Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Baugstidende í kreppu
Nú er aldeilis að fjara undan Nyhedsavisen (a.k.a. Baugs Tidende
), en Danir virðast ekki ætla að meðtaka snilldina með sama hætti og við Mörlandar.
Sagan virðist ætla að vera rituð öðruvísi hér. Að mínum dómi er orðið nokkuð langt síðan að Fréttablaðið varð bitastæðara blað en Mogginn, sem heldur þó ákveðnum sjarma og ákveðnum standard, sem Fréttablaðið fer stundum á mis við.
En í Fréttablaðinu eru oft fréttir og upplýsingar, sem að mínum dómi eru athygliverðar, en Mogginn birtir ekki. Þannig eru meiri upplýsingar í Fb, þó fréttirnar í Mbl. séu að jafnaði traustverðugri.
Í Danmörku virðist Nyhedsavisen ekki hafa tekist að ná nægjanlega góðri fótfestu, hugsanlega vegna þess að danskir auglýsendur eru ekki að taka þennan miðil alvarlega, eða ekki eins alvarlega og við hér heima á Fróni.
En hvað gera bændur nú? Er blaðið að hætta eða mun það halda áfram í smækkaðri útgáfu?
![]() |
Fjöldauppsagnir á Nyhedsavisen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Minjar frá elstu byggð Egyptalands

(Faiyum þarna í suðvestur frá Kairó, við stöðuvatnið á myndinni)
Það ku hafa verið þarna, sem þéttbýlismyndun varð skipulögð að einhverju ráði og menn hófu að skipuleggja sig með nýju móti, en áður voru menn hirðingar og flökkuðu um. Eins og ég sagði að framan er erfitt að átta sig á hvort föst búseta hófst fyrr í Faiyum eða Súmer, en það skiptir e.t.v. engu stórmáli.
Ég skal viðurkenna, að ég er farinn að gleyma, en mig minnir að það hafi verið sjálf móðirin, Níl, sem ákvað að lækka aðeins rostann í börnunum sínum í Faiyum. Aur og leðja sem fljótið mikla bar með sér, ku hafa stíflað rennsli og smám saman minnkað vatnið í Faiyum og þar með búsetumöguleikar. EKki síst átti þetta við um flóðin.
(Viðbót: Verið getur að mig misminni. Fór að pæla í þessu aðeins og verið getur að flóðin í Níl hafi verið óvenjumikil, svo fljótið hafi brotið sér leið inn í Faiyum og skilið eftir sig rústir. EN ég veit fyrir víst að það voru flóðin í Níl sem skemmdu afkomumöguleika íbúanna þarna...)

Stórveldistími Faiyum var liðinn, en þarna bjuggu þó einhverjir áfram og síðar átti þetta svæði góðar og glaðar stundir, en ekkert í líkingu við það sem var, þegar gullöld þessa staðar átti sér stað, þegar í upphafi, þegar menn tóku að koma sér upp fastri búsetu, reisa áveitur og rækta landið sér til viðurværis, og halda húsdýr.
Nú er svosem ekki mikið að sjá þarna, og þó. Þegar ég fór til Egyptalands mátti ég ekki vera að því að heimsækja þennan stað -- vissi varla af honum þá! En næst þegar ég fer þarna suðureftir stefni ég að því að heimsækja hann, þó ekki sé nema til að kíkja á píramídann þar. (Og ég veit ekkert hvort þessi sé eldri eða yngri en t.d. þeir í Gísa).
Úff, ég er kominn með alvarleg fráhvarfseinkenni. Miðausturlönd kalla...
(Viðbót: bætti við link á umfjöllun í Wikipediu...vona að ég sé að linka á réttan stað!)
![]() |
7.000 ára borgarrústir finnast í Egyptalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Snjór í Jerúsalem

En ég held að fáar borgir séu jafn fallegar í snjó eins og Jerúsalem. Fáar borgir eru eins fallegar per se. En snjórinn gerir allt fallegra, og um stundarsakir gleyma menn vandamálum og erjum og horfa á hverni snjórinn hylur óhreinindi á götunum og grjótið, sem alls staðar má finna þarna.
En hin gullna Jerúsalem er hvít í dag. Megi hún finna frið.
(Mynd: Damaskus-hliðið í snjó).
![]() |
Hvít Jerúsalem |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Svona á ekki að vera hægt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Slysalegur rass?

En ég fatta ekki reyndar hvað er svona fréttnæmt við þetta...eins og svo margt sem hér birtist úr heimi fræga fólksins.
![]() |
Rassinn hálfgert slys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Stormviðvörun í Írak
Varúð: á morgun verður veður til loftárása. Almenningur er vinsamlegast beðinn að halda sig fjarri bústöðum grunaðra terrorista.
Kveðja
Veðurstofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
![]() |
Veðurspá hjá Sigga eftir pöntunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Um borgarstjóra: úr smiðju spekings


Sæll Snorri,Ég var að lesa umræður á "hvalablogginu" um borgarmálog langar til að kommentera aðeins á það.Dagur er umræðupólitíkus. Hann talar og talar, setur mál í nefndir og á hundrað dögumhans sem borgarstjóra gerðist ekki neitt . Fyrri reynsla af störfum Dags í borgarstjórnbendir til þess að í þeim málum sem ekki tekst að svæfa endanlega, séu teknar rangar ákvarðanir.Gamli góði Villi er athafnapólitíkus. Hann tekur ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við neinnog er bara býsna fljótur að því. Því miður eru ákvarðanir hans flestar rangar.Þar af leiðir; Dagur gerir færri afglöp og er því skárri borgarstjóri en Gamli góði VilliEn svona án gríns, stjórnunarhættir Villa gengu ágætlega þegar Davíð var borgarstjóri,enda er hann leiftrandi skarpur og var að flestu leyti afar farsæll í starfi.Gamli góði Villi hins vegar er sauður, sem virðist klúðra flestu sem hann kemur nálægt.
![]() |
Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Toppurinn að vera í teinóttu?

En það var ekki toppurinn í kvöld, þegar þeir feit-teinóttu fóru niður í logum gegn Arsenal, sem er nú komið heim, amk um stundarsakir.
Arsenal ku víst hafa haft mikla yfirburði (nema í upphafi síðari hálfleiks) og vann nú Newcastle 3-0 í annað skiptið á nokkrum dögum.
Keegan hefur því tapað 0-6 fyrir Arsenal á nokkrum dögum og ekki byrjar það vel.
Og Adebayor að brillera. Hann virðist sá eini sem getur haldið í við Ronaldo í markaskoruninn í PL.
Sko risann.
![]() |
Arsenal náði þriggja stiga forskoti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Skiljanleg ákvörðun


![]() |
Bjarni: Ákveðin léttir að vera laus frá Everton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Ástþór í forsetaframboð í Rússlandi?
" Sjálfskipaður keisari, fjórar keisaraynjur og fjöldi annarra sérvitringa hafa falast eftir að fá að bjóða sig fram í forsetakosningunum í Rússlandi í mars, að því er formaður yfirkjörstjórnar greindi frá í dag. Alls hafa borist yfir eitt hundrað framboðsbeiðnir frá "óháðum" frambjóðendum."
Ástþór í framboði, eða amk einhverjir af svipuðum toga?
En greinilega að Íslendingar og Rússar eiga margt sameiginlegt. Spurning hvort Rússar fylgja þá ekki fordæmi Kínverja og styðji okkur til setu í öryggisráðinu?
![]() |
Þykjustukeisarar og aðrir sérvitringar vilja bjóða fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)