Sunnudagur, 14. október 2007
Á að skjóta Pútin?
Ja, ef svo er, tel ég að Íranir verði meðal þeirra síðustu til að hafa áhuga á því. Pútin hefur reynst þeim haukur í horni og því er liklegra, að múllarnir í Tehran reyni frekar að vernda kappann en skjótann.
Fyrir utan sjálfsagða gestgjafaskyldu.
![]() |
Íranar vísa á bug fréttum um áform um tilræði við Pútín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. október 2007
Rugl og vitleysa
Hjá þeim báðum, Lehmann og Almunia.
Fabianski er betri en þeir báðir og hana nú.
En ég skil ekki hvað Lehmann er að væla. Hann er bara þriðji besti markvörðurinn hjá Arsenal.
![]() |
Lehmann býst ekki við öðru en að spila gegn Bolton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. október 2007
Slydda
Hér er þó engin slydda, en leiðinlegt veður fyrir því.
Rok og rigning er ekki tebollinn minn, jafnvel þegar rigningin er lítil og nanast hverfandi.
Meira rokrassgatið er eiginlega hér á Íslandi. Og það jafnvel á svæðum utan stór-Keflavíkursvæðisins.
![]() |
Slydda norðantil á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. október 2007
Úreld frétt hjá Mogganum
En nánar um 3.umferð Íslandsmóts skákfélaga má finna á www.skak.is
![]() |
Haukar halda forustunni á Íslandsmóti skákfélaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. október 2007
Framsóknarmenn sektaðir
![]() |
Ellefu ákærðir vegna óviðeigandi hegðunar í borginni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. október 2007
Áfram Ísland
Ég kemst því miður ekki á völlinn, en hugsa hlýtt til strákanna ofan úr Grafarvogi. Áfram Ísland.
![]() |
Ósigur gegn Lettum, 2:4, en Eiður sló markametið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. október 2007
Gervigreind
Ég hélt að þetta væri notað yfir stjornmálamenn, sem þykjast gáfaðir en eru það ekki.
![]() |
Skundar á gervigreindarhátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 13. október 2007
Haukar fljúgja hæst
Jæja, 1. umferðin búin. Haukar unnu Eyjamenn, sem senda vængbrotið lið til leiks og munu vísast falla beint niður í 2. deild. Og það, að hafa Helga Ólafsson á 1. borði virðist ekki geta lyft liðinu á hærra plan, því meðreiðarsveinar hans munu jafnan verða nokkrum stöðlum fyrir neðan amk flesta mótherja sína.
EN góður sigur hjá Haukunum engu að síður.
Akureyri a vann aðeins 5-3, og Hellismenn a sigruðu b-lið sitt 6-2, þar sem formaðurinn vann fyrrv. formann, en sá fyrrnefndi er í b-liðinu. Þeir tveir voru, m.a. ásamt mér, stofnendur Hellis og hafa haldið dampi með félaginu frá upphafi og stjórna hinnu svokölluðu Hellismafíu af miklum þrótti.
Við T.R. eigum að geta gert betur, en þetta hafðist þó í gær þó naumt væri.
En gaman að sjá þarna í gær Friðrik Ólafsson, Karl Þorsteins og Hrafn Loftsson sem hafa ekki teflt nokkuð lengi á Íslandsmóti skákfélaga.
![]() |
Haukar efstir eftir 1. umferð Íslandsmóts skákfélaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. október 2007
Hart barist í kvöld: Friðrik teflir aftur!
Við TRingar fórum illa að ráði okkar. Þrölli missti niður unnið tafl og Hannes tapaði steindauðu endatafli af einhverjum ástæðum. Mörg jafntefli áttu sér stað í þessari hörkuviðureign gegn Fjölni, sem styrkt hefur lið sitt með erlendum og innlendum meisturum. Nefna má, að Friðrik Ólafsson tefldi á 4. borði fyrir T.R. og gerði jafntefli.
Við Jón Viktor unnum hina traustu skákmenn Tómas Björnsson og Jón Árna Halldórsson á neðri borðunum. Það er svoldið shaky hjá mér að fara að rifja upp svona lagað, en þeir eru stundum kallaðir jafnteflisbræðurnir.
Af þeim er Jón Árni, hinn indæli drengur, stundum kallaður Hr. Jafntefli. Hann er einnig málsvari Norður-Kóreu hér á landi, þar sem sósíalisminn ríkir.
Og því, eins og ónefndur skákari og fyrrv. bloggari sagði, boðar hann "frelsi, jafnrétti og bræðralag", ja, eða "frelsi, jafntefli og bræðralag". Þessi var svoldið góður.
En TR vann þó Fjölnismenn í kvöld, en að vísu bara með minnsta mun. Ég er alls ekki ánægður, en svona gerist stundum. Ég get þó huggað mig við, að ég vann góðan sigur með því að svíða Jón Árna með svörtu. Það er alls ekki svo auðvelt.
En áfram heldur þetta á morgun. Áfram TR.
![]() |
Fjölmennasta skákmót ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. október 2007
Henry á Egilsstöðum?
![]() |
Franska landsliðið veðurteppt á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)