Einkavæðing og söluaukning

Að vísu gæti þetta verið rétt. Ef einkaaðilar fá að koma að málum fyrirtækja eykst sala....lögmál markaðins.


En ég efast um, að þeir sem vilji drekka drekki eitthvað meira þó hægt verði að kaupa léttvínið í Hagkaup en ekki Ríkinu.
mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Afnám einkasölu myndi þýða að sölustöðum myndi fjölga til muna sem þýðir aukið aðgengi.  Aukið aðgengi kallar síðan á aukna neyslu.  Allir fara reglulega í matvöruverslanir en sumir þurfa að gera sér sérstaka ferð eftir áfengi vegna þess að enginn útsölustaður 
er í grendinni.  Menn nenna því einfaldlega síður ef því fylgir fyrirhöfn.  Íslendingar
eru ekki vanir að líta á áfengi sem matvöru, heldur meðal til að koma sér í annarleg
ástand.

Helgi Viðar Hilmarsson, 19.10.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mun manneskja sem er veik fyrir áfengi, nenna síður að svala fíkn sinni ef hún þarf að fara aðeins lengra til að ná í sopann sinn? Held varla

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2007 kl. 17:35

3 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þeir sem hafa tilhneigingu til að ánetjast áfengi eru líklegri til að gera það ef aðgengi að áfenginu er auðvelt.  Þeir sem misnota áfengi eru líklegri til að gera það oftar ef aðgengið er auðvelt.  Fátt stöðvar hins vegar forfallin alkahólista þegar hann þarf að verða sér út um áfengi.

Helgi Viðar Hilmarsson, 19.10.2007 kl. 22:15

4 Smámynd: Snorri Bergz

Persónulega kemur þetta mér ekki við. Ég kaupi ekki svona varning.

Snorri Bergz, 19.10.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband