Haukar fljúgja hæst

Jæja, 1. umferðin búin. Haukar unnu Eyjamenn, sem senda vængbrotið lið til leiks og munu vísast falla beint niður í 2. deild. Og það, að hafa Helga Ólafsson á 1. borði virðist ekki geta lyft liðinu á hærra plan, því meðreiðarsveinar hans munu jafnan verða nokkrum stöðlum fyrir neðan amk flesta mótherja sína.

EN góður sigur hjá Haukunum engu að síður.


Akureyri a vann aðeins 5-3, og Hellismenn a sigruðu b-lið sitt 6-2, þar sem formaðurinn vann fyrrv. formann, en sá fyrrnefndi er í b-liðinu. Þeir tveir voru, m.a. ásamt mér, stofnendur Hellis og hafa haldið dampi með félaginu frá upphafi og stjórna hinnu svokölluðu Hellismafíu af miklum þrótti.

Við T.R. eigum að geta gert betur, en þetta hafðist þó í gær þó naumt væri.

 

En gaman að sjá þarna í gær Friðrik Ólafsson, Karl Þorsteins og Hrafn Loftsson sem hafa ekki teflt nokkuð lengi á Íslandsmóti skákfélaga.


mbl.is Haukar efstir eftir 1. umferð Íslandsmóts skákfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband