Nafnið tryggir

Já, VG virðist lunkið að ganga í gildrur, bæði VG í Noregi og hér á Íslandi. Hið íslenska VG hefur nefnilega líka látið plata sig, jafnvel þótt enginn hafi skipulega reynt að gabba flokkinn, heldur fundið snyrtilegar sjálfskapargildrur og anað beint í þær.

En síðan anar Mogginn í allar mögulegar "gildrur" sem finnast í íslensku máli, bæði eiginlegar gildrur og síðan sjálfskapargildrur, en blaðið hefur því miður hætt að reyna að skrifa fréttir á góðu, íslensku máli. Fréttirnar eru merkilega oft illa unnar og óvandaðar, og málfarið og málfræðin oft á tíðum fyrir neðan allar hellur. Og þetta gengur svona mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, a.m.k. á mbl.is. Og stjórnendur blaðsins virðast ekki reyna mikið a.m.k. að bæta þar úr.

Nýjasta snilldin er úr þessari frétt:

"Þá hafi blaðið ákveðið að treysta heimildarmanninum enda kom hann fram undir fullu nafni og sendi blaðinu af sér mynd."


Æ, er ekki kominn tími til að Mogginn ráði prófarkalesara sem lesi fréttir áður en þær fara í loftið? Eða þá að ráða blaðamenn sem eru betur skrifandi?


mbl.is VG gekk í gildru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´  

Til viðbótar vizku Mbl. blaðamanna; "Rakfiskur er grafinn og hálfúldinn silungur sem getur víst lyktað svipað og hákarl."

Rakfistkur er sannarlega grafinn eins og hákarl.  Hann lyktar svipað og hákarl. En hvorki rakfiskur né hákarl eru hálfúldnir.   Þeir eru báðir "kæstir", sem þýðir að þeir hafi hvorki úldnað né hálfúldnað.  Blaðamaðurinn þarf að læra hvað "kæsing" er.  Þú borðar "kæst" þá er það næring.  Þú borðar hálfúldið eða úldið og þú drepst eða, í besta falli verður fárveikur. 

Spakmælið segir: "Illt er að eiga Framsóknarmann fyrir vin, en verra er að eiga blaðamann að trúnaðarvini."  Tilvitnun: "Einhver Hafskipsmaður frá fyrri tíð."

Kveðja, Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 19.7.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, mér sýnist Moggamenn vera frekar þunnskipaðir núna. Sennilega sumarfrí og menntaskólakrakkar í afleysingum.

A.m.k. er erfitt að útskýra ástandið á Mogganum öðruvísi. Það er oft skrautlegt að lesa skrif manna þarna, bæði hvað snertir almenna þekkingu viðkomandi og framsetningu.

En "viska" Moggamanna ríður vart við einteiming um þessar mundir.

Snorri Bergz, 19.7.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband