Skoðanakönnun Blaðsins og Magnúsar tveir

Heldur dregur úr fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, samkvæmt skoðanakönnun, sem Blaðið birtir í dag. Fylgi VG mælist 15,5% en var 23,6% í könnun blaðsins fyrir mánuði. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 45% en var tæp 43% í síðustu könnun blaðsins.

Fylgi Samfylkingar mælist nú 19%, svipað og áður, fylgi Framsóknarflokks mælist 9% eins og í síðustu könnun Blaðsins, fylgi Frjálslynda flokksins er 9% en var 6,1% fyrir mánuði og fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist nú 2,4%.

Könnunin var gerð 11. apríl. Úrtakið var 800 manns, svarhlutfall var 91,4% en aðeins 54,7% tóku afstöðu, 36,7% sögðust óákveðin og 8,6% sögðust hlutlaus eða ekki ætla að kjósa.

 

ogmundurVonandi veit þetta á gott. En VG maðurinn hér á Kaffi BSÍ er ekki hress. Og nú fær Magnús Stefánsson á baukinn, Magnús Zero, eins og hann kallar hann. Já, segir hann, það hefur ekki friðvænlegt í heiminum síðan múslimar kenndu Evrópubúum að nota núllið.

"En ef Magnús Stefánsson er Zero", spurði ég, "hvað er þá Magnús Hafsteinsson?"

"Magnús Hafsteinsson er 14-2" svaraði sá gamli og hló.

Ég gæti ekki hafa orðað þetta betur!


mbl.is Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Gott skot hjá VG manninum á kaffi BSÍ, hann átti þá væntanlega við Magnús Þór 14 Magnús Stef 2, eða hvað??

kv. af skaga.

Einar Ben, 13.4.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Snorri Bergz

Nei, að Magnús Þór væri jafn ánægjuleg sending og 14-2 varð Íslendingum.

Snorri Bergz, 13.4.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband