Að horfast í augu við fortíðina

Það var fyrir 100 árum síðan, að tyrkneskur herforingi sendi bréf til Íslands og spurðist fyrir um hversu margir múslimar búi á Íslandi og hvert hlutfallið væri á milli síta og súnni múslima.


Um það leyti voru hér flakkarar á ferð, menn sem kölluðu sig Armena og sögðust vera að safna fyrir ofsótta kirkju sína.


Um svipað leyti hófust fyrir alvöru ofsóknir Tyrkja gegn Armenum og í þeirri hrinu féll óheyrilegur fjöldi fólks, flestir saklausir borgarar, sem Tyrkir tóku af lífi án dóms og laga. Hér átti sér stað þjóðarmorð og finnst mér eðlilegast hjá Tyrkjum, að játa á sig glæpinn, eins og Þjóðverjar gerðu í stríðslok 1945 og áfram, heldur en að berjast áfram fyrir því, að halda augunum lokuðum.

Ég var að koma frá Tyrklandi í gær og átti ég þar góða tíma. Ég þekki sögu Tyrkja nokkuð og ber virðingu fyrir þessari þjóð, sem að mörgu leyti er mjög merkileg.

En þetta atriði get ég ekki skilið. Þetta gerðist fyrir 100 árum. Kominn tími til að viðurkenna söguna eins og hún gerðist samkvæmt traustustu heimildum.


mbl.is Tyrkir kalla heim sendiherra sinn í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband