Sunnudagur, 20. júlí 2008
Goodbye Guðjón
Mér sýnist allt stefna í að Skaginn falli og að þjálfarinn falli áður. En ég fatta þetta ekki. Skaginn er með góðan mannskap og þjálfara sem á amk að vera góður og væri góður ef hann myndi leyfa leikmönnunum að fara framyfir miðju.
Ég spái því að Inga Jóna Þórðardóttir taki við Skaganum og haldi liðinu uppi!
Æjá, eða Óli Þórðar og að 5 mótherjar slasist alvarlega í leikjum gegn Skaganum fram til hausts.
![]() |
Blikar kafsigldu Skagamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Grimmileg aftaka
Æ, ef Íranir vilja taka fólk þetta af lífi af hverju geta þeir ekki skotið það bara eða sprautað. Hér er verið að viðhalda 8. aldar systemi, eins og í svo mörgu öðru.
Jörðin snýst...heimurinn þróast...víðast hvar.
![]() |
Níu manns bíða þess að vera grýtt til bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Guðjón rekinn frá ÍA?
Ja, skv. mínum heimildum verður Guðjón Þórðarson rekinn ef Skagaliðið tapar í kvöld, a.m.k. að öllu óbreyttu.
Og ekki aukast líkurnar hjá Skaganum, ef 17 ára óreyndur strákur spilar í markinu gegn frískum Blikum með Rajkomar, Marel og Jóhann Berg (eða hvað hann heitir aftur) í fremstu víglínu.+
En samt veit maður aldrei...Guðjón á vini víða og eflaust hefur Skaginn varla efni á því að reka Guðjón, ef hann fær virkilega milljón á mánuði!!
En Skaginn hefur heldur ekki efni á að hafann áfram.
En allt gengur á afturfótunum hjá Guðjóni. Mágur hans Geir Hilmar Haarde hefur nú ákveðið að hætta að fylgja ráðleggingum Guðjóns í efnahagsmálum, en þær fólust í; liggja aftur og verjast, hefja síðan gagnsókn ef mótherjinn gefur færi á sér.
![]() |
Madsen fingurbrotinn og leikur ekki með ÍA næstu vikurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Enn eitt ísbjarnadellumálið
Þetta er orðið þreytt.is. Nú þarf bara að setja ísbjarnaeftirlitsmenn eftir norðurströndinni, fullvopnaða með byssum og frystum selshræjum.
Og láta þyrluna í friði. Það má vísast nota hana í eitthvað betra.
![]() |
Ísbirnir á Hornströndum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Hvíti hákarlinn rennur á blóðbragðið!
Ég spila ekki golf. Hef voðalega lítinn áhuga á golfi, en fylgist þó einstaka sinnum með.
Nú er líklegt að maður komi sér fyrir og kíki á Greg Norman klára þetta mót með stæl. Hann var afskrifaður af flestum fyrir mótið, en voila!
![]() |
Norman er efstur fyrir lokadaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Tveir ólíkir, en af sama meiði
Jahérna. Þetta er mjög merkilegt. Tvíburar fæðast. Móðirin frá Ghana, pabbinn þýskur. Annað barnið hvítt, hitt litað.
Þetta er svona eins og með Ögmund Jónasson og Steingrím Joð. Þegar annar þeirra rekur við, kemur prumpufýla af hinum.
![]() |
Mislitir tvíburar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Spænski leikurinn
kom líka upp í skák í dag á alþjóðlegu skákmóti Hellismafíunnar. Spánverjinn fór halloka þar líka, rétt eins og í leiknum hjá strákunum.
Glæsilega gert. Áfram Ísland
![]() |
Ísland vann stórsigur á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Hvað er löggan eiginlega að gera?
Ja, skemmtileg mynd með þessari frétt. Af henni má ráða að löggan sé að pissa þarna úti í óbyggðum.
Drakk hann of mikið vatnslosandi te með kleinuhringjunum?
![]() |
Einn handtekinn í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Örlitlar breytingar
![]() |
Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. júlí 2008
Rakararnir þenja gúlinn
![]() |
Stöðvuðu vinnu í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)