Héraðsbann á áfengi í Reykjavík

Ég var að fletta gömlum Mogga, nánar tiltekið frá 9. júlí 1955. Þar segir frá því, að bæjarstjórn Rvk hafi samþykkt að stofna til atkvæðagreiðslu með Reykvíkinga um, hvort setja eigi héraðsbann á áfengi í Rvk, þannig að áfengi væri bannað í Rvk.

Nú, en ríkisstjórnin gaf síðan út þá yfirlýsingu, að burtséð frá þessu banni gæti ÁTVR áfram selt áfengi í verslunum sínum í Rvk og taldi þá bæjarstjórn, að jafnvel þó héraðsbann yrði samþykkt, yrði það marklaust.

Merkilegt samt, að borgarstjórn/bæjarstjórn Rvk skuli hafa látið sér detta þetta í hug. 


Dópaðir bílstjórar

Maður er næstum farinn að heyra oftar um, að menn séu teknir fyrir að aka undir áhrifum eiturlyfja en áfengis. Ég hef ekki hugmynd um, hvort sé hættulegra, en grunar þó, að í báðum tilvikum sé það magnið sem hafi mest áhrif.


Og í báðum tilvikum er bílstjórinn óhæfur til að stjórna ökutæki.


En greinilega hafa stjórnvöld ekki náð neinu taki á eiturlyfjavandanum. Ég sé ekki betur en, að vandinn sé frekar að aukast en hitt. Spurning hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða stefnuna og reyna að finna nýjar aðferðir til að stemma stigu við þessum vágesti, t.d. með því að herða löggjöfina, svo menn sitji lengur inni fyrir dópsölu eða smygl en nú er.


Og jafnvel að herða löggjöfina gagnvart þeim, sem teknir eru með dóp í fórum sínum, og þá er ég sérstaklega að hugsa um sterkari efnin.
mbl.is Hvítt ský barst frá bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sieg! Sieg!

Þjóðarflokkur í Sviss? Er það hægt, eins margar og "þjóðirnar" þar eru.


Mér er annars meinilla við þau stefnumál, sem flokkur þessi heldur á lofti. Fólk er fólk, hvernig sem það er á litinn eða hvar það fæddist. Þessi stefna sem Framsóknarflokkurinn fylgdi forðum, að flokka fólk eftir þjóðerni og/eða fæðingarstað og henda þeim óæskilegu úr landi, hefur nú borið sigurorð í Sviss, ef marka má útgönguspár.


Þetta eru slæmu fréttirnar.


Góðu fréttirnar eru þær, að sósíalistar munu víst uppskera afhroð sem er nákvæmlega það sem þeir eiga skilið.
mbl.is Spá afdráttarlausum sigri Þjóðarflokksins í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvur er að binga hvern?

Maður spyr sig nú bara, hver sé að binga hvern? Hver ákvað að binga, hvers vegna og til hvers?


Nú, síðan væri gaman að fá málfræðilega hlið á orðinu "að binga", sem ku merkja að "svíkja, plata," eða jafnvel að "halda framhjá."


Ef við gefum okkur að það fái sömu meðhöndlun og "stinga" kæmi þetta svona út:



Björn Ingi var bunginn í Rei-hópnum, eftir að hann bakk sjálfstæðismenn til að fá betra sæti við háborðið.


Eða er þetta kannski beygt öðruvísi?


mbl.is Björn Ingi ekki í stýrihópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Titrandi standpínur

Það hlýtur að fara að koma að því, að einhverjar nefndir á vegum ríkisins fari að breyta þessu nafni, "Upptyppingar".


EKki síst þar sem Standpínurnar eru að skjálfa og titra, með hléum, svo mánuðum skiptir.


Eða kannski ætti að nefna þennan stað "víbratorar"?


mbl.is Áfram skjálftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bræður munu berjast

Jæja, þetta er ljóst. Björn Þorfinnsson vann Stefán Kristjánsson. Ég vann Braga í fyrri og var kominn með unna stöðu í seinni skákinni, þegar ég missti skyndilega vitið og lék tvo slæma afleiki. Í bráðabananum vann ég solid peð og hefði unnið þetta á góðum degi, en gleymdi að tímamörkin voru minni og skyndilega vaknaði ég upp í tímahraki og lék öllu niður.

Sárt, því maður var kominn með aðra höndina á úrslitaeinvígið við Bjössa.


En bræðurnir Þorfinnssynir munu berjast.


En gaman að taka Hannes, það skal ég alveg játa.
mbl.is Hannes Hlífar úr leik á Íslandsmótinu í atskák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæða báknið

Það er löngu orðið tímabært að a.m.k. ræða aðskilnað ríkis og kirkju. Það er ófært í nútímanum að ríkið sé að púkka upp á ein trúarbrögð umfram önnur. Fólk má hafa þau trúarbrögð sem það vill - eða kasta þeim alveg. Hér á að ríkja trúfrelsi, þó svo sé ekki í raun. Ríkiskirkjan nýtur forréttinda sem eru í senn ósanngjörn og gegn anda samtímans / samfélagsins.


Það í raun og veru græðir enginn á núverandi kerfi, nema auðvitað prestarnir, sem hafa það náðugt á ríkisjötunni (ok, amk hlutfallslega) og njóta ríkisstyrktrar guðfræðideildar, sem kennir aðeins guðfræði einnar kirkjudeildar, sem orðin er innantóm og fastreyrð stofnun.


Ég meina, af hverju ekki að gera bara Húsnæðisstofnun ríkisins að "þjóðkirkju"; þangað fara amk fleiri en í lútersku ríkisstofnunina.


Því miður virðist ríkiskirkjan vera lítið meira en hver önnur ríkisstofnun, en að vísu með örlitlu trúarlegu ívafi.



mbl.is Rætt um að færa þjóðkirkjuna til forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefðbundin ólæti

Ég get ómögulega fellt mig við, að það sé kallað "hefðbundið" að miðbærinn logi um hverja einustu helgi í ólátum, drykkjulátum á almannafæri, og slagsmálum, svo eitthvað sé nefnt.

Og þetta er kallað að skemmta sér. Æjá. Ég sé ekki hvað er svona skemmtilegt við þetta.


En persónulega held ég, að þetta þurfi að færa út fyrir miðbæinn, t.d. á Smiðju- eða Skemmuveg eða í önnur "iðnaðarhverfi". Ömurlegt að sjá hvernig miðbærinn er leikinn um hverja einustu helgi. En svona er þetta víst og komin "hefð" á þetta.
mbl.is Hefðbundin nótt í borginni - hávaði, ölvun og pústrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestir

3Aldrei spurning. Besti þjálfarinn í ensku Premier League og besti leikmaðurinn. Ekki erfitt að velja þetta skiptið.


mbl.is Wenger og Fabregas bestir í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðing og söluaukning

Að vísu gæti þetta verið rétt. Ef einkaaðilar fá að koma að málum fyrirtækja eykst sala....lögmál markaðins.


En ég efast um, að þeir sem vilji drekka drekki eitthvað meira þó hægt verði að kaupa léttvínið í Hagkaup en ekki Ríkinu.
mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband