Dópaðir bílstjórar

Maður er næstum farinn að heyra oftar um, að menn séu teknir fyrir að aka undir áhrifum eiturlyfja en áfengis. Ég hef ekki hugmynd um, hvort sé hættulegra, en grunar þó, að í báðum tilvikum sé það magnið sem hafi mest áhrif.


Og í báðum tilvikum er bílstjórinn óhæfur til að stjórna ökutæki.


En greinilega hafa stjórnvöld ekki náð neinu taki á eiturlyfjavandanum. Ég sé ekki betur en, að vandinn sé frekar að aukast en hitt. Spurning hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða stefnuna og reyna að finna nýjar aðferðir til að stemma stigu við þessum vágesti, t.d. með því að herða löggjöfina, svo menn sitji lengur inni fyrir dópsölu eða smygl en nú er.


Og jafnvel að herða löggjöfina gagnvart þeim, sem teknir eru með dóp í fórum sínum, og þá er ég sérstaklega að hugsa um sterkari efnin.
mbl.is Hvítt ský barst frá bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband