Um borgarstjóra: úr smiðju spekings

8-vilhjalmurdagurFékk skemmtilega analýsu (eða Önnulísu eins og sumir kalla þetta) frá ónefndum matreiðslumanni um borgarstjóra og framferði þeirra. Ég verð að birta þetta:


Sæll Snorri,
Ég var að lesa umræður á "hvalablogginu" um borgarmál
og langar til að kommentera aðeins á það.
Dagur er umræðupólitíkus. Hann talar og talar, setur mál í nefndir og á hundrað dögum
hans sem borgarstjóra gerðist ekki neitt . Fyrri reynsla af störfum Dags í borgarstjórn
bendir til þess að í þeim málum sem ekki tekst að svæfa endanlega, séu teknar rangar ákvarðanir.
Gamli góði Villi er athafnapólitíkus. Hann tekur ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við neinn
og er bara býsna fljótur að því. Því miður eru ákvarðanir hans flestar rangar.
Þar af leiðir; Dagur gerir færri afglöp og er því skárri borgarstjóri en Gamli góði Villi
En svona án gríns, stjórnunarhættir Villa gengu ágætlega þegar Davíð var borgarstjóri,
enda er hann leiftrandi skarpur og var að flestu leyti afar farsæll í starfi.
Gamli góði Villi hins vegar er sauður, sem virðist klúðra flestu sem hann kemur nálægt.



Ég hef nú séð margar vitlausari skilgreiningar á borgarmálunum en þessa! En hvað ætli þessi frægi matreiðslumaður hafi að segja um Ólaf F. Magnússon?

mbl.is Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband