, til Svíþjóðar og þaðan með "ensku flugvélinni" til Bretlands. Þar tók Sigursteinn jafnan á móti þeim, og stundum með lítinn gutta með sér. Þá tók stundum "strákurinn hans Sigursteins" undir töskur ferðalanganna og hjálpaði föður sínum að greiða leið þessa fólks, þá aðeins ungur að aldri. Þar hlýtur Magnús að hafa átt í hlut.
Fleiri frásagnir eru til af störfum Sigursteins frá því eftir stríð, en þá tók að togna úr stráknum og gekk hann menntaveginn og hvarf sjónum þeirra gagna, sem ég hef undir höndum. En eplið fellur sjaldan langt frá eplatrénu. Magnús var verðugur fulltrúi Íslands á erlendri grundu, hélt íslensku ríkisfangi sínu og tengslum við Ísland. Það er meira en flestir aðrir gerðu, þeir sem búsettir voru nær allt sitt líf í framandi landi.
Ég er stoltur af Magnúsi Magnússyni og lít með þakklæti á störf hans, og fjölskyldu hans, í þágu Íslendinga og Íslands á umliðnum áratugum. Megi minning hans lifa.
![]() |
Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. janúar 2007
Ný sókn frjálslyndrar jafnaðarstefnu?
Já, á landsfundi Samfylkingarinnar 2005 segir m.a.:
Samfylkingin lítur á það sem höfuðverkefni að hafa forystu um að fella þá ríkisstjórn misskiptingar og valdbeitingar, sem nú situr, í næstu þingkosningum, og leiða frjálslynda velferðarstjórn sem einsetur sér að auka félagslegt réttlæti í landinu, treysta stöðu fólks á vinnumarkaði og stuðla að launajafnrétti í reynd.
Höfuðverkefni Samfylkingarinnar, frá stofnun hennar, var að komast til valda. Til þess var flokkur þessi stofnaður. Og þetta var samþykkt undir kjörorðinu: "Ný sókn frjálslyndrar jafnaðarstefnu". En einhverra hluta vegna virðist þetta ekki ætla að ganga eftir. Hugsanlega vegna þess, að það er ekki nóg að hafa "frjálslynda jafnaðarstefnu" í titlinum og á blogginu hjá Össuri, þegar formaðurinn virðist með hverju skrefi rifja upp fleira og fleira úr fortíðinni, þegar hann, eða öllu heldur hún, vildi bylta þjóðfélaginu og ríkisstjórninni, með róttækum aðferðum, ef rétt hefur verið haft eftir. Með öðrum orðum; Samfylkingin hefur þokað sér hljóðlega til vinstri, burt frá frjálslyndri jafnaðarstefnu í áttina að gamaldags sósíalisma með örlitum breytingum.
"Jafnaðarstefna" er reyndar íslenska orðið yfir "sósíalismi". Ég er ekki viss um hver bjó til þetta orð á íslensku, en ég veit að Valdimar Ásmundsson, faðir Héðins síðar alþm., fjallaði nokkuð um sósíalista og menn með skyldar skoðanir, og sagði að þessir hópar stefndu að jöfnuði -- væri semsagt jafnaðarmenn. En ég veit ekki hvort þetta orð kom þaðan. Hugsanlega hefur Pjetur G. Guðmundsson, forvígismaður jafnaðarstefnunnar á Íslandi, búið þetta orð til, þegar hann neyddist til að útskýra stefnumál málgagns verkalýðssinna við upphaf 20. aldar, þegar blaðið var skyndilega ásakað um að vera óþjóðhollt -- og vilja ekki taka undir helstu kröfur um tafarlaust sjálfstæði frá Dönum. Jafnaðarmenn voru síðan gjarnan ófúsir að nefna sjálfstæði, fyrst 1918 (en í stefnuskrá Alþýðuflokksins var talað gegn tafarlausu sjálfstæði frá Dönum og því ekki breytt fyrr en með stefnuskránni 1922), siðan 1944 og nú vilja jafnaðarmenn formlega séð afleggja sjálfstæði landsins og ganga í Bandaríki Evrópu, rétt eins og foringi jafnaðarmanna, Ólafur Friðriksson, mælti með, beint eða óbeint, í Stefnuskrá jafnaðarmanna (1915), ef ég hef lesið rétt. Ólafur var fyrsti "Evrópusinni" Íslendinga...síðar vildi hann reyndar tengjast Moskvuvaldinu, en sá sem betur fer að sér.
En jafnaðarstefna, sósíalismi, er aðeins annað orðið á sömu merkingu. Sósíalismi var það orð, sem franskir baráttumenn notuðu, einstaka sinnum í frönsku byltingunni, en síðan á árunum eftir 1800, aðallega þegar Saint Simon og félagar voru að prédika félagslegan jöfnuð, já, og Louis Blanc og fleiri. En þegar hugmyndafræði sósíalismans var bókfærð í fast kerfi, var það kallað kommúnismi. Fram undir 1900 var í raun enginn munur á orðunum "sósíalismi" og "kommúnismi". Síðar þróaðist það svo, að sósíalistar klofnuðu í meginatriðum í þrjár fylkingar; sósíaldemókrata (endurskoðaunarsinna að hætti Bernsteins og félaga), miðju-sósíalista (Ramsey McDonald og fleiri) og síðan byltingarsinna, þar sem syndikalistar, anarkistar og bolsévíkar voru fyrirferðamestir, en blönduðust stundum innbyrðis. Þeir síðastnefndu tóku síðan yfir hugtakið "kommúnismi", en aðrir héldu hinu gamla, sósíalismi, sem dregið er af "socius", sem merkir "félagi". Þannig er einnig komin félagshyggja, vísast eftir einhverjum leiðum.
En hvað er þá "frjálslynd jafnaðarstefna"? Er það sú stefna, sem Frjálslyndi flokkurinn í Bretlandi kynnti á flokksþingum sínum á árunum eftir 1900, eða stefna breska Verkamannaflokksins c.a. 1911, þegar hann tók upp einskonar frjálslyndan sósíalisma. Á 19. öld gerðu menn lítinn mun á frjálslyndi og sósíalisma, fylgismenn beggja stefna voru þá í aðalatriðum sammála um helstu markmið og hverju þyrfti að breyta í samfélaginu (þ.e. í Evrópu).
Jafnaðarstefnan á Íslandi var í raun aldrei verulega frjálslynd, þó "frjálslyndi" hafi oft á tíðum verið notað um stefnu ísl. sósíalista, en aldrei af miklu sanngirni, að mér finnst amk. Kjarni stefnu sósíalista bauð upp á hömlur á athafnafrelsi einstaklinga, ríkisrekstri og allskyns ófrjálslyndi öðru. Síðan tóku sósíalistar að jafna sig á þessu, sér í lagi kratarnir, sósíaldemókratar, og þá helst þegar þeir gengu með Sjálfstæðisflokknum til stjórnar 1959. Gylfi Þ. Gíslason hefur rætt þetta í góðri bók sinni um viðreisnarárin. Á viðreisnarárunum varð Alþýðuflokkurinn töluvert frjálslyndur, í einhverri merkingu þess orðs... á árunum þegar hann fylgdi sama straumi og þeir, að breyta þjóðfélaginu úr hafta- og hamlasamfélagi, og til frelsis á sem flestum sviðum. En þetta gekk hægt, því skrefin voru bæði smá og stutt.
En síðan gerðist það, að Framsóknarflokkurinn tók upp á arma sína frjálslynda félagshyggju, og færði sig smám saman í það far, sem Alþýðuflokkurinn hafði á viðreisnarárunum, þegar gamla Keynes-hyggjan var aflögð með Steingrími Hermannssyni. Upphófst nú ný "viðreisn", en án kratanna, sem fylgdust með úr fjarlægð, en fengu ekki að vera með. Vinstri menn reyndu nú að sameinast í einn flokk, þar sem hófsamir og róttækir sósíalistar kæmu saman, þ.e. afturhvarf til áranna 1918-1930, með smá tíðarandabreytingum. En þeir róttækari vildu ekki setjast að þessu borði, og í sjálfu sér var það ekki að undra. Nú hélt þetta áfram. Lengst til vinstri stóð "vinstri sósíalistaflokkur" og nokkrum fetum innar "sósíaldemókrataflokkur". Ekkert hafði breyst, nema nú vantaði byltingarsinnana, en þeir, Ingibjörg Sólrún og fleiri, hurfu smám saman neðanjarðar, aflögðu fyrri skoðanir sínar eða þögðu um þær. Í B.A. ritgerð sinni fjallaði Ingibjörg um "samfylkingartímann" og komst að þeirri niðurstöðu, í grófum dráttum, að kratarnir hefðu eyðilagt allt saman. Að vísu fór hún þar halloka á ýmsum heimildum og ályktunum, og hefur vísast skipt um skoðun núna. En þá kenndi hún krötunum um, að hafa eyðilagt samfylkingu jafnaðarmanna og klofið Alþýðuflokkinn.
Síðan var komið í Kryddsíldina...þegar meint og væntanleg samfylking jafnaðarmanna í stjórn, vísast ásamt "frjálslyndum jafnaðarmönnum", þ.e. Frjálslynda flokknum, sprakk í loft upp. Var sú "sprenging" enn "sósíaldemókrötum" að kenna, eða "kommunum"? Hvor var það, Steingrímur Joð eða Ingibjörg Sólrún, sem að þessu sinni kom í veg fyrir "samfylkingu jafnaðarmanna", eins og allskonar fólk vildi koma á koppinn 1937-1938 - gegn hægra brosi Hriflu-Jónasar og íhaldinu. 1938 strandaði raunveruleg samfylking jafnaðarmanna á því, að sumir vildu innleiða hér stjórnkerfi og yfirþjóðlegt vald erlendra aðila, þá Ráðstjórnarríkjanna. Mun samfylking jafnaðarmanna 2007 stranda á því sama... þegar Kreml hefur breyst í Brussel?
Og hver er þá "sókn frjálslyndar jafnaðarstefnu" þegar erfitt er, í fyrsta lagi, að átta sig á því, um hvaða stefnu er verið að ræða. Frjálslyndur sósíalismi er í sjálfu sér mótsögn, því annað hvort eru menn frjálslyndir eða sósíalistar, nema menn reyni að grundvalla sig á nýrri tegund sósíalisma, stefnu sem í raun er ekki sósíalismi, jafnaðarstefna, heldur einhver bræðingur, sem fylgjendurnir sjálfir eiga stundum erfitt með að átta sig á. Og þess vegna þurfa þeir að ganga fyrir nýtískulegu eldsneyti, sem kallast skoðanakannanir.
Stefna Samfylkingarinnar er í raun ekki jafnaðarstefna, eins og hún var búin til upphaflega. það er í raun eðlilegt, því stjórnmálastefnur breytast í tímans rás. Þannig tók Frjálslyndi flokkurinn í raun yfir Íhaldsflokkinn 1929 og úr varð Sjálfstæðisflokkurinn - frjálslyndur íhaldsflokkur! En hvað á barnið að heita, þegar frjálslynd jafnaðarstefna er hvorki frjálslynd né jafnaðarstefna...ef miðað er við hinar klassísku skilgreiningar þessara hugtaka.
Hér á blogginu var minnst á orðið "nýkonnar", þ.e. "ný-íhaldsmenn - neo-conservatives" í tengslum við grein VL í Lesbókinni (þar sem þetta var stafað "nýkommar", vísast af prófarkalesara). Eins mætti nefna þessa samsuðu Samfylkingarinnar úr hægri og vinstri í rauðahafssokkið miðjumoð "ný-sósíalismi" eða "ný-jafnaðarstefna" eða "þriðja leiðin"....eða "nýkommar", eins og réttast væri að kalla hana. Spurning er þá, hvort það verða "nýkonnar" eða "nýkommar" sem munu standa uppi með pálmann í höndunum í vor?
Og nú er ég kominn í hring um sjálfan mig, eins og hundurinn sem elti skottið á sér...og held að þá sé best að hætta...en niðurstaðan úr þessari flækju er, að "nýkommarnir" í Samfó hafa haft þrjá formenn, ef ég man rétt, allt gamla "komma". Það er ekki nóg að breyta bara um nafn...til að sækja fram, að þessu sinni, þarf að skipta um fólk. Hvernig eiga nýkommar að sækja fram, með sama gamla vælið í farteskinu, og sama gamla fólkið að breiða það út? Það er ekki nog að skipta um umbúðir, þegar söluvaran er komin yfir síðasta söludag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. janúar 2007
Íslendingar byrjaðir að selja vopn til erlendra herja!
Jæja, þá erum við Íslendingar byrjaðir að selja kafbáta til erlendra sjóherja! Væri ekki bara málið, að í stað þess að troða niður álverum, að við opnum eins og 3-4 hergagnaverksmiðjur, t.d. á Húsavík, Helguvík, og víðar. Þetta gæti orðið góður bissness. Er ég viss um að Vinstri græn fagna þessari hugmynd mjög, því "allt er betra en álverin".
Saga | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)