Væóleisjón

Jæja, ég kom inn á í dag á EM taflfélaga fyrir Jón Viktor, sem var eikkað sloj. Og ég fékk í fyrsta lagi Svia, og í öðru lagi stórmeistara og í þriðja lagi teoríuflóðhest sem kann byrjanir sínar út og inn. Svo ég veðjaði á eina byrjun af fimm sem hann teflir, kíkti aðeins á hana og ákvað að ráðast bara á hann. Og eg hitti á rétta byrjun. Rauzer afbriðið í Sikileyjarvörn.

Fyrst fórnaði ég peði, en vissi að hann mátti ekki taka peðsfórnina, en mundi bara ekki af hverju. Svo ég fórnaði bara manni. Staðan var unnin eftir þennan hörkuleik, sem ku vera NÝJUNG. Hann var semsagt dauður eftir 10 mín, en það þurfti að klára. Ég réðst á hann, fórnaði öðrum manni, hann mátti ekki taka, fórnaði þá enn öðrum og síðan öðrum og síðan hrók, sumt tók hann en annað ekki. Verst var að missa af sjö leikja fórnarþema, sem hefði endað með þvinguðu máti. En þetta var solid slátrun þrátt fyrir það.

Hannes tapaði á 1. borði eftir hrikalega afleik, en Nataf samdi á 2. borði.


Bragi vann loksins á 1. borði fyrir Helli.

over and out.


Kemer: 6. dagur á EM

Jæja, nýr og fagur dagur runninn upp í Kemer, Antalyu. Vér, liðsstjóri Evrópuliðs Taflfélags Reykjavíkur, sitjum hér  úti á veröndinni á veitingahúsinu, narta í morgunmatinn og drekk ónýtt kaffi með, enda of þreyttur til að nenna að standa upp og fá mér nýtt.


Ég vaknaði ubermorkinn í morgun, eitthvað rétt fyrir sex. Ég hafði auðvitað gleymt að slökkva á loftkælingunni  í gærkvöldi, enda sofnaði ég óvart en ég var að horfa á fótboltaleik og lá í mestu makindum undir „lakinu“ og síðan vissi ég ekki  fyrr en ég vaknaði morkinn og kaldur rétt um sexleytið.


En ég slökkvi á skaðvaldinum, sótti sæng upp í skáp, stillti GSM-inn að hringja kl. 6.50 og lagði mig aftur. Solid, eins og Ágúst Sindri lögmaður hefði sagt í þessari aðstöðu.


Dagurinn í gær var furðulegur. Ég þurfti að sinna ýmsum morgunskyldum liðsstjóra, senda pistil heim og fleira, svo ég komst ekki í laugina fyrr en hálf ellefu. Þá voru mínir menn mættir, að undanskildum Natafrós, sem sefur gjarnan til hádegis eða lengur, og Róbótnum (Hannesi), sem er illa við hita og sól. Þar voru líka fjórir Hellismenn, nema hvað Húnninn (Bjössi) og (Ata)kisi lágu morknir á meltunni eins og stundum áður, og fóru síða að lesa bókmenntir þegar þeir vöknuðu. Muppetz. Menn stoppuðu þó ekki lengi í sólinni og fóru heim á herbergi að stúdera. Ég varð þó að skreppa í sjóinn aðeins, en fór síðan heim skömmu síðar um leið og Punkið.


En að skákunum.


Bæði lið fengu yfirburðastöður nánast á öllum borðum í gær. Við T.R.ingar létum kné og skanka fylgja kviði  og tókum þetta 5,5, -0,5. Aðeins Uglan missti niður hálfan, en efnilegur mótherji hans kom sér upp óvinnandi vígi úr Sveshnikov-varíantnum og lék bara fram og aftur, og það var ekkert sem Ugli gat gert við því. Hinir unnu flestir frekar auðveldlega, en Hannes og Addi urðu þó að láta sér nægja að fara peði yfir í endatafl og hefja svíðing dauðans á Tyrkina.


Hellismönnum var hins vegar illt í hnjánum og fóru svoldið illa að ráði sínu. Á efsta borði fékk Bragi Atakisi  á sig vafasama mannsfórn, sem  séra Torfritz Grumpy hefði gefið tvö spurningamerki, en það reyndist erfitt að sitja stöðugt undir þrýstingi og að lokum gaf sig staðan hjá Braga og tap var raunin. Stóri bróðir, Húnn Þorfinnsson, greifinn af Monte Kemer, lét öllum illum látum að venju og fór svoldið illa með 2. Borðsmanninn. Staðan var nú 1-1. En Hellismenn voru með unnið á öllum hinum borðunum. Næsta  skák til að klárast var skák Sig. Daða (Ostsins), en hann hafði verð solid 2 peðum yfir, en skyndilega gerðist eitthvað og þegar ég kom aftur að borðinu  var hann kominn með illa verjanlega stöðu og í tímahraki í ofanálag.  Á endanum þurfti hann að lúta í gras, eftir að hafa orðið fyrir hnjaski. 2-1 fyrir Litháana, sem við TRingar unnum reyndar 5-1 í fyrstu umferð.


En Hellismenn voru með unnið á hinum þremur, en skyndilega lék Rúnar Berg, sem var með þeirra „mest unnu“ stöðu, gróflega af sér og þurfti að lúta í gras einnig.  Og síðan náði andstæðingur Robba að trikka sig út úr tapstöðunni og jafntefli var niðurstaðan. Þá var Stjáni eftir og var hann að reyna að svíða frameftir kvöldi, en mér skilst að skákin hafi farið jafntefli. Semsagt 2-4 hjá Helli. Þetta var algjör hörmung að sjá, eins og Hellisbúarnir tefldu vel framan af.


Hellismenn og tríeykið Þröstur Hlífar Kristánsson fóru niður í Kemer-bæ í gærkvöld og fengu sér að borða á besta veitingastað bæjarins, en við minni spámennirnir urðum eftir. Bæði Barbi (Arnar) og Ugli (Jón Viktor) kenndi sér meins, og sjálfur var ég hálf slappur.  Þeir hafa nú reyndar braggast báðir, síðast þegar ég vissi og mun ég ákveða það, á næsta hálftíma, hvort ég gefi öðrum þeirra frí í dag, eða biðji þá að harka af sér. Málið er, að við fáum morknu Svíana í dag og við getum ekki látið það spyrjast um okkur, að hafa ekki náð að taka Svíana. Að vísu eru þeir stigahærri en við á öllum borðum, nema hvað Nataf er á svipuðu róli og Agrest á 2. Borði, og mun stigahærri á fjórum neðstu. Af þessum sex skákmönnum hefur aðeins einn þeirra, Pontus Carlsson, sést brosa í ferðinni.Hinir líta allir út eins og þeir séu að horfa á Liverpool spila fótbolta. Að vísu eru bara tveir norrænir Svíar þarna, en 2 Rússar, einn Rússa-Svíi og síðan Pontus, sem er mjög skemmtilegur náungi, enda aðfluttir, vísast ættleiddur frá einhverju Afríkuríki. Pontus hefur búið í Svíþjóð held ég nær allt sitt líf og hefur ekki enn orðið fyrir skaða, amk ekki sjáanlegum. Það er góðs viti. Þá er semsagt hægt að búa í Svíþjóð án þess að verða morkinn að staðaldri og í hugsunum.


Aðrir eru heilir, nema hvað KR-bölvunin virðist hafa elt Punkið (Stefán) hingað út. Eitt það besta við þennan stað er, í samanburði við t.d. svipaða staði á Grikklandi, að hér eru nánast engar flugir og aðeins einstaka sakleysisleg skordýr. Ég hef bara séð nokkrar húsflugur allra ferðina, en engu að síður tókst Stefáni að láta einu moskítófluguna á svæðinu bíta sig og það margsinnis. Greinilegt að þessi fluga, sem hér býr, er með forgangsatriðin á hreinu, en hún virðist aðeins bíta KRinga. Að vísu mjög skiljanlegt, en bagalegt fyrir Stebba.


Jæja, við liðsstjórarnir tveir, og Þrölli, erum ánægðir með stigin þrjú, sem fengust gegn Sunderland í gær. En óþarfi að hleypa þessum muppetum svona inn í leikinn.


En að lokum: það verður Norðurlandaslagur í dag. T.R. fær Sollentuna frá Svíþjóð, en Hellismenn fá Finnana, en þá hefði Ble kallað ubermuppetz á háu stigi, en þeir ganga hér um öllum stundum í svörtum einkennisbúning skákliðs síns. Ok, það er 35 stiga hiti hér flesta daga. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi aukabúninga með sér.


Jæja, gott í bili. Robbi er væntanlegur og síðan verður „synt út að bauju“, eins og það er kallað. Ég sem hélt að það væru eintómir kjúklingar hérna.


Áfram Ísland


How are you Þröstur? spyr heimsmeistarinn

Í gær var ég að fara úr skákhöllinni út í "netið", þegar ég þurfti að snarstansa í dyrunum til að forða árekstri við sjálfan heimsmeistarann, Vishy Anand. Hann er semsagt mættur og tefldi í dag.

Nú, þegar hann gekk í salinn í dag var klappað fyrir honum, nýkrýndum heimsmeistara. Hann settist síðan, fór úr jakkanum, stóð síðan upp og gekk fram.

Á sama tíma var Þröstur Þórhallsson, 3. borðsmaður T.R., að ganga um, þegar skyndilega var hönd drepið rólega á öxl hans, þ.e. þungt högg á öxlina eins og Sævar myndi orða það. Þar var sjálfur Anand kominn: "How are you Þröstur" var svarið. Þrölla dauðbrá, bæði við puttann á öxlina og síðan þetta. Æjá, þeir eru gamlir vinir, báðir 1969, eins og við Ivanchuk, og þekktust frá unglingamótunum í den.

En staðan. Hjá Helli: Bragi tapaði á 1. borði, eftir að ná ekki að finna vörn við fórnum mótherjans. Húnninn vann auðveldlega á 2. borði, en Sig. Daði tapaði slysalega á 3. borði.

Ég spái Robba sigri á fjórða, Stjána á 5. og RB á 6. borði. Ergo: 4-2 eins og ég spáði fyrr í dag.

Hjá TR er staðan 3,5 - 0,5. Jón VIktor gerði jafntefli, en hann er með hálsbólgu kallinn og hefur beðið um frí á morgun. Þrölli, Stebbi og Nataf unnu allir auðveldlega. Arnar er peði yfir í endatafli, en hann gengur heldur ekki heill til skógar og hefur jafnframt beðið um frí á morgun. Og Hannes er peði yfir í Drottningar-hróks tafli, þ.e. báðir aðilar hafa drottningu hrók og nokkur peð, Hannes fimm en Atakisi 4.

5,5, stefnir allt í. 4-2 hjá Helli.

En við förum ábyggilega niður í logum á morgun, úr því ég kem inn á. Mun tékka stöðuna á strákunum í kvöld eða snemma í fyrramálið til að komast að, hvor er í skárra ástandi. En T.R. mun senda vængbrotið lið til leiks á morgun.


Áfram Ísland


mbl.is Tilkynnt um eld í einbýlishúsi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5. umferð

Jæja, 5. umferð er byrjuð.

T.R. mætir heimamönnum í Besiktas.


Hannes tefldi Paulsen gegn Atakisa og er með "svona týpíska" stöðu, búnað slá á d3 og fá á sig b4, skipta upp á f5 osfrv. Þetta er allt þekkt. Sjálfur hef ég nokkuð stúderað þennan varíant og tel, að sú leið sem Atakisi valdi sé ein sú frambærilegasta. En svartur hefur trausta stöðu.

Nataf er með yfirburðastöðu á 2. borði. Spái auðveldum sigri þar.

Þrölli er með þrönga stöðu en trausta á 3. borði. En þetta er Þrölli! Hann er enn með báða riddarana á borðinu, svo ég hef engar áhyggjur.

Stefán hefur stöðulega yfirburði þegar úr byrjuninni, en ég óttast að þar muni tímahrak skella á.

Addi tefldi Húnsvitleysuna með svörtu, en tefldi frísklega og hefur biskupaparið og virka stöðu, þó peðastaðan sé kannski svoldið torfísk.

Jón VIktor tefldi Rd5-varíantinn sinn gegn Svesnikov og hef ég engar áhyggjur þar, þó ungi maðurinn tefli hratt og kunni þetta greinilega vel.

Spá liðsstjóra ´(mínir menn allir á útivelli):

Hannes X2
Nataf     2
Þrölli     X2
Stefán   2
Addi      2
Jón V.   2

++++++++++


Hellisbúar tefla við Litháana sem við TRingar unnum 5-1 í fyrstu umferð.


Bragi fékk á sig mannsfórn gegn hinum sókndjarfa Litháa. Ég hef séð slíka fórn í svipuðum stöðum, en hann getur valið um 2 menn til að drepa með peði. En í staðinn fær hvítur, Litháinn, sóknarfæri. Ég vona hið besta, en mig grunar þó að þetta gæti reynst Braga erfiður biti.

Húnninn teflir gegn franskri vörn og hefur fína stöðu. "Ég er með'ann" kvótið hans Þrölla á vel við hér.

Sig. Daði er með þrönga stöðu, en biskupaparið, sem mun gagnast nú þegar staðan var að opnast.

Robbi teflir sitt ítalska árásarsystem og trúi ég ekki öðru en að aldursforseti okkar hér taki þetta á reynslunni.

Kristján Eðvarðs fékk á sig ítalskan leik og er staðan enn óljós, því fáir leikir hafa verið leiknir. Þetta er semsagt bara "staða".

RB fékk á sig "árásarsystem" með hvítu og var það sniðugt. Þetta byrjaði sem hollensk vörn, en er nú komið í einskonar enskan leik system, þar sem svartur ræðst fram á miðborðinu með f5 og e5.

Mín spá (Hellismenn á heimavelli):

Bragi  1 2
Húnn  1
Daði   1x
Robbi 1
K. E.   x2
RB      x2 (sorry RB!)

En jæja, mín spá er 5-1 fyrir TR (því slys geta alltaf gerst!) og 4-2 fyrir Helli.


Áfram Ísland


5. dagur í Kemer

Jæja, kvöldið leið þægilega. Ég renndi við með pörun 5. umferðar til strákanna um tíu leytið. Þá voru Þröstur, Stefán og Arnar allir búnir að koma sér fyrir í herbergjum sínum, með kók og snakk, að horfa á TVið smástund. Markmiðið var nú, að skella sér í ræktina eldsnemma og síðan slaka á á ströndinni eða við laugina, en ekki of lengi.

Uglan og Róbótinn fylgdu Hellisstrákunum í verslunarleiðangur í bæinn. Hér eru búðir opnar á mjög svo ókristilegum tímum, en jæja, þetta er íslamskt land.

Vér vöknuðum hressir og kátir eftir góðan nætursvefn um sex leytið í morgun. Morgunverkunum var sinnt og síðan horft á Valencia - Espanyol, sem einhverra hluta var sýndur á einhverri tyrkneskri stöð á þessum góða tíma, kl. 6 á sunnudagsmorgni.

Strákarnir eru komnir í laugina, svo ég ætla bara að hafa þetta stutt. TR fær heimamenn, lið Besiktas frá Tyrklandi, en Hellir fær Litháana, þá sem TR væóleitaði í 1. umferð -- ef ég hef fengið réttar upplýsingar frá þeim, en ég gleymdi að tékka Hellisbúa á töflunni.


Kafteinninn fer fram á ekki minna en 5-1 sigur gegn Tyrkjunum. Áfram Ísland.


Það er kominn tími til...

...að senda Pál Rósinkrans Óskarsson á Eurovision. Einfaldlega besti dægurlagasöngvari Íslands.
mbl.is Lag Guðmundar Jónssonar komst áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegt

Jæja, þetta er fallegur dagur, eins og Bubbi söng, en engu að síður ömurlegur.

Allt gekk á afturfótunum.

Hjá okkur T.R.ingum fór illa. Hannes samdi snemma á fyrsta borði, en það var líka allt of sumt.


Nataf lék niður unninni stöðu í tímahraki gegn Naiditsch muppetinu, sem var smekklega beðinn að hafa sig hægan af ónefndum Íslendingi á sama móti í fyrra fyrir herfilegan dónaskap og svívirðingar í garð Íslendinga og íslenskra skákmanna. Hann hefur haldið sig fjarri Íslendingum þetta skiptið.

Þrölli tefldi eina af þessu bitlausu byrjunum og var píndur fram eftir degi.

Stebbi fékk yfirburðastöðu úr byrjuninni gegn Tregubov, en lék illilega af sér í tímahrakinu líka.

Addi fékk ágæta stöðu, en lék herfilega af sér í einum og tjaldið féll.

Jón Viktor fékk erfiða stöðu úr byrjuninni en fórnaði skiptamun. Hann átti a.m.k. einu sinni þráleik til jafnteflis, en gallinn var, að hann var þá að falla á tíma og lék fyrsta skynsamlega leiknum sem hann sá. Þar fór hálfur í súginn.

Stórmeistaralið Clichy var vitaskuld sigurstranglegra enda mun stigahærri liðsmenn á öllum borðum. En samt.

Þetta er súrt. 3-3 hefði verið eðlileg úrslit miðað við stöðurnar, en aðeins hálfur vinningur kom í hús. Roar, hverjum ætli ég skipti út af á morgun?

Hellismenn voru varla skárri, en þeir tefldi við lið sem var jafnt þeim að styrkleika og 3,5, hefði kannski verið eðlileg úrslit fyrir Helli, eða amk ásættanleg. Robbi samdi fljótlega í steindauðri stöðu, en Sig. Daði slátraði sínum andstæðingi. Aðrir fóru niður í logum og sáu vart til sólar

 1,5 - 4,5 gegn þessu liði er semsagt algjör hörmung líka.


Ömurlegur dagur.


Það eina góða við daginn er, að það var talið hér af ákveðnum aðila, að ég væri 27 ára með "good face"...en meira segi ég ekki um málið.

En vonandi koma menn úthvíldir og tilbúnir í slaginn á morgun.

Því fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Strákarnir fóru í bæjarrúnt eftir matinn, en ég verð eftir á hótelinu af skiljanlegum ástæðum. Over and out. Áfram Ísland.


Æ, en leiðinlegt

Kveðjur til Norðlendinga héðan frá Miðjarðarhafsströndum, í 30 stiga hita og glampandi sól, og með Önnu Sharevich í bíkiníi, flatmagandi í næsta sólstól. Wink


Áfram Ísland


mbl.is Fyrsti snjórinn á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hádegi

Jæja, ég fór með Uglunni í bæinn áðan, en það var kominn hraðbankavöntun í drenginn. Við fórum síðan á ströndina, en stoppuðum í stóru lauginni, þar sem við hittum Ostinn og Skjaldbökuna. Turtlið varð eftir við laugina en við hinir fórum á ströndina, vorum þar smá en fórum síðan á laugarbakkann, þar sem Barbi kom líka.

Maður er bara rétt skriðinn heim og nú er það matur. Og síðan verða muppetin máluð í dag.

 

Áfram Ísland


Merkilegar myndir

Var að horfa á umfjöllun um þetta mál og upprifjun á aðdraganda brúðkaups Díönu og Eyrnastórs ríkisarfa á CNN í morgun og gærkvöldi. Þetta er allt mjög merkilegt.


En gott að reyna að komast að hinu sanna í eitt skipti fyrir öll og vonandi að það takist.


mbl.is Áður óbirtar myndir af Díönu prinsessu vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband