Dýraníð: gömul saga af dýraníði á Íslandi

Best að lauma þessu að gamni. Efni sem ég þurrkaði út úr M.A. ritgerð minni í handriti.

------

 

Alvarlegasta hegningarlagabrot Norð­manna átti sér þó stað á Siglufirði 1913. Norsk­­ur vélameistari af skipinu Borðeyri var fundinn sekur um að „gaufa eitt­­hvað við rauð[a] hryssu" og hafa „það háttalag sem hann vildi hafa kyn­ferðis­um­­­gang við hrossið." Annað vitni að athæfi Norð­manns­­ins sá „í sjón­auka... glöggt að hann hafði þar viðleitni í fr­am­an­­greinds fram­ferðis við hrossin, hvert ept­ir annað, sá hann þannig glöggt í sjón­­auk­ann, er hann mið­aði upp um hross­in, og er einnig að hann hafði bræk­ur niðri og hneppti þær." Vitni voru sammála um, að óljóst væri um árangur manns­ins af þessu at­­ferli sínu. Maðurinn var færður til læknis­skoðunar og komst héraðs­læknir­inn á Akureyri að þeirri niðurstöðu, að vélameist­arinn væri bæði heil­brigður á líkama og sál, en mjög drukkinn.[1] Sök­­um alvar­leika athæfisins var málið bor­ið á borð Einars Arnórssonar ráð­­herra, sem lét í ljós skoðun sína á mál­inu.

 

Sterkar líkur -þó naumast full sönnun- eru fyrir því að að norðmaður­inn [NN] hafi gjört sig sekan í tilraun til brots gegn 178. gr. hegningar­lag­anna. Hins vegar er það sannað að kærði þennan dag var útúr drukk­inn og held­ur hann því fram að hann muni ekkert eptir sjer mikinn hluta af þeim degi og að hann minnist alls ekki að hafa aðhafðst um­ræddan glæp eða gjört tilraun til þess. Maðurinn fær gott orð, á konu og börn í Noregi og lifir góðu heim­ilislífi.

     Þar sem allar líkur eru til að maður þessi hafi verið viti sínu fjær, er hann gjörði umræddar tilraunir, virðist mjer full ástæða til eptir at­vikum að máls­sókn sje slept.

 

Skoðun Einars Arnórsonar var þó ekki umdeild. Klemens Jónsson landritari taldi það „alveg forsvaranlegt að láta málssókn falla niður. En áfall­inn kostnað verður á­kærði að greiða."[2] Lyktir málsins urðu þó þær sem ráð­herra boðaði.

 

 

[1] ÞÍ. Stj. Ísl. I, db. 4/43: Afskrift frá lögreglurétti Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 23. ágúst 1913.

[2] Sama heimild, ráðherra til Klemensar Jónssonar, 25. sept. 1913. Handskrifuð athugasemd Klemensar.


mbl.is Breti handtekinn fyrir dýraníð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband