Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Kosningaloforð Framsóknar - fögur loforð, en...?
Jæja, loforðalisti Framsóknar kominn út. Sjáum til:
- Áframhaldandi uppbygging samkeppnisfærs atvinnulífs og afkomuöryggi í öllum byggðum.
- Atvinnuþróun nái til alls landsins og háskólanám verði eflt enn frekar.
- Skattleysismörk verði 100 þúsund krónur og stimpilgjöld verði afnumin.
- Lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat.
- Eingöngu verði einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
- Frítekjumark á atvinnutekjur lífeyrisþega verði hækkað og frítekjumark verði sett á greiðslur úr lífeyrissjóðum.
- Víðtæk sátt verði um þjóðareign á auðlindum og stofnaður auðlindasjóður þjóðarinnar.
- Gerð verði verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl.
- Dregið verði úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni.
- Þjóðvegir frá höfuðborginni verði tvöfaldaðir og unnið verði að jarðgangagerð á 2-3 stöðum samtímis næstu áratugi.
- Fjármagn og mannafli lögreglu verði aukin.
- Nú jafnréttislöggjöf verði sett sem afnemur skyldu starfsmanna til launaleyndar og jafnar stöðu karla og kvenna í nefndum og ráðum.
- 12 mánaða fæðingarorlof og gjaldfrjáls leikskóli í samvinnu við sveitarfélög.
- Virðisaukaskattur á lyfjum og barnavörum lækki í 7%.
- Ókeypis tannvernd verði til 18 ára aldurs.
- Námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf.
Þetta eru fögur loforð og eiginlega er ég sammála þessu öllu í aðal atriðum. En eru þetta ekki meira og minna atriði, sem allir flokkarnir vilja í einni eða annarri mynd?
En hvað hafa Framsóknarmenn verið að gera í ríkisstjórn síðustu 12 árin? Því miður get ég trúað, að þeim verði ekki trúað!
![]() |
Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Fleiri fréttir af Britney
Jæja, eins og maður hefur nú andfílað þessar stöðugu fréttir af Britney hér á Mogganum, fagna ég þessari.
Gott að stelpukindin sé að ná áttum og finna sér traustan gaur, sem gæti jafnvel reynst henni vel!?
![]() |
Britney á föstu með rúmlega tveggja metra körfuboltamanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Nú er manni öllum lokið
Ætlar þessi vitleysa með veslings barnið að halda áfram?
Ég spyr síðan: Er Tom Cruise genginn af göflunum?
![]() |
Suri fer vikulega í klippingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Konur hverfa...
...líka frá Samfylkingunni. :)
Kannski er þetta allt eintóm samsæri?
![]() |
Lýst eftir konu á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Öfgamennirnir halda áfram að þenja sig
Með sömu röksemd ættu Íslendingar ekki að versla við Baug, sem verslar í Bretlandi, sem er í stríði í Írak.
Þetta er eins og á leikskólastiginu.
![]() |
Bresk hvalaverndunarsamtök hvetja stórverslanir til að sniðganga fisk frá HB Granda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Lélegur húmor...lélegt yfirklór
Æ, aumingja maðurinn. En við verðum víst að fyrirgefa honum. Hann er Kani og veit ekki hvað hann gerir.
En burtséð frá því, hvort þetta hafi verið alvara eða grín, þá skrifa menn ekki svona. Hann ætti í raun að vera handtekinn fyrir að hvetja til árásar á ríki og fyrir að segja eða skrifa hið hrikalega orð "sprengja" á opinberum vettvangi.
![]() |
Biður þjóðina afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Íranir að smíða kjarnorkusprengju?
Klerkastjórnin ætlar sér að stofna nýtt khalífaríki, undir stjórn Írans, sagði einn af foringjum íranskra útlaga við mig, þegar ég ræddi við hann forðum. En lið þetta er spillt inn að kjarna, sagði hann.
Maður þessi var lögfræðingur, þekktur lögfræðingur í Teheran. Hann átti merkilega sögu að baki, en ég mun vísast greina frá henni einn góðan veðurdag. Ég hafði verið að prófarkalesa og yfirfara ævisögu hans, "Walk to the Heights", og var boðinn í íranskt kaffi.
Hann veitti því reyndar athygli, að ég var kvefaður. Já, það er hægt að fá kvef á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann tók nú nokkra appelsínuberki af ofninum, setti þá í heitt vatn, setti einhverjar jurtir út í og lét mig drekka. Það leið ekki á löngu uns kvefið var batnað! Kannski Actavis ætti að kaupa af honum uppskriftina? "Gamalt íranskt húsráð", sagði hann glottandi.
Hann sagði mér, að í stöðu sinni hefði hann haft mikil samskipti við klerkastjórnina, jafnvel menn úr æðstu stöðum. Já, þeir sýnist heittrúaðir og tali þannig, en meðan þeir berjast í orði kveðnu gegn eiturlyfjanotkun og vændi (sem eigi að vera vestræn ósiðmenning), þurfi hann að redda þeim bæði dópi og mellum, og skaffa þeim stað til að athafna sig í friði. Já, annars fengi hann engin verkefni fyrir ríkið!
Hann naut fyllsta trausts klerkastjórnarinnar, þótt hann hefði áður verið í efsta sæti á "hitlista" Írana, enda fyrrum leiðtogi lífvarðarsveita keisarans og foringi hryðjuverkahóps, sem hafði valdið Íran miklum skaða. En maður þessi var óhamingjusamur. Hann hafði reynt að fremja sjálfsmorð, en ekki tekist. Hann ákvað því að binda enda á líf sitt og flaug til Teheran. Hann átti von á, að nú yrði hann örugglega tekinn af lífi.
En Khomeini var svo ánægður að sjá "týnda soninn snúa aftur", að honum var fyrirgefið allt og fékk höfðinglegar móttökur.
En ballið kláraðist þegar hann rak mál íranskra herflugmanna gegn ríkinu, en laun þeirra höfðu "horfið" í kerfinu. Hann frétti síðar, að það hefði verið eiginkona Khomeinis sem þar átti í hlut.
En þessi maður, sem átti enn eftir að lenda í hasar, vitnaði í orð, sem háttsettir klerkar höfðu sagt honum, jafnan vel drukknir. Já, við ætlum að breiða byltinguna út, við ætlum að stofna íslamskt kalífaríki, undir forystu Írana. Við munum taka yfir Líbanon (hafa nánast gert það) og Írak (dittó), og síðan færa okkur vestur. Já, Saudarnir halda Mekka sem höfuðstað íslams, eða súnni íslams. En sjíarnir í Íran vilja Damaskus, fyrstu höfuðborg kalífanna (en Sýrlendingar eru bandamenn þeirra) eða Jerúsalem, sem væri enn betri kostur.
Já, maður þessi, JH, sagði við mig: "Líttu út um gluggann, sjáðu þessa helgu borg, Jerúsalem. VIltu að þessi borg falli í hendur klerkanna"?
Nei, það vildi ég ekki.
![]() |
Bandaríkin bregðast ókvæða við kjarnorkuyfirlýsingu Írana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 9. apríl 2007
"The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing"
Jæja, var að klára að horfa á Hitler: The Rise of Evil. Titill þessa pistils er það fyrsta sem maður sér.
Þetta var meiri háttar áfall. Fyrsta atriðið sem maður sér með Hitler, sem þá var smástrákur, var þegar hann gekk inn í skrifstofuna, þar sem faðir hans hafði áður starfað, og hafði á höfðinu nákvæmlega eins týrólahatt og ég á! Hann sást með svipaðan hatt síðar.
Eg hafði séð þessa þætti í sjónvarpinu, en ekki fylgst nógu vel með. En þetta var alveg agalegt að horfa á. Hvernig gat þessi menningarþjóð látið svona ganga yfir sig?
En jæja, nú stefnir allt í, að Evrópa sé á svipaðri leið og þá. Hatur og illska er ekki lengur taboo, það er ekki lengur slæmt að hata og vilja drepa, ef fórnarlambið má missa sig. Jafnvel í Bretlandi virðast hin hefðbundnu fórnarlömb enn á ný verið valin, til að friða ófriðarseggina, rétt eins og í Munchen 1938. Og þetta er bara enn eitt dæmið. Hið sama er að gerast út um allan heim.
"The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing" (Edmund Burke, 18. öld).
Mánudagur, 9. apríl 2007
Áfangi
Jæja, þetta var stutt og laggott. Það vissu allir skákmenn, að við Ingvar myndum semja jafntefli!
1. Við semjum jafnan jafntefli hvort sem er. Gagnkvæm virðing býst ég við.
2. Ég hefði aldrei farið að tefla til sigurs, þegar svona mikið var í húfi hjá félaganum
3. Ég er friðsamur að eðlisfari.
EN jæja, skemmtilegu móti er lokið og nýtt að hefjast, Reykjavik International.
![]() |
Náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 9. apríl 2007
Triumph des Willens (1935)
Jæja, ég hef verið í upprifjunum á síðustu mánuðum, með hléuum reyndar. Mér tókst að komast áfallalaust í gegnum 30 þætti af Battlefield (af History Channel) og ýmsum öðrum myndum frá Síðari heimsstyrjöld. Tímabilið frá 1918-1945 er mitt helsta áhugasvið í sögunni, þó vissulega sé ég með almennan áhuga á sögunni sem slíkri. En þetta tímabil heillar mig mest.
Ég horfði í morgun á tvær heimildamyndir um síðustu daga Hitlers. Úff, mikið ósköp var kallinn steiktur. Endalok hans voru þó öðruvísi en t.d. Stalíns. AH drap sig, hugsanlega bæði með eitri og byssuskoti. Og nánustu samverkamenn hans, þeir sem ekki voru flúnir, fylgdu á eftir.
En Stalín þurfti ekki að drepa sig. Hann veiktist, og nánustu samstarfsmenn hans leyfðu honum að deyja. Þeir kölluðu ekki á lækni fyrr en það var orðið of seint að bjarga honum. Og bestu læknarnir höfðu þegar verið ofsóttir og fangelsaðir, enda Gyðingar. Reyndar sagði nánasti samstarfsmaður hans frá þriðja áratugnum, slátrarinn Kaganovich, að hann hefði eitrað fyrir Stalín. Ég man þó ekki fyrir víst, en mig minnir að Stalín hafi í lokin verið giftur systur Kaganovich. En jæja, aftur að efninu.
Nú er að renna í gegn mynd Leni Riefenstahl, Sigur viljans frá 1935, ein snjallasta áróðursmynd allra tíma.
Ég hef svosem séð þetta allt áður. Hef séð fjöldann allan af myndum frá Þriðja ríkinu, og lesið helling af bókum, sem ég hef safnað að mér í gegnum tíðina.
En þarna eru allir glaðir og reifir. Allt er í lukkunnar velstandi, eins og skáldið sagði. Þessi ímynd af Þýskalandi var fölsk. Þar bjuggu milljónir manna við stöðugan ótta, t.d. Gyðingar, kommúnistar, sósíaldemókratar og ýmsir aðrir. Þeir sjást auðvitað hvergi með súran svip. Allt var svo fagurt í Þýskalandi 1934. Einu sinni var allt í rústum í Þýskalandi, sagði einn vinsamlegur íslenskur ferðalangur, en þar er nú enginn "dónaskapur lengur". Kommarnir hreinsaðir af götunum, efnahagurinn í blóma og allt í fína. En það var líka mýta. Þýskaland var að kaupa sér tíma. Vissulega hafði ástandið batnað í Þýskalandi, efnahagslega, en það var ekki grundvallað til frambúðar. Ríkið gekk fyrir lánum og skipti á umframframleiðslu og erlendum varningi. Atvinnuleysi var reyndar útrýmt en tugþúsundir voru sviftir frelsi og margir þeirra unnu "frítt" fyrir ríkið, rétt eins og Sovét.
Þessi mynd er mjög svipuð þeim, sem maður hefur séð frá Sovét, enda tvö svipuð ríki sem þarna áttu í hlut. Annað þjóðernissósíalískt, hitt alþjóðasósíalískt, en bæði fasísk ríki undir stjórn brjálaðra og morðóðra einræðisherra, og hóps já-bræðra, sem þorðu ekki annað en að hlýða, annars yrðu þeir skotnir líka. Og það sem verra var, þeir reyndu að gera sem best í því, að fara á undan foringja sínum með "góðu" fordæmi. Og báðir lærðu af hinum; nasistar tóku þrælabúðakerfið frá Rússum, og Stalín lærði á móti ýmislegt af Hitler, aðallega það af ofsækja kommúnista.
En 1939 var Þriðja ríkið af fótum komið efnahagslega. Hin mikla uppbygging, á vegum Ríkisins, hafði kostað sitt, ekki síst hvað snerti hergagnaiðnaðinn. Ríkið skuldaði t.d. Krupp gríðarlegar fjárhæðir. Stríð var eina leiðin til að viðhalda þýska ríkisbákninu. Ríkissósíalismi leiðir alltaf til efnahagserfiðleika, eins og sagan kennir. Líka hér á Íslandi.
Ein Volk, ein Reich, ein Fuhrer tjöntuðu þeir strákarnir í myndinni. Svipað sögðu menn í Sovét og á Ítalíu, t.d. Og öll þessi stjórnkerfi hrundu undan eigin þunga. Fasismi meikar ekki sens.
Alveg sama þótt fallegar myndir séu gerðar, til að villa um fyrir fólki. En hitt er svo annað mál, að í Þýskalandi 1934-35 var bjartsýni hjá þeim, sem féllu undir góða Þjóðverja, þ.e. kynhreina. Og myndin, þó villandi sé, sýnir vel þær væntingar, sem þjóð í kröggum bar.
En Þjóðverjar voru ekki jafn roggnir 1945, þegar Þýskaland var í rústum. Brjálæðingurinn Adolf Schicklgruber, a.k.a. Hitler, hafði leitt þjóðina í Ragnarök, eins og hann hafði lofað, ef hún myndi tapa stríðinu. En það var ekki sök þýsku þjóðarinnar, heldur Hitlers sjálfs, sem klúðraði stríðinu aftur og aftur með heimskulegum ákvörðunum...annars hefði nasistapestin fests á meginlandi Evrópu.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)