Börnin þrjú og henging Saddams

Maður hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar fyrst, til hvers í ósköpunum eru sjónvarpsstöðvar að sýna þennan atburð og það á besta tíma? Í öðru lagi, hverig geta börn skipulagt hengingu og framkvæmt hana? Í þriðja lagi, hvað á nú að gera við þennan aula, sem tók henginguna upp í óleyfi og lak á netið?

En um henginguna. Ég las hér einhverns staðar á blogginu í gær mjög merkilega pælingu, þar sem dæmið var sett upp eftirfarandi:

Íslendingar hefja hvalveiðar með þær röksemdir, að burtséð frá þeim áhrifum, sem hvalveiðar hafi á almenningsálit og þær afleiðingar sem þær hafa á vild Íslendinga á alheimsvísu, er þetta einkamál Íslendinga, sjálfstæðrar þjóðar sem hefur ákvörðunarvald í þessu máli, ekki einhverjir kallar úti í heimi. En hvernig geta þá þeir sömu gagnrýnt hengingu Saddams, sem var hengdur af Írökum í samræmi við dóm íraskra dómstóla?

Þetta er í sjálfu sér ágætis pæling og í meginatriðum rétt hugsun að baki. En munurinn er og var, að enginn mun drepa neinn eða sprengja sig og aðra í loft upp vegna hvalveiða Íslendinga, meðan hætta er á slíku vegna hengingar Saddams. Svo ekki sé talað um þá, sem drepa sjálfa sig vegna þessa atburðar.

En annars skil ég ekki, hvernig menn geta hengt sig vegna þessa erkiþrjóts og fjöldamorðingja. Saddam er ekki "æðri málstaður", sem vert er að deyja fyrir.

 


mbl.is Þrjú börn frömdu sjálfsmorð eftir að þau horfðu á aftöku Saddams í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Svarið við þessari spurningu er einfalt.  Í  öðru tilvikinu er um að ræða  dýraveiðar, sem stundaðar hafa verið til manneldis í margar aldir og eru ekki frábrugðnar öðrum dýraveiðum á neinn hátt. 

Í hinu tilvikinu er um að ræða aftöku á mannveru, sem er gróft mannréttindabrot skv. mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sama hver á í hlut, jafnvel þegar um er að ræða vonda karla.  

Júlíus Valsson, 6.1.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, hvalir hafa nú verið betur verndaðir af alþjóðasáttmálum en vondir einræðisherrar.

Snorri Bergz, 6.1.2007 kl. 14:55

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Þeir þyrftu að fá sér góða lobbýista!

Júlíus Valsson, 6.1.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband