Héraðsbann á áfengi í Reykjavík

Ég var að fletta gömlum Mogga, nánar tiltekið frá 9. júlí 1955. Þar segir frá því, að bæjarstjórn Rvk hafi samþykkt að stofna til atkvæðagreiðslu með Reykvíkinga um, hvort setja eigi héraðsbann á áfengi í Rvk, þannig að áfengi væri bannað í Rvk.

Nú, en ríkisstjórnin gaf síðan út þá yfirlýsingu, að burtséð frá þessu banni gæti ÁTVR áfram selt áfengi í verslunum sínum í Rvk og taldi þá bæjarstjórn, að jafnvel þó héraðsbann yrði samþykkt, yrði það marklaust.

Merkilegt samt, að borgarstjórn/bæjarstjórn Rvk skuli hafa látið sér detta þetta í hug. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband