Uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn

daobushJæja, nú tíðkast víst hin breiðu spjótin. Ég á reyndar eftir að lesa þessa grein Óla, en geri það vísast fljótlega. Sjálfur skrifa ég einstaka sinnum í Þjóðmál og hafði reyndar lofað að skrifa ákveðna grein fyrir þetta tölublað, en steingleymdi því gjörsamlega. Enginn skaði skeður, það kemur bara síðar, vonandi.

En uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn.

Ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður að því leytinu að ég skráði mig í flokkinn um 1990, í fyrsta lagi til að geta stutt ákveðinn frambjóðanda í prófkjöri, en einnig af því að ég taldi mig liggja næst stefnu þessa flokks, heilt yfir litið. Ég hef hins vegar aldrei tekið þátt í pólítísku starfi flokksins, utan hvað ég hef mætt á nokkra landsfundi og skilað inn þessum miða, sem veitir manni seturéttindi; talið að hann væri betur kominn í höndum einhverra sem tekið hefðu þátt í flokksstarfinu. Miði þessi hafði borist mér í hendur á vegum Heimdalls, þar sem ég hafði stutt ákveðna frambjóðendur til forsætis, þó óljóst sé hverju stuðningur minn hafi skilað.

GeirHH1Mér líkar ágætlega við Geir Haarde. Hann virðist vænsti maður, en ekki eins aðsópsmikill og forveri hans. Ég las forðum opinber skjöl um föður hans, sem fluttist hingað til lands. Af þeim má ráða að þar hafi farið mikill dugnaðarforkur og hlaut hann góð ummæli fólks, þegar kom að því að endurnýja landvistarleyfi og svoleiðis, ef ég man rétt. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Geir kippi í kynið. Sjálfur þekki ég Geir ekkert. Hef aldrei hitt hann, en séð honum bregða fyrir nokkrum sinnum, síðast þegar hann lét Hildi litlu máta sig, eins og frægt er orðið.

Geir Haarde hefur marga kosti, bæði persónulega og sem stjórnmálamaður. Einhvern veginn sýnist mér, að jafnvel pólítískir andstæðingar hans eigi erfitt með að ata hann auri. Hann er einhvern veginn "góður gæi", sem jafnvel kommarnir virðast fíla, amk í laumi.

En ég er á hinn bóginn ekki ánægður með hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur þróast á síðustu misserum. Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða stefnu hann hefur í raun, hvert hann stefni, og enn síður hvað hafi orðið þess valdandi, að hann varð skyndilega jafnaðarmannaflokkur.

Í oddvitasæti í borgarstjórn valdist framsóknarmaður sem er á góðri leið með að eyðileggja flokkinn í Reykjavík. Verra var, að þeir sem með honum völdust voru ekki alveg að hæsta kvalítei, sumir amk. Ágætis fólk inni á milli, en sumir þarna hefðu alveg mátt missa sig. En vonandi stillir flokkurinn upp sterkari lista næst. Á reyndar ekki von á öðru. Jafnframt er ég ánægður með að Hanna Birna sé komin til forystu.

Í landsmálunum. Mig grunar að Geir eigi eftir að sjá eftir því, amk síðar meir, að hafa ákveðið að taka Samfylkinguna með sér í stjórn. Að vísu voru möguleikarnir ekki margir, en ég er ekki frá því að það hefði jafnvel verið skárra að hafa kommana með en þetta furðulega lið, sem setur saman Samfó og virðist vera eina stjórnarandstaðan sem eitthvað kveður nú að á Alþingi.

arnimattÉg er satt best að segja ekki hissa á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst fylgi upp á síðkastið. Ruglingsgangurinn hefur verið með slíkum ólíkindum. En vonandi ná liðsmenn Geirs Haarde vopnum sínum að nýju og koma fílefldir til leiks í næstu kosningum.

En því miður grunar mig að nauðsynlegar breytingar muni ekki eiga sér stað fyrr en í þarnæstu kosningum, þegar Hanna Birna verður orðin formaður flokksins, eða Bjarni Ben.


mbl.is Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband