Nafnið tryggir

Já, VG virðist lunkið að ganga í gildrur, bæði VG í Noregi og hér á Íslandi. Hið íslenska VG hefur nefnilega líka látið plata sig, jafnvel þótt enginn hafi skipulega reynt að gabba flokkinn, heldur fundið snyrtilegar sjálfskapargildrur og anað beint í þær.

En síðan anar Mogginn í allar mögulegar "gildrur" sem finnast í íslensku máli, bæði eiginlegar gildrur og síðan sjálfskapargildrur, en blaðið hefur því miður hætt að reyna að skrifa fréttir á góðu, íslensku máli. Fréttirnar eru merkilega oft illa unnar og óvandaðar, og málfarið og málfræðin oft á tíðum fyrir neðan allar hellur. Og þetta gengur svona mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, a.m.k. á mbl.is. Og stjórnendur blaðsins virðast ekki reyna mikið a.m.k. að bæta þar úr.

Nýjasta snilldin er úr þessari frétt:

"Þá hafi blaðið ákveðið að treysta heimildarmanninum enda kom hann fram undir fullu nafni og sendi blaðinu af sér mynd."


Æ, er ekki kominn tími til að Mogginn ráði prófarkalesara sem lesi fréttir áður en þær fara í loftið? Eða þá að ráða blaðamenn sem eru betur skrifandi?


mbl.is VG gekk í gildru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bangsinn & ólympían

Jæja, nú styttist í ólympíuleikana og Bangsinn kemur til leiks í betra formi en áður. Það er glæsilegt. Maður getur eiginlega ekki ímyndað sér landsliðið, sérstaklega varnarleikinn, án Bangsa. Síðan skilst mér að hann sé ómissandi í liðið svona "móralskt séð", prakkari, eiginlega snorrískur á stundum.

EN þrátt fyrir tap gegn Spánverjum í gær held ég að liðið sé að smella saman. Levítinn átti magnaða leiki þarna um daginn og nú kemur Björgvin Gústavs inn með stæl. Nú þarf bara að dáleiða markagræðgi í Óla Stef og þá verður þetta í góðu lagi á ólympíunni.

En þar verður Bangsinn afar nauðsynlegur. Fyrir utan allt annað er það ómissandi fyrir áhorfendur að sjá þetta barnslega einlæga tröll gráta af gleði við sigur, sýna furðusvip og undra sig á hverjum einasta brottrekstri, horfa á furðusvip mótherjanna þegar þeir hrökkva af honum, osfrv.

Ég efa ekki að það sé krafa landsmanna að Fúsi fari á Ól. Hann er einfaldlega ómissandi í landsliðið. Áfram Fúsi.


mbl.is „Takk fyrir mig, Eggert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólksstraumur úr bænum

Nú, varla voru Björk og Sigurrós með tónleika um þessa helgi líka? Wink
mbl.is Talsverð umferð út úr bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar slapp góður biti úr hundskjafti

Segi nú ekki annað. Bomban er þá semsagt á lausu.

En hvernig væri að neita Berthu um landgönguleyfi en fá Sölmu hingað í staðinn?


mbl.is Hayek og Pinault slíta trúlofun sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evra fyrir dómi!

Ætli Evran fari ekki að lækka bara, úr því hún er nánast komin á sakaskrá?
mbl.is Evra ákærður og Ferdinand fékk viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýraníð: gömul saga af dýraníði á Íslandi

Best að lauma þessu að gamni. Efni sem ég þurrkaði út úr M.A. ritgerð minni í handriti.

------

 

Alvarlegasta hegningarlagabrot Norð­manna átti sér þó stað á Siglufirði 1913. Norsk­­ur vélameistari af skipinu Borðeyri var fundinn sekur um að „gaufa eitt­­hvað við rauð[a] hryssu" og hafa „það háttalag sem hann vildi hafa kyn­ferðis­um­­­gang við hrossið." Annað vitni að athæfi Norð­manns­­ins sá „í sjón­auka... glöggt að hann hafði þar viðleitni í fr­am­an­­greinds fram­ferðis við hrossin, hvert ept­ir annað, sá hann þannig glöggt í sjón­­auk­ann, er hann mið­aði upp um hross­in, og er einnig að hann hafði bræk­ur niðri og hneppti þær." Vitni voru sammála um, að óljóst væri um árangur manns­ins af þessu at­­ferli sínu. Maðurinn var færður til læknis­skoðunar og komst héraðs­læknir­inn á Akureyri að þeirri niðurstöðu, að vélameist­arinn væri bæði heil­brigður á líkama og sál, en mjög drukkinn.[1] Sök­­um alvar­leika athæfisins var málið bor­ið á borð Einars Arnórssonar ráð­­herra, sem lét í ljós skoðun sína á mál­inu.

 

Sterkar líkur -þó naumast full sönnun- eru fyrir því að að norðmaður­inn [NN] hafi gjört sig sekan í tilraun til brots gegn 178. gr. hegningar­lag­anna. Hins vegar er það sannað að kærði þennan dag var útúr drukk­inn og held­ur hann því fram að hann muni ekkert eptir sjer mikinn hluta af þeim degi og að hann minnist alls ekki að hafa aðhafðst um­ræddan glæp eða gjört tilraun til þess. Maðurinn fær gott orð, á konu og börn í Noregi og lifir góðu heim­ilislífi.

     Þar sem allar líkur eru til að maður þessi hafi verið viti sínu fjær, er hann gjörði umræddar tilraunir, virðist mjer full ástæða til eptir at­vikum að máls­sókn sje slept.

 

Skoðun Einars Arnórsonar var þó ekki umdeild. Klemens Jónsson landritari taldi það „alveg forsvaranlegt að láta málssókn falla niður. En áfall­inn kostnað verður á­kærði að greiða."[2] Lyktir málsins urðu þó þær sem ráð­herra boðaði.

 

 

[1] ÞÍ. Stj. Ísl. I, db. 4/43: Afskrift frá lögreglurétti Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 23. ágúst 1913.

[2] Sama heimild, ráðherra til Klemensar Jónssonar, 25. sept. 1913. Handskrifuð athugasemd Klemensar.


mbl.is Breti handtekinn fyrir dýraníð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, það vil ég ekki

Auðveldara er bara að fá sér kött.
mbl.is Viltu hljóma eins og Björk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Gore að missa það?

Ja, ég er ekki viss um að hann hafi nokkurn tíma "haft það". Hann er svona eins og margir aðrir "Samfylkingarmenn", all mouth, no action: Popúlisti sem orðinn er frægur á að taka að sér málsvörn fyrir vinsæl málefni.


mbl.is Hvetur Bandaríkjamenn til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feitir Suðurríkjamenn

Já, þekki þetta. Þyngdist um 10 kíló á nokkrum mánuðum, aðallega af Popeye's Chicken og öðrum djúpsteiktum óþverra. 

Síðan er bara samfélagsmenning Kananna mjög úr takti við allt sem heitir almenn skynsemi. Þessi skyndibitamenning hefur gert þá feita og tregða til hreyfingar og heilbrigðar vinnu hefur ekki bætt úr skák.

En mér leið vel þarna "suðurfrá". Hafði það ágætt og var á meðal grennstu manna á svæðinu! Og þrátt fyrir að vera bara í Virginíu!


mbl.is Þriðji hver íbúi of feitur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríman fellur

Jæja, þrátt fyrir allt meiköppið og kapítalísku grímuna er kommúnismi bara kommúnismi, þegar eyrun koma fram undan húfunni.

Hryggilegt að þetta eitt mesta menningarríki sögunnar skuli láta svona.


mbl.is Hert eftilit með listamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband