Meðbyr með Frjálslyndum?

6,1% atkvæða! Er það meðbyr?

Ok, áður en ég sá þetta viðtal, hélt ég að álit mitt á Magnúsi 14-2 gæti ekki farið neðar. En það tókst.


mbl.is Magnús Þór: Erum lykillinn að falli ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur árangur Samfó

18% fylgi. Nú hlýtur sælubros að vera á Samfó-mönnum víða um lönd. Glæsilegt. Bara innan við 2% fall frá síðustu könnun. En úr því Ingibjörg talaði á landsfundinum, hlýtur fylgið að minnka enn í næstu könnum.

 Allt meira en 15% í næstu könnun hlýtur að teljast sigur fyrir Samfó.LoL

 

 


mbl.is Fylgi Samfylkingar minnkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frasapólítík Samfó

ossurÞetta skrifa ég sérstaklega til heiðurs vini mínum Benedikti Jónassyni!

Ég var að lesa eftirfarandi:

Er að hlusta á Össur í hádegisviðtalinu. Maðurinn er bara ekki í lagi. Horfið á þetta á visir.is gaurinn er bara á einhverju örvandi. Skildi hann hafa komist í lyfin hérna hjá mér? Enn er hann að röfla um þetta með Geir og sætustu stelpuna. Ekki vill hann samt útiloka samstarf við D  ef þeir fari að míga utan í S, skil bara ekki hvernig maðurinn getur talað svona. Það er ekki heil brú í þessu.

Ok, svona er þetta.  Verð að vera sammála. Samfylkingin virðist bara hafa tvenns konar pólítík:

1. Umræðupólítík. Setja allt í nefndir og ræða málin fram og til baka, og ekkert kemst í framkvæmd

2. Frasapólítík: Endurtaka alltaf sömu frasana í von um að fólk fatti ekki að hversu flokkurinn er málefnafátækur.

Og síðan eru Samfó-liðar hissa að flokkurinn sé að fara niður í logum? En ég verð að viðurkenna, að ég hélt að Össur væri yfir svona frasapólítík hafinn. Ég hafði greinilega á röngu að standa.


Landsfundur Samfylkingarinnar

ossurÞað er vel við hæfi, að Landsfundur Samfó byrji 13. apríl, föstudaginn 13. apríl.

Því er ljóst, að allir sem eru hjátrúarfullir geta ekki kosið þennan flokk í kosningunum eftir mánuð.

En líklegt er, að þetta verði síðasti landsfundurinn, sem Ingibjörg Sólrún situr sem formaður.

 


mbl.is Landsfundur Samfylkingar hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun Blaðsins og Magnúsar tveir

Heldur dregur úr fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, samkvæmt skoðanakönnun, sem Blaðið birtir í dag. Fylgi VG mælist 15,5% en var 23,6% í könnun blaðsins fyrir mánuði. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 45% en var tæp 43% í síðustu könnun blaðsins.

Fylgi Samfylkingar mælist nú 19%, svipað og áður, fylgi Framsóknarflokks mælist 9% eins og í síðustu könnun Blaðsins, fylgi Frjálslynda flokksins er 9% en var 6,1% fyrir mánuði og fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist nú 2,4%.

Könnunin var gerð 11. apríl. Úrtakið var 800 manns, svarhlutfall var 91,4% en aðeins 54,7% tóku afstöðu, 36,7% sögðust óákveðin og 8,6% sögðust hlutlaus eða ekki ætla að kjósa.

 

ogmundurVonandi veit þetta á gott. En VG maðurinn hér á Kaffi BSÍ er ekki hress. Og nú fær Magnús Stefánsson á baukinn, Magnús Zero, eins og hann kallar hann. Já, segir hann, það hefur ekki friðvænlegt í heiminum síðan múslimar kenndu Evrópubúum að nota núllið.

"En ef Magnús Stefánsson er Zero", spurði ég, "hvað er þá Magnús Hafsteinsson?"

"Magnús Hafsteinsson er 14-2" svaraði sá gamli og hló.

Ég gæti ekki hafa orðað þetta betur!


mbl.is Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2. umferð

XbitÚff, þetta var erfið skák í gær. Tefldi við Hrannar Baldursson, a.k.a. Don Hrannar de la Breiðholt, hinn ötula kvikmyndagagnrýnanda bloggheima vorra.

Ég taldi mig standa vel að vígi fyrir skákina; 150 stigum hærri og með hvítt. Byrjunin lofaði góðu, Hrannari urðu á deilítil mistök í byrjuninni og fékk ég "alla stöðuna", eins og menn segja. En Hrannar varðist af hörku og þurfti maður að eyða síðustu bensíndropunum til að komast á leiðarenda. En að lokum var skriðþungi stöðunnar of þungur og einn hlekkur gaf sig og þar með hrundi vígið. En Hrannar getur verið ánægður með vörnina. Hann barðist vel og getur vonandi nýtt sér það til framdráttar í 3. umferð í dag.

hunninnEn að öðru, Ingvar Þór titilveiðari var heppninn með andstæðing, GM Mihail Ivanov frá Rússía. Ivanov er frekar friðsamur og sagðist að fyrra bragði vera hálf smeykur við Íslendinga, sem jafnan eru betri en þeir virðast, stigalega séð. Nefndi hann þar til vitnis fræga skák 2002, þegar hann tapaði endatafli gegn mér skiptamuni yfir (þ.e. hrók gegn riddara, og síðan voru peð á stangli). En jafntefli var staðreynd hjá Ingvar og Mikhail. Ingvar fær Stefán Kristjánsson, sem er að verða stórmeistari fljótlega. Stefáni hefur ekki gengið sem best undanfarið og spái ég að Ingvar veiti honum samúðarjafntefli.

Héðinn vann frækinn sigur og er efstur ásamt 2 öðrum, Chris Ward, sem vann Löngumýrarskjóna (eldri), og Innu Gaponenko, eiginkonu Meijers, sem Ingvar Þór væóleitaði á skákborðinu í 1. umferð. Það kæmi mér ekki á óvart þó Héðin næði stórmeistaraáfanga núna.

Mörg jafntefli voru á toppborðunum, en jafnan löng. Ég tók nú ekki alveg eftir því, hvað fór þar fram, enda átti ég nóg með mína skák, sem var síðust að klárast. Við vorum lengi vel fjórir eftir, á tveimur borðum hlið við hlið, meðan aðrir kláruðu. Þar vann vinur vor Robert Harðarson Lagerman einhvern Bandaríkjamann í hörku skák. Speaking of....hann er akkúrat núna að sigla inn á BSÍ á "morgunfund" en við hittumst stundum á BSÍ að morgni og tökum stöðuna, skáklega séð.

"Litli bróðir" S. Bergsson yngri komst á blað í gær. Hann vakti mikla lukku í gær með nýja starfinu, en hnn er orðinn leikfimi kennari í Hlíðaskóla. Þeir sem þekkja manninn, hljóta af kíma a.m.k. aðeins. En hann er seigur strákurinn.

pandaNú, önnur merkileg úrslit voru, að "my friend Rúna' Ber' " þ.e. Rúnar Berg með dönskum framburði, hélt áreynslulítið jafntefli gegn Sigurbirni, svartteflandi Sævar væóleitaði jafnteflisvélina Jón Árna, sem tapar næstum aldrei með hvítu. Kallinn er nýgiftur og hefur sjaldan teflt betur en síðan þá. Hann er til alls líklegur í þessu móti, ef heilsan heldur.

Bragi Þorfinnsson, "Löngumýrarskjóni (yngri)", vann Indverjann Jha Sriram, en hann er eiginmaður konunnar með langa nafnið, sem vann Hjörvar í 1. umferð. Eg mæti honum í dag, þ.e. þeim indverska.

oddsson01

 

(Myndir: efst til hægri: Ingvar Þór; neðar til vinstri: Björn Löngumýrarskjóni, neðar til hægri, Sigurbjörn, neðst: Davíð Oddsson er reyndar ekki með á mótinu, en er vel tiltækur skákmaður).


Bloggfærslur 13. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband