Fimmtudagur, 11. september 2008
Deilt og rifist
Merkilegir þessir eðlisfræðiprófessorar.
A: Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn.
B: Nei, pabbi er svo lögga.
A: Isspiss, pabbi minn er í víkingasveitinni.
B: Ojbarasta, pabbi minn er í KR-liðinu.
osfrv.
En alltaf gaman að sjá menn af þessu kaliberi rífast svona heiftarlega.
Eðlisfræðiprófessorar í hár saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Vestfirðingar eru greinilega af ýmsum toga
Fáa "hópa" Íslendinga líkar mér jafn vel við og Vestfirðinga. Það virðist vera eitthvað sérstakt við firðina fögru fyrir vestan að frá þeim streymir kjarnmikið, hörkuduglegt og yfirleitt mjög heiðarlegt fólk. Til að mynda hef ég kynnst mörgum Bolvíkingum, aðallega í gegnum skákina, og fyrir utan hefðbundna kosti Vestfirðinga hafa þeir mikið vit á fótbolta, en þeir, sem ég þekki best þaðan, halda báðir með Arsenal í enska boltanum.
En Vestfirðingar eru þó ekki einsleitir, enda aðskildu e.t.v. fjöllin miklu norðurfirðinga frá sunnanmönnum. Þetta má sjá af þessari frétt um að brotist hefði verið inn í fimm bíla í Bolungarvík. Þó vísast sé sá möguleiki fyrir hendi, að aðkomumenn hafi verið þar á ferð, er ljóst að amk hafa einhverjir búsettir á svæðinu staðið fyrir þessu.
Því má segja, að ólíkt hafist þeir að fyrir vestan. Í Bolungarvík eru bílainnbrotsþjófar, en "Bíldælingar" a.m.k. sumsstaðar á fjörðunum hið syðra.
Brotist inn í bíla í Bolungarvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Þreytt.is/verulega_þreytt
Ég þoli ekki svona daga. Ok, ég er sallarólegur svosem, en samt innst inni pínulítið pirraður. Reyni bara ekki að láta það berast út.
Þetta er einn af þessum dögum þegar maður bíður eftir miðnættinu og svefndrunga næturinnar.
Æjá, ég hef samasem ekkert náð að gera í dag, af því sem ég ætlaði mér. Og sumt hef ég gert, sem ég ætlaði ekki að gera, t.d. að taka inn augmentin við þessari ofurþreytandi ristilbólgu. Að vísu get ég glaðst yfir því, að þetta er óvenju mild útgáfa. Ég hef semsagt séð það verra. En þreytt.is engu að síður.
Í kvöld er oggolítið skákmót. Ég er nú formlega séð hættur keppni; búnað setja skákbækurnar niðrí kassa. En maður grípur samt í eitt og eitt hraðskákmót, rétt til að gleyma þessu ekki alveg. Og nú er það liðakeppni, svo maður verður að mæta, sé þess einhver kostur. Við TRingar höfum misst svo marga leikmenn að undanförnu til vestfirska Chelsea City og annarra, að það munar um hvern mann.
Ætli maður láti sig ekki hafa það að mæta, amk fyrst um sinn; sjá svo bara til hvernig maður verður.
En vegna þessa sit ég nú bara við tölvuna og dúlla mér. Þess vegna hef ég m.a. tíma til að bulla, eins og ég geri núna. En svona "húsmóðurblogg" er þó ekki í mínum stíl. Yfirleitt blogga ég bara til að fá útrás, halda umferð á bloggsíðuna svo hún haldist virk og geti þannig styrkt aðrar bloggsíður mínar (og þær aftur á móti styrkja síður umbjóðenda minna! djobbið sko), eða til að hæðast að margs konar furðulegum fréttum á mbl.is. Einstaka sinnum birti ég brot út þeim þúsundum síðna sem ég skrifaði á árum áður þegar ég nennti og mátti vera að, eða var í skóla.
Kannski ég fari að lauma slíkum síðum inn aftur, rétt til að hafa þetta ekki bara "einlínu aulahúmor" eins og einhver kallaði bloggfærslurnar mínar fyrir ekki svo margt löngu. En maður sér bara til, eftir því sem tími gefst.
En jæja, fyrsta húsmóðurblogginu mínu í langan, langan tíma er hér með lokið. En hvaða haus ætti ég að setja upp fyrir næsta blogg?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Minnismerkið við Pentagon
Ég átta mig ekki alveg á því, á þessari mynd, hvar þetta minnismerki er, en í fljótu bragði virðist það rétt hjá METRO stöðinni í Pentagon og strætóstöðinni.
Ég kom á Pentagon Metro nánast á hverjum degi meðan ég bjó i Alexandriu, Virginiu. Þá tók ég strætó niður á Pentagon og Metroið þaðan og yfir í Washington "Mall", þar sem ríkisstofnanirnar eru amk margar til húsa. Þar starfaði um hríð.
Þetta er kunnuglegt svæði, en ég kem þessu samt ekki fyrir mig alveg.
En að öðru: Ég er kannski farinn að kalka, en ég man ekki betur en að Pentagon væri hinumegin við Ptomac fljót og því formlega séð í Virginíu, en ekki í Washington. Skiptir kannski engu máli svosem.
Minnismerki um hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Offitufaraldur vs. anorexía
Ok Friends hefðu ekki verið eins skemmtilegir þættir og annars, ef þeir hefðu verið teknir upp í Tennessee og leikararnir orðið offitu að bráð.
En hins vegar, öllu má nú ofgera í megruninni.
Er offituvandinn faraldur eða leti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Kobe á eyrinni?
Ja, ekki er Kobe Bryant neitt líkur Gvendi dúllara á eyrinni. Sá síðarnefndi vildi fara í aðgerð eins oft og kostur var. En Kobe Bryant er ríkur og frægur; Gvendur sat í kofa sínum einn og sæll.
Kobe Bryant neitaði að fara í aðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. september 2008
Uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn
Jæja, nú tíðkast víst hin breiðu spjótin. Ég á reyndar eftir að lesa þessa grein Óla, en geri það vísast fljótlega. Sjálfur skrifa ég einstaka sinnum í Þjóðmál og hafði reyndar lofað að skrifa ákveðna grein fyrir þetta tölublað, en steingleymdi því gjörsamlega. Enginn skaði skeður, það kemur bara síðar, vonandi.
En uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn.
Ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður að því leytinu að ég skráði mig í flokkinn um 1990, í fyrsta lagi til að geta stutt ákveðinn frambjóðanda í prófkjöri, en einnig af því að ég taldi mig liggja næst stefnu þessa flokks, heilt yfir litið. Ég hef hins vegar aldrei tekið þátt í pólítísku starfi flokksins, utan hvað ég hef mætt á nokkra landsfundi og skilað inn þessum miða, sem veitir manni seturéttindi; talið að hann væri betur kominn í höndum einhverra sem tekið hefðu þátt í flokksstarfinu. Miði þessi hafði borist mér í hendur á vegum Heimdalls, þar sem ég hafði stutt ákveðna frambjóðendur til forsætis, þó óljóst sé hverju stuðningur minn hafi skilað.
Mér líkar ágætlega við Geir Haarde. Hann virðist vænsti maður, en ekki eins aðsópsmikill og forveri hans. Ég las forðum opinber skjöl um föður hans, sem fluttist hingað til lands. Af þeim má ráða að þar hafi farið mikill dugnaðarforkur og hlaut hann góð ummæli fólks, þegar kom að því að endurnýja landvistarleyfi og svoleiðis, ef ég man rétt. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Geir kippi í kynið. Sjálfur þekki ég Geir ekkert. Hef aldrei hitt hann, en séð honum bregða fyrir nokkrum sinnum, síðast þegar hann lét Hildi litlu máta sig, eins og frægt er orðið.
Geir Haarde hefur marga kosti, bæði persónulega og sem stjórnmálamaður. Einhvern veginn sýnist mér, að jafnvel pólítískir andstæðingar hans eigi erfitt með að ata hann auri. Hann er einhvern veginn "góður gæi", sem jafnvel kommarnir virðast fíla, amk í laumi.
En ég er á hinn bóginn ekki ánægður með hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur þróast á síðustu misserum. Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða stefnu hann hefur í raun, hvert hann stefni, og enn síður hvað hafi orðið þess valdandi, að hann varð skyndilega jafnaðarmannaflokkur.
Í oddvitasæti í borgarstjórn valdist framsóknarmaður sem er á góðri leið með að eyðileggja flokkinn í Reykjavík. Verra var, að þeir sem með honum völdust voru ekki alveg að hæsta kvalítei, sumir amk. Ágætis fólk inni á milli, en sumir þarna hefðu alveg mátt missa sig. En vonandi stillir flokkurinn upp sterkari lista næst. Á reyndar ekki von á öðru. Jafnframt er ég ánægður með að Hanna Birna sé komin til forystu.
Í landsmálunum. Mig grunar að Geir eigi eftir að sjá eftir því, amk síðar meir, að hafa ákveðið að taka Samfylkinguna með sér í stjórn. Að vísu voru möguleikarnir ekki margir, en ég er ekki frá því að það hefði jafnvel verið skárra að hafa kommana með en þetta furðulega lið, sem setur saman Samfó og virðist vera eina stjórnarandstaðan sem eitthvað kveður nú að á Alþingi.
Ég er satt best að segja ekki hissa á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst fylgi upp á síðkastið. Ruglingsgangurinn hefur verið með slíkum ólíkindum. En vonandi ná liðsmenn Geirs Haarde vopnum sínum að nýju og koma fílefldir til leiks í næstu kosningum.
En því miður grunar mig að nauðsynlegar breytingar muni ekki eiga sér stað fyrr en í þarnæstu kosningum, þegar Hanna Birna verður orðin formaður flokksins, eða Bjarni Ben.
Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. september 2008
Silfrið enn á ný
Sportlega séð er aðeins eitt skemmtilegra en að vinna Dani í íþróttum.
Það er að sigra Svía.
Íslendingar skelltu Dönum í Höllinni 77:71 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Sakna menn Sigga gamla?
Jæja, Siggi sæfari er farinn og kemur vísast ekki aftur. Það er búið að loka á hann. Sjá má í athugasemdum á síðu Óskars Helga hvar rótin liggur, hjá einhverjum bloggklúbbi viðkvæmra kvenna. Sá svo að síður þess konar voru amk tvær, þessi (Slá á læri eitthvað) og hin, en þær komu í "heitum umræðum" í gær.
Ég fæ nú samt ekki betur séð, en að dónaskapur sá, sem konur þessar og aðrar höfðu í frammi í garð Sigga gamla sé mun verri og meiri en sá, sem Siggi ku hafa viðhaft í garð þeirra. Ég sé ekki betur en að þetta sé saklaust grín á fyrrnefndu síðunni, grín með að "slá á læri", en að þá hafi pempíuskapurinn og tepruhátturinn orðið talibanskur og höfuð Sigga gamla verið krafist. Ég hef nú sjálfur fengið ýmis skot frá Sigga gamla, en só what?
En ég skal viðurkenna, að sjaldan hef ég lesið jafn leiðinleg blogg og þessi tvö, sem ég minntist á hér að ofan. Einkaheimur miðaldra kvenna á víst enga skírskotun til mín. En þó mér sé misboðið með þessari endalausu væmni (virðist vera inngönguskilyrði að setja "hjartamerki" á eftir hverju commenti), þá dytti mér aldrei i hug að krefjast refsinga. Ef einhverjar síður bögga mig, fer ég bara ekki þangað inn meira. En sumir lifa greinilega enn í heimi þar sem Samúel og Rauðu ástarsögurnar eru hið argasta klám.
En svona er víst lífið í dag. Ef nógu margar teprur mótmæla, verður að taka þau til greina. Svona er víst hið hálfbleika PC-samfélag okkar í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Er þetta ímyndun í mér, eða...
...eru demókratar full rætnir í garð persónu Söru Palin? Snýst kosningabarátta demókrata nú fyrst og fremst um persónulegar árásir á konu þessa?
Ég vona að ég hafi á röngu að standa. En ég tel demókrata vera að pissa í skóinn sinn um þessar mundir.
Baðst afsökurnar á athugasemd um fóstureyðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)