Íranir að smíða kjarnorkusprengju?

story_veil_afpKlerkastjórnin ætlar sér að stofna nýtt khalífaríki, undir stjórn Írans, sagði einn af foringjum íranskra útlaga við mig, þegar ég ræddi við hann forðum. En lið þetta er spillt inn að kjarna, sagði hann.

Maður þessi var lögfræðingur, þekktur lögfræðingur í Teheran. Hann átti merkilega sögu að baki, en ég mun vísast greina frá henni einn góðan veðurdag. Ég hafði verið að prófarkalesa og yfirfara ævisögu hans, "Walk to the Heights", og var boðinn í íranskt kaffi.

Hann veitti því reyndar athygli, að ég var kvefaður. Já, það er hægt að fá kvef á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann tók nú nokkra appelsínuberki af ofninum, setti þá í heitt vatn, setti einhverjar jurtir út í og lét mig drekka. Það leið ekki á löngu uns kvefið var batnað! Kannski Actavis ætti að kaupa af honum uppskriftina? "Gamalt íranskt húsráð", sagði hann glottandi.

Hann sagði mér, að í stöðu sinni hefði hann haft mikil samskipti við klerkastjórnina, jafnvel menn úr æðstu stöðum. Já, þeir sýnist heittrúaðir og tali þannig, en meðan þeir berjast í orði kveðnu gegn eiturlyfjanotkun og vændi (sem eigi að vera vestræn ósiðmenning), þurfi hann að redda þeim bæði dópi og mellum, og skaffa þeim stað til að athafna sig í friði. Já, annars fengi hann engin verkefni fyrir ríkið!

07_03_08_IraqTalks-XHann naut fyllsta trausts klerkastjórnarinnar, þótt hann hefði áður verið í efsta sæti á "hitlista" Írana, enda fyrrum leiðtogi lífvarðarsveita keisarans og foringi hryðjuverkahóps, sem hafði valdið Íran miklum skaða. En maður þessi var óhamingjusamur. Hann hafði reynt að fremja sjálfsmorð, en ekki tekist. Hann ákvað því að binda enda á líf sitt og flaug til Teheran. Hann átti von á, að nú yrði hann örugglega tekinn af lífi.

En Khomeini var svo ánægður að sjá "týnda soninn snúa aftur", að honum var fyrirgefið allt og fékk höfðinglegar móttökur.

En ballið kláraðist þegar hann rak mál íranskra herflugmanna gegn ríkinu, en laun þeirra höfðu "horfið" í kerfinu. Hann frétti síðar, að það hefði verið eiginkona Khomeinis sem þar átti í hlut.

En þessi maður, sem átti enn eftir að lenda í hasar, vitnaði í orð, sem háttsettir klerkar höfðu sagt honum, jafnan vel drukknir. Já, við ætlum að breiða byltinguna út, við ætlum að stofna íslamskt kalífaríki, undir forystu Írana. Við munum taka yfir Líbanon (hafa nánast gert það) og Írak (dittó), og síðan færa okkur vestur. Já, Saudarnir halda Mekka sem höfuðstað íslams, eða súnni íslams. En sjíarnir í Íran vilja Damaskus, fyrstu höfuðborg kalífanna (en Sýrlendingar eru bandamenn þeirra) eða Jerúsalem, sem væri enn betri kostur.

Já, maður þessi, JH, sagði við mig: "Líttu út um gluggann, sjáðu þessa helgu borg, Jerúsalem. VIltu að þessi borg falli í hendur klerkanna"?

Nei, það vildi ég ekki.


mbl.is Bandaríkin bregðast ókvæða við kjarnorkuyfirlýsingu Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband