How are you Þröstur? spyr heimsmeistarinn

Í gær var ég að fara úr skákhöllinni út í "netið", þegar ég þurfti að snarstansa í dyrunum til að forða árekstri við sjálfan heimsmeistarann, Vishy Anand. Hann er semsagt mættur og tefldi í dag.

Nú, þegar hann gekk í salinn í dag var klappað fyrir honum, nýkrýndum heimsmeistara. Hann settist síðan, fór úr jakkanum, stóð síðan upp og gekk fram.

Á sama tíma var Þröstur Þórhallsson, 3. borðsmaður T.R., að ganga um, þegar skyndilega var hönd drepið rólega á öxl hans, þ.e. þungt högg á öxlina eins og Sævar myndi orða það. Þar var sjálfur Anand kominn: "How are you Þröstur" var svarið. Þrölla dauðbrá, bæði við puttann á öxlina og síðan þetta. Æjá, þeir eru gamlir vinir, báðir 1969, eins og við Ivanchuk, og þekktust frá unglingamótunum í den.

En staðan. Hjá Helli: Bragi tapaði á 1. borði, eftir að ná ekki að finna vörn við fórnum mótherjans. Húnninn vann auðveldlega á 2. borði, en Sig. Daði tapaði slysalega á 3. borði.

Ég spái Robba sigri á fjórða, Stjána á 5. og RB á 6. borði. Ergo: 4-2 eins og ég spáði fyrr í dag.

Hjá TR er staðan 3,5 - 0,5. Jón VIktor gerði jafntefli, en hann er með hálsbólgu kallinn og hefur beðið um frí á morgun. Þrölli, Stebbi og Nataf unnu allir auðveldlega. Arnar er peði yfir í endatafli, en hann gengur heldur ekki heill til skógar og hefur jafnframt beðið um frí á morgun. Og Hannes er peði yfir í Drottningar-hróks tafli, þ.e. báðir aðilar hafa drottningu hrók og nokkur peð, Hannes fimm en Atakisi 4.

5,5, stefnir allt í. 4-2 hjá Helli.

En við förum ábyggilega niður í logum á morgun, úr því ég kem inn á. Mun tékka stöðuna á strákunum í kvöld eða snemma í fyrramálið til að komast að, hvor er í skárra ástandi. En T.R. mun senda vængbrotið lið til leiks á morgun.


Áfram Ísland


mbl.is Tilkynnt um eld í einbýlishúsi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband