Triumph des Willens (1935)

Jæja, ég hef verið í upprifjunum á síðustu mánuðum, með hléuum reyndar. Mér tókst að komast áfallalaust í gegnum 30 þætti af Battlefield (af History Channel) og ýmsum öðrum myndum frá Síðari heimsstyrjöld. Tímabilið frá 1918-1945 er mitt helsta áhugasvið í sögunni, þó vissulega sé ég með almennan áhuga á sögunni sem slíkri. En þetta tímabil heillar mig mest.

imagesCAV014ZHÉg horfði í morgun á tvær heimildamyndir um síðustu daga Hitlers. Úff, mikið ósköp var kallinn steiktur. Endalok hans voru þó öðruvísi en t.d. Stalíns. AH drap sig, hugsanlega bæði með eitri og byssuskoti. Og nánustu samverkamenn hans, þeir sem ekki voru flúnir, fylgdu á eftir.

En Stalín þurfti ekki að drepa sig. Hann veiktist, og nánustu samstarfsmenn hans leyfðu honum að deyja. Þeir kölluðu ekki á lækni fyrr en það var orðið of seint að bjarga honum. Og bestu læknarnir höfðu þegar verið ofsóttir og fangelsaðir, enda Gyðingar. Reyndar sagði nánasti samstarfsmaður hans frá þriðja áratugnum, slátrarinn Kaganovich, að hann hefði eitrað fyrir Stalín. Ég man þó ekki fyrir víst, en mig minnir að Stalín hafi í lokin verið giftur systur Kaganovich. En jæja, aftur að efninu.

63mNú er að renna í gegn mynd Leni Riefenstahl, Sigur viljans frá 1935, ein snjallasta áróðursmynd allra tíma.

Ég hef svosem séð þetta allt áður. Hef séð fjöldann allan af myndum frá Þriðja ríkinu, og lesið helling af bókum, sem ég hef safnað að mér í gegnum tíðina.

En þarna eru allir glaðir og reifir. Allt er í lukkunnar velstandi, eins og skáldið sagði. Þessi ímynd af Þýskalandi var fölsk. Þar bjuggu milljónir manna við stöðugan ótta, t.d. Gyðingar, kommúnistar, sósíaldemókratar og ýmsir aðrir. Þeir sjást auðvitað hvergi með súran svip.  Allt var svo fagurt í Þýskalandi 1934. Einu sinni var allt í rústum í Þýskalandi, sagði einn vinsamlegur íslenskur ferðalangur, en þar er nú enginn "dónaskapur lengur". Kommarnir hreinsaðir af götunum, efnahagurinn í blóma og allt í fína. En það var líka mýta. Þýskaland var að kaupa sér tíma. Vissulega hafði ástandið batnað í Þýskalandi, efnahagslega, en það var ekki grundvallað til frambúðar. Ríkið gekk fyrir lánum og skipti á umframframleiðslu og erlendum varningi. Atvinnuleysi var reyndar útrýmt en tugþúsundir voru sviftir frelsi og margir þeirra  unnu "frítt" fyrir ríkið, rétt eins og Sovét.

imagesCAS4RTPGÞessi mynd er mjög svipuð þeim, sem maður hefur séð frá Sovét, enda tvö svipuð ríki sem þarna áttu í hlut. Annað þjóðernissósíalískt, hitt alþjóðasósíalískt, en bæði fasísk ríki undir stjórn brjálaðra og morðóðra einræðisherra, og hóps já-bræðra, sem þorðu ekki annað en að hlýða, annars yrðu þeir skotnir líka. Og það sem verra var, þeir reyndu að gera sem best í því, að fara á undan foringja sínum með "góðu" fordæmi. Og báðir lærðu af hinum; nasistar tóku þrælabúðakerfið frá Rússum, og Stalín lærði á móti ýmislegt af Hitler, aðallega það af ofsækja kommúnista.

En 1939 var Þriðja ríkið af fótum komið efnahagslega. Hin mikla uppbygging, á vegum Ríkisins, hafði kostað sitt, ekki síst hvað snerti hergagnaiðnaðinn. Ríkið skuldaði t.d. Krupp gríðarlegar fjárhæðir. Stríð var eina leiðin til að viðhalda þýska ríkisbákninu. Ríkissósíalismi leiðir alltaf til efnahagserfiðleika, eins og sagan kennir. Líka hér á Íslandi.

VOlkEin Volk,  ein Reich, ein Fuhrer tjöntuðu þeir strákarnir í myndinni. Svipað sögðu menn í Sovét og á Ítalíu, t.d. Og öll þessi stjórnkerfi hrundu undan eigin þunga. Fasismi meikar ekki sens.

Alveg sama þótt fallegar myndir séu gerðar, til að villa um fyrir fólki. En hitt er svo annað mál, að í Þýskalandi 1934-35 var bjartsýni hjá þeim, sem féllu undir góða Þjóðverja, þ.e. kynhreina. Og myndin, þó villandi sé, sýnir vel þær væntingar, sem þjóð í kröggum bar.

En Þjóðverjar voru ekki jafn roggnir 1945, þegar Þýskaland var í rústum. Brjálæðingurinn Adolf Schicklgruber, a.k.a. Hitler, hafði leitt þjóðina í Ragnarök, eins og hann hafði lofað, ef hún myndi tapa stríðinu. En það var ekki sök þýsku þjóðarinnar, heldur Hitlers sjálfs, sem klúðraði stríðinu aftur og aftur með heimskulegum ákvörðunum...annars hefði nasistapestin fests á meginlandi Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Sagan endurtekur sig alltaf.  Sjáðu bara Bandaríkin.  Maður sem segist ætla að draga úr afskiptum ríkissins, hætta öllu stríðsbrölti erlendis, hugsa vel um ríkiskassann o.s.fr. nær kjöri og verður forseti.  Raðar óhæfum jábræðrum í kringum sig og fer síðan í stríð sem ekki er hægt að vinna.

Svo má líka yfirfæra ástandið í Írak yfir á Þýskaland eftir fyrri heimstyrjöldina eða hvað?

Björn Heiðdal, 9.4.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Vel skrifað, fyndið, fróðlegt og heillandi hjá þér Snorri. Rúsínan í pylsuendanum er athugasemd Björns Heiðdals. Óborganlega fyndin. Það er náttúrlega staðreynd að Bandaríkin eru uppspretta alls ills í heiminum í dag. Svei mér þá ef ég slæst ekki í hóp þeirra sem finna Bandaríkjunum allt til foráttu. Það er svo mikið í tísku og ég vil ekki vera hallærislegur plebbi.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.4.2007 kl. 12:56

3 identicon

"Stalín lærði á móti ýmislegt af Hitler, aðallega það af ofsækja kommúnista."

Átti þetta ekki að vera Gyðinga?

Sigurður Sverrisson

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 13:12

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, það þurfti enginn að kenna honum að ofsækja Gyðinga! Löng hefð í Rússía.

En, sko, þýskir kommar flúðu Þýskaland, sumir eftir að hafa verið hafðir í búðum til "að endurmennta þá". 1934 eða fyrr fengu þeir hæli í Rússía, fóru þangað austur en masse og sögðu sögur sínar, hvernig nasistarnir höfðu plantað á þá allskonar sökum og síðan sett í búðir.

Þetta skráði rússneska leyniþjónustan niður og voila! Stalín beittu síðan sömu aðferðum í hreinsununum miklu á næstu árum!

Snorri Bergz, 9.4.2007 kl. 14:06

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Löng hefð i Rússía, og víðar. Þú nefnir gyðingalækna og svo ferðu strax í Kaganovich. Ukraínumenn kenna honum, mest venga nafnsins, um fjöldamorð í Úkraínu, þegar þeir minnast þeirra. Vilja hins vegar sem minnst heyra um drápsæði Úkraínumanna gegn gyðingum.

Kanahatarar (og kannski líka gyðingahatarar) með afbrigðilega söguskoðun sækja að þeir eins og hunangsflugur þessa dagana. Er þetta vegna þess að þú ert maðurinn sem sagði "bomb" á fugvellinum í Washington? Farðu varlega! Fólk sem sér Þýskaland nasismans í Bandaríkjum nútímans er ekki alveg nor...ógu vel upp alið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.4.2007 kl. 14:39

6 Smámynd: Snorri Bergz

Amm, sumir sjá USA sem nýtt Þriðja ríki...ekki nor...vel upp alið! EN ég sé nú ekki að þannig lið safnast að mér beinlínis.

Kaganovich ku víst hafa skipulagt morðin í Katyn-skógi, segja menn. Hann var blóðugur upp fyrir axlir, og hann var héraðsstjóri og byltingarstjóri í Voronesj haustið 1921, þegar Samuel nokkur Friedmann var pyntaður til dauða, og sonur hans settur niður um vök á ísilögðu fljótinu. (Enginn ís á fljótinu meðan hvítliðar réðu þar!) Hann tengist því jafnvel Íslandi dálítið?

Snorri Bergz, 9.4.2007 kl. 16:14

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Frændur eru oft frændum verstir", stóð í páskaeggi gyðingsins. En Kagan var nú búinn að afneita trú og uppruna sínum og Drottni. Þetta með ísinn á fljótinu verður þú að skýra betur. Ertu að segja að faðir og bróðir Nathans Friedmans litla með augnsjúkdóminn hafi verið myrtur af skoðanabræðrum sínum?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.4.2007 kl. 17:53

8 Smámynd: Snorri Bergz

Samkvæmt frásögn Nathans, sem hann sagði Hendriki Ottóssyni, var faðir hans myrtur þegar ís var á fljótinu. Þegar Rauði herinn hrakti hvítliða frá borginni var "regntímabilið", allt á floti og leðja alls staðar. Og síðan kom Kaganovich á staðinn og hóf að drepa svikarana (skv. fyrirskipun frá Trotskí og Cheku), þá sem höfðu misst borgina í hendur hvítliða, ekki skipulagt nægjanlegar varnir.

Menn geta síðan lagt saman tvo og tvo, og fengið þá útkomu sem þeir vilja. En Nathan sagði svo margar sögur af sama atburði, að enginn veit hver þeirra var sönnust. En þeir sem drápu foreldra hans, gátu ekki hafa verið hvítliðar Deníkíns, eins og Nathan sagði. Deníkín og menn hans komu hvergi nærri Voronesj á þessum tíma.

Snorri Bergz, 9.4.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband