Fleiri aftökur í Írak

irakÆ, nei, hvorki fleiri aftökur né álver. Persónulega hafði ég ekkert á móti aftöku Saddams -- taldi að hann ætti enga miskunn skilda. En um þessa tvo menn er ég ekki viss -- rétt eins og ég er hlynntur álverum, en tel að nú sé þetta orðið gott. Það er ekki endalaust hægt að syndga upp á náðina.

Þótt ég þykist vita, að þessir gaurar séu fúlmenni hin verstu, þá efa ég ekki, að fjöldinn allur af "grimmdarverkum", sem á þá er borinn, hafi verið gjörður eða fyrirskipaður að "ofan", þ.e. frá Saddam eða sonum hans, og þessir menn hlýtt. En jafn víst tel ég, að þeir hafi stundum hafi þeir tekið upp hjá sér einhver óhæfuverk, án þess að spyrja Saddam. En ég veit ekki hvort heimurinn verði eitthvað betri við að hengja þessa tvo. Þetta er auðvitað írakst innanríkismál, en manni finnst þetta óþarfi að þessu sinni. Nóg að hafa búið til einn píslarvott þessar vikurnar.

En ég verð þó að viðurkenna, að ég hef enga betri lausn...en "er nauðsynlegt að skjóta þá?"

Síðan má ég til að lauma aðeins inn að lokum, að innan Íraks eru vafalaust margir, sem hafa fleiri saklaus líf á samviskunni en þessir tveir.

 


mbl.is Samverkamenn Saddams Husseins verða líflátnir í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband