Föstudagur, 12. október 2007
Fjölþreifni
Var Binga kunnugt um fjölþreifni sjálfstæðismanna? Heyrði hann það frá Gróu á Leiti? Eða las hann það í Tímanum 1971?
En amk; hér er semsagt orð Binga á móti orðum sjálfstæðismanna, sem harðneita framhjáhaldi.
Hvor ætli sé að plata?
Eða kannski var einhver að plata Binga?
![]() |
Björn Ingi: Þreifingar fóru fram af hálfu sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. október 2007
Britney Cole?
En að þessi söngkona sé rugluð líka, það vissi ég ekki fyrr en núna.
![]() |
Erfitt að finna rétta daginn fyrir getnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. október 2007
Don Alfredo hefnir sín
Æjá, hann kallar bara saman "gamla gengið" og "ræður nýliða". Og gamla mafían er komin saman aftur undir hugmyndafræðilegri ásjónu guðföðurins, Don Alfredo.
Og þetta er maðurinn sem skrifaði um skák í Tímann á sínum tíma.
![]() |
Alfreð Þorsteinsson hafði samband við Dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. október 2007
Að horfast í augu við fortíðina
Um það leyti voru hér flakkarar á ferð, menn sem kölluðu sig Armena og sögðust vera að safna fyrir ofsótta kirkju sína.
Um svipað leyti hófust fyrir alvöru ofsóknir Tyrkja gegn Armenum og í þeirri hrinu féll óheyrilegur fjöldi fólks, flestir saklausir borgarar, sem Tyrkir tóku af lífi án dóms og laga. Hér átti sér stað þjóðarmorð og finnst mér eðlilegast hjá Tyrkjum, að játa á sig glæpinn, eins og Þjóðverjar gerðu í stríðslok 1945 og áfram, heldur en að berjast áfram fyrir því, að halda augunum lokuðum.
Ég var að koma frá Tyrklandi í gær og átti ég þar góða tíma. Ég þekki sögu Tyrkja nokkuð og ber virðingu fyrir þessari þjóð, sem að mörgu leyti er mjög merkileg.
En þetta atriði get ég ekki skilið. Þetta gerðist fyrir 100 árum. Kominn tími til að viðurkenna söguna eins og hún gerðist samkvæmt traustustu heimildum.
![]() |
Tyrkir kalla heim sendiherra sinn í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Hissa á Framsóknarflokknum
![]() |
Vilhjálmur: Ákvörðun Björns Inga um samstarfsslit fyrirvaralaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Síðasti dagurinn í Kemer: Evrópumótinu lokið
Jæja, þá er þetta búið. Evrópumóti taflfélaga, a.m.k. Meistaradeild Evrópu í skák, er lokið þetta árið. Hér voru saman komnir flestir af sterkustu skákmönnum heims,bæði meðal karla og kvenna. Hreint alveg með ólíkindum, að allir þessir miklu meistarar skuli safnast svo saman á hverju ári.
Mótið núna var óvenju sterkt, a.m.k. sterkara en síðustu árin. Hópurinn í miðjunni var líka þéttari en áður, þ.e. það voru færri léleg lið en oft áður.
Í fyrra lenti T.R. mjög óvænt í 5.-12. sæti, þrátt fyrir að hafa þá tiltölulega veikt lið. Það helgaðist mikið af því, að í þremur síðustu umferðunum fengum við lið, sem voru svipuð að styrkleika og við, eða ekki það mikið sterkari, að við gætum staðið í þeim og, eins og reyndin var, að knýja fram sigur. En að þessu sinni fengum við nær aðeins overkill lið, þau sem skipuð voru sterkum stórmeisturum á öllum borðum, eða frekar slök meðallið. Það var einna helst Svíaliðið sem var nálægt okkur í styrkleika. Og þar féll flest þeirra megin, svo þeir unnu 3,5 2,5 og urðu eftir Norðurlandaliða með 9 stig. Við fengum hins vegar fleiri vinninga, ef ég man rétt, en bara 8 stig. Samkvæmt vinningum vorum við mjög ofarlega, en skv. röðun mótins lentum við í 18. sæti. Hellir lenti í 35. sæti eftir frábæran endasprett. Þeirra hlutskipti varð að tefla í kjallaranum nær allt mótið og lyftu sér upp með góðum sigrum í 2. síðustu umferðunum, fyrst gegn hlutfallslega sterkri sveit Finna en síðan afar slöku svissnesku liði.
Nánar um úrslitin má lesa á www.skak.is
En jæja. Hellismenn fóru með bussinum kl. 2 í morgun. Við Húnóvitz, liðsstjóri Neandersdalsmanna, vorum hvorugir á liðsstjórafundinum í upphafi móts, þar eð við komum um miðja nótt og höfðum því ekki allar nauðsynlegar upplýsingar, t.d. um að panta far á flugvöllinn í tíma. Liðsstjóri T.R. var þó aðeins sneggri að átta sig að vísu fyrir tilviljun og náði fari á góðum tíma, en Húnninn fékk ekki far fyrir liðið kl. 4 að morgni, eins og best hefði verið. Sú rúta var uppbókuð í morgunflugin, en flug þeirra til London fór núna kl. 6.30. Þeir koma heim í kvöld. Við T.R. eigum flug til Frankfurt kl. 15.15 í dag og tökum hádegisbussinn. Við náum semsagt tíma í sólinni fyrir ferð og verður það eitt af mínum síðustu liðsstjóraverkum að vekja liðið í morgunmat og smá strandferð, en enginn þeirra fór á ströndina á meðan á móti stóð sumir kíktu í laugina stöku sinnum.
Annars var lánið misskipt. Ég kom í gær í fyrsta skipti í herbergi þeirra Löngumýrarbræðra, en það var c.a. helmingi minna en mitt, og loftræstingin í ólagi. Þar var semsagt nær ólíft. Furðulegt, en hótelstarfsmennirnir hafa greinilega tekið eftir greinilegum yfirburðum okkar TRinga skákaðals Íslendinga -- yfir Hellisbúana og látið okkur hafa bestu herbergin. Mjög eðlilegt, en vísast sárt fyrir Hellismenn. Sig. Daði og Kristján fengu svipað herbergi og bræðurnir, en gömlu kallarnir, Trölli og Stóritími, fengu herbergi, sem var næstum því eins flott og okkar TR-inga.
Jæja, framundan er Íslandsmót skákfélaga næstu helgi, þar sem TR og Hellir, og hugsanlega eitthvað annað lið líka, munu berjast um dolluna eins og oft áður. Merkilegt er samt, í þessu ljósi, að hér í Kemer voru í raun ekki Hellismenn og TR-ingar, heldur bara Íslendingar. Á þessum mótum hefur sú venja skapast, að hér eru allir fyrir einn og einn fyrir alla. Það skiptir engu í hvaða félagi menn tilheyra. Enda á maður ekki færri vini í Helli en TR og allir hafa þekkst lengi. Hér var því góð samkennd og fínn félagsskapur, enda er félagsskapurinn eitt af því sem gerir svona ferðir skemmtilegar, þó ekki sé mikill tími til að sósíalæsa.
Þetta hefur gengið áfallalaust fyrir sig, enda erum við allir orðnir mjög vanir að ferðast. Til að mynda er þetta í 5. skiptið, síðan á sama tíma í fyrra, að ég fer á skákmót erlendis: EM í Austurríki um miðjan október 2006, mótið hörmulega í Serbíu í nóvember, Prag í janúar, Lúxemborg í júlí og svo Tyrkland núna. En nú er maður kominn á leiðarenda, að minnsta kosti í bili. Það er ekki hægt að leggja þetta lengur á gamlan og þreyttan búk. Alvöru skákmót eru erfið og það tekur á bæði líkama og sál að sitja nær alveg fastir við borð í 5 klst og horfa á skákborð, og upphugsa leikjaraðir. Ég las einhvers staðar að orkueyðsla skákmanns sé með því mesta sem gerist í heimi íþrótta, enda er maður eins og barinn hundur eftir hverja skák, sem tefld er í botn. Og sem dæmi, þá fuku af manni yfir 3 kíló á mótinu í Lúx, jafnvel þó maður hefði amk flesta daga lifað á T-bone steikum og 12 tommu pizzum, og lítið hreyft sig nema að labba út í bíl.
Jæja, klukkan er nú 8.15 að staðartíma, 5.15 heima á Íslandi. Ég sit hér úti á verönd og horfi út á haf var að klára omelettuna og kaffið. Ég sá í morgunsjónvarpi Tyrkjanna að spáð er 30 stiga hita í dag í Antalyu. Planið er semsagt: morgunmatur (hjá óbreyttum liðsmönnum TR) kl. 9, afslöppun við stóru laugina og strandferð kl. 9.30, lobbí og checkout 11.30. Við verðum síðan eina nótt í Frankfurt og komum heim á fimmtudaginn.
Í heildina hefur þessi ferð verið mjög skemmtileg. Flestir eru þreyttir, en ná vonandi að láta þreytuna líða úr sér fram að hádegi. Árangurinn var ágætur hjá báðum liðum og bæði lið voru aðeins yfir pari. Menn geta því vel við unað. Stefán Kristjánsson fékk flesta vinninga TR-inga, eða 5/7, en Björn Þorfinnsson fékk flesta punkta Hellisbúa, 4,5/7 ef ég man rétt.
Sjálfur er ég sáttur með minn hlut. Liðsstjóradæmið, sem ég er nú að takast á hendur í fyrsta og vonandi síðasta skipti, reyndi svoldið á, en það voru endalaus mál sem þurfti að leysa og var maður því miður ekki í fríi hérna, eins og ég hafði vonað. Og innkoman í lokin, þar sem ég leysti Arnar og Jón Viktor af í liðinu, gekk framar vonum og sný ég heim með solid 18 stig í plús. Og ég tefldi tvær fallegar sigurskákir, þar sem ég fann jafnan besta leikinn í hverri stöðu. Maður snýr því heim sáttur og vonandi með smá brúnku á kroppinum.
Og myndir frá ferðinni munu birtast hér síðar, en ég fann ekki millisnúruna mína, úr myndavél í tölvu, en því máli verður reddað á fimmtudagskvöld eða föstudag.
Jæja, þá er að vekja strákana.
Áfram Ísland.
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9. október 2007
Tjallarnir væóleitaðir
Jæja, Hellismenn tefldi í dag, 7. og síðustu umferð á EM í skák við afburða lélegt lið frá Sviss og voru með 4-1 þegar ég frétti síðast. Skjaldbakan var þá að reyna að svíða á 5. borði. Jafnteflin komu á 3. borði hjá Ostinum og 4. borði hjá Stóratíma.
Sama staða hjá T.R. 4-1 og Uglan að reyna að svíða á 5. borði. Jafnteflin komu á 3. borði hjá Þrölla og 4. borði hjá Punkinu.
Vér tefldum annað glanspartí. Ég hef aldrei áður teflt sóknarskák í Caro-kann með svörtu. En þetta var frekar auðvelt, en andstæðingurinn minn er nemandi Igors Natafs, 2. borðsmanns TR, og hefur hækkað um yfir 100 stig á tæpu ári og náð 2 AM normum. En í liðsstjórahöndum var hann eins og barn. Ég er semsagt mjög ánægður með taflmennskuna í dag, eins og í gær. Ég hrifsaði frumkvæðið til mín með peðsfórn, hirti síðan peðið aftur með sterku miðborði í kaupbæti og leyfði honum að sprikla á drottningarvæng, meðan ég ruddist fram á miðborðinu. Óvenjulegt fyrir Caro-kann, en gaman þegar þetta heppnast.
Og solid 18 stig í plús í 2 skákum. Þetta gerist varla betra.
Hitinn í dag var sá mesti síðan við komum hingað og voru menn að stikna í sólinni. Ég skrapp í smá sundlaugarferð um 9 leytið, en þurfti síðan að sinna liðsstjóraskyldum mínum; senda inn liðsskipan, panta far á flugvöllinn og fleira. TÖluvert vesen, merkilegt nokk. Ég kom því óundirbúinn í skákina, því Tjallarnir breyttu um lið frá síðustu umferð. Ég hafði því stúderað rangan aðila um morguninn. En feginn er ég. Andstæðingurinn var sterkari, en tefldi ekki jafn morkið.
Rúnar Berg tefldi flotta sóknarskák, en annað sá ég ekki svo gjörla.
Áfram Ísland.
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. október 2007
Framarar í Tyrklandi
Jæja, það eru nú nokkrir Framarar þegar í Tyrklandi. Svo skemmtilega vill til, að við liðsstjórar íslensku liðanna á EM í skák höfum báðir afburða vit á fótbolta, þ.e. við höldum semsagt með FRAM og Arsenal.
Og einhverjir fleiri Framarar eru hérna í íslensku liðunum.
Áfram Ísland. Áfram FRAM
![]() |
Framarar í Tyrklandsferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. október 2007
Þriðjudagur í Kemer
Jú, er ekki örugglega þriðjudagur? Maður er hættur að telja dagana, því þeir eru allir eins hér í Kemer.
Jæja, ég setti í gær skákina gegn Ernst inn á skákhornið, með skýringum: http://skak.hornid.com
Bara til að koma því inn áður en ég gleymdi því.
En jæja, síðasta umferð Meistaradeildar Evrópu mun eiga sér stað í dag, kl. 12 að íslenskum tíma.Við töpuðum fyrir Svíunum í gær fyrir einskæran aulaskap. ALgjör óþarfi, þó þeir væru reyndar stighærri á öllum borðum, þá höfðu þeir ekkert sérstakt fram að færa.
En Hellismenn stóðu sig loksins vel og tóku Finnana, sem fyrirfram voru taldir sterkari.
Við fáum ENglendinga í dag, Hilsmark Kingfisher. Þar teflir m.a. gömul vinkona mín, og síðan Lawrence Cooper sem er captain, en hann er grjótharður Arsenal maður og ræðum við jafnan mikið um fótbolta á þessum Evrópumótum. Við eigum að geta unnið þetta lið auðveldlega.
Hellismenn fá frekar slakt lið í dag og eiga að vinna auðveldlega.
Hér er enn steikjandi hiti. Menn fóru snemma að sofa í gær og verður farið á ströndina, en að mér undanskildum eru hinir að fara þangað í fyrsta skipti. Robbi gekk þar reyndar um, en nú á að synda út að bauju.
Jæja, við höldum svo heim á morgun. Hellismenn fara beint heim, en við stoppum eina nótt í Frankfurt, Egilsstöðum Mið-Evrópu. Og síðan tekur við Íslandsmót skákfélaga og í fyrstu umferð fáum við TRingar sterka sveit Fjölnis.
Áfram TR.
Áfram Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. október 2007
Óþverrinn smitar
Æ, að menn nenni að lesa þetta sorpblað er ofar mínum skilningi.
![]() |
Dorrit segir frétt DV móðgandi og særandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)