Laugardagur, 27. janúar 2007
Framboðsræða Margrétar!
Jæja, þá er framboðsræða Margrétar komin á bloggið. Margt ágætt þarna og ljóst er, að hún vandar vitleysingunum í flokknum ekki kveðjurnar, ekki síst þessum gaukum þarna úr Nýju afli. Þetta er hin allra frambærilegasta ræða, amk margfalt betri en ræða formannsins.
En nú er Torfi kominn í mig, svo ég get ekki á mér setið að draga eftirfarandi út:
Forystumenn eiga ekki flokkana, þeir eru aðeins kjörnir til að framfylgja stefnumálum þeirra hundruða eða þúsunda sem fylkja sér um baráttumálin.
Hvar ætli Frjálslyndi flokkurinn sé skráður til húsa, hver á heitið Frjálslyndi flokkurinn, osfrv? En því miður fyrir Margréti, á pabbi gamli bara nafnið, ekki flokkinn. Magnús Þór er fyrir löngu búnað kaupa hann...og það fyrir slikk.
Ég vil síðan að lokum samhryggjast Margréti, eða samgleðjast, eftir því hvernig á þetta er litið. Ég skil hreinlega ekki hvers vegna eina frambærilega leiðtoga flokksins var hafnað, og það fyrir mann eins og Magnús Þór?
En kannski mun þessi flokkur heita Framfaraflokkurinn í næstu kosningum?
Laugardagur, 27. janúar 2007
Slóvenar sigraðir!
![]() |
Ísland í 8-liða úrslit eftir sigur á Slóveníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Svindl?
Hér síðla í dag hafa ýmsar fréttir verið að berast um, að ekki hafi verið eðlilega staðið að kjörinu. M.a. hafi Guðjón formaður hjálpað mönnum við að kjósa, kjörkassar hafi horfið, osfrv.
Maður spyr, hvað Margrét geri núna? Ég spái því, að á næstu dögum muni Margrét vera komin í annan flokk, líkast til Samfó eða Framsókn.
En spurning hvort þetta geri það ekki að verkum, að Framfaraflokkurinn missi vindinn úr seglunum. Ég meina, ég trúi ekki að kjósendur séu fífl. Þessi skrípaleikur á landsfundi FF hlýtur að ná augum og eyrum almennings.
En það versta við þennan skrípaleik, að skyndilega lítur Samfó út sem ágætur kostur, í samanburði. Það hlýtur að gleðja Imbu, að þingflokkur hennar sé nú ekki sá versti á þingi.
![]() |
Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Fólk er hætt að taka mark á vælukerlingum
Það held ég a.m.k. Jæja, Ingibjörg Sólrún heldur nú nýja Borgarnesræðu. Og fylgir virðist hrynja af flokknum í hvert skipti, sem hún opnar munninn. Þar heldur hún áfram að væla: Sjálfstæðisflokkurinn stóð að baki Baugsmálinu, endurtekur hún. Spurning hún tali þetta ekki úr svefni líka.
Hvernig dettur henni (og fleiri krötum) eiginlega í hug, að stjórnvöld geti sigað lögreglu og dómstólum á fólk út í bæ, bara svona að "gamni sínu"?
Að sama skapi stóð Sjálfstæðisflokkurinn víst líka að hverju einasta dómsmáli, sem barst í sali dómssala á síðasta áratug eða svo. Þetta er farið að vera þreytt nöldur og væl í kellingunni, sem virðist ekki hafa neitt fram að færa nema væl: "Pabbi, hann stal sleikjóinum frá mér". Þetta er ekki einu sinni á þroskastigi ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna. Spurning hvort Imba sé ekki í röngu djobbi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Löggan...ítrekað!
Ég endurtek hér í annað sinn á stuttum tíma lofsyrði mín á lögguna. Geir Jón, Stefán Eiríks og félagar hafa mitt fyllsta traust. Ég er rígstoltur af því að löggan á litla Íslandi sé orðin svona góð og öguð í vinnubrögðum sínum. En hins vegar er ekki það sama hægt að segja um dómskerfið, sem hleypir alls konar vitleysingum út í samfélagið. Og lagaumhverfið þarf að laga...þar koma alþingismenn til. Þar held ég sé að finna rót vandans. Það eru allt of margir ónytjungar á Alþingi.
Ég þekkti Stefán Eiríksson aðeins úr MH og veit að þar fer afar vandaður maður. Ég er mjög ánægður með, að Björn Bjarnason skuli hafa sett hann í þetta embætti. Þar á hann heima. Og ég fæ ekki betur séð, en að samstarfsfólk hans í löggunni hér á höfuðborgarsvæðinu sé einnig fyrsta flokks fólk.
![]() |
Drógu fram naglamottur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Sporin hræða
Ég hef verið að bíða eftir, að einhver myndi ræða hér grein Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu á föstudaginn síðasta. Ég hef bara séð Gísla Frey benda á hana, en ekki ræða. Menn geta jafnframt lesið hana á Vísi. Þar rekur Hannes hvernig vinstri menn hafa stjórnað á síðustu misserum og það er ekki glæsileg lesning.
Í fyrsta lagi má styðjast við reynsluna af fyrri vinstri stjórnum á Íslandi. Vinstri stjórnin 1971-1974 skildi eftir sig 50% verðbólgu, en vinstri stjórnin 1980-1983 100% verðbólgu. Vinstri stjórnin 1988-1991 sóaði almannafé í loðdýrarækt og fiskeldi og lét eftir sig stórkostlegan fjárlagahalla.
Í öðru lagi má styðjast við reynsluna af stjórn Ingibjargar Sólrúnar í Reykjavík 1994-2002. Á sama tíma og ríkið lækkaði skatta verulega, hækkaði R-listinn opinber gjöld í Reykjavík. Útsvar hækkaði úr 9,2% 1994 í 13,03% 2005. Skatttekjur borgarinnar jukust um fjórðung. Á sama tíma og ríkið lækkaði hreinar skuldir sínar úr 172 milljörðum kr. 1997 niður í 45 milljarða kr. 2006, tífölduðust hreinar skuldir borgarinnar, úr röskum 4 milljörðum kr. 1993 í 44 milljarða kr. 2002.
Í þriðja lagi má styðjast við reynsluna af stjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð, en Samfylkingin vill fara sænsku leiðina". Svíar voru löngum ríkasta þjóð Norðurlanda, en eru nú hin fátækasta. Landsframleiðsla á mann í Svíþjóð var 1964 um 90% af landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum, en er nú um 75%. Raunverulegt atvinnuleysi er um 15-17% og bitnar aðallega á æskufólki. Nánast öll ný störf frá 1950 hafa orðið til í opinbera geiranum. Skattheimta nemur um 60% af landsframleiðslu. Í fjórða lagi má styðjast við orð Ingibjargar Sólrúnar og annarra forkólfa Samfylkingarinnar. Þau virðast ekki geta á heilum sér tekið, því að í góðæri síðustu tíu ára hefur sumum gengið enn betur en öðrum. Þau tala um, að fjármagnstekjuskattur sé of lágur og auka þurfi framlög til velferðarmála (þótt þau hafi stóraukist síðustu ár). Þau vilja stöðva virkjanir og hafa í hótunum við útgerðarfyrirtæki. Þau virðast ekki hafa neinn áhuga á hagvexti.
Já, "sporin hræða", eins og Hannes lýkur með grein sinni. Þetta yrði annars milljón. Stjórnin myndi byrja á því að stofna c.a. 50 nefndir til að fullnægja umræðustjórnmálafíkn kratanna. Þar fengju inni c.a. 300 vinstri menn, sem fengju vænar fúlgur í greiðslur og það fyrir að gera verra en ekki neitt. Þessar nefndir eru yfirleitt til trafala, eins og ég hef m.a. tekið dæmi um. Nú, þegar hagsmunagæsluhópur atvinnunefndarmanna hefði lokið sér af, tæki þjóðernissinnasósíalistaflokkurinn við með sínar áherslur. Atvinnunefndarmenn Kratanna yrði nú leigðir og þeir gerðir að atvinnumótmælendum, og skrifstofa þýsku atvinnumótmælendanna fengi að koma hér upp afleggjara. Fólk myndi nú streyma til að mótmæla fyrir framan höfuðstöðvar þeirra fyrirtækja, sem hafa fleiri en tíu manns í vinnu, ganga frá einu til annars, áfram gakk, 1,2,3. Síðan myndi Steingrímur leiða blótfund á Austurvelli, þar sem þjóðinni verður kennt að blóta, og Hlynur bloggvinur vor fengi í gegn lagasetningu um að banna hálsbindi og skylda menn til bera barmmerki. Það skásta við þennan pakka væri, að Katrín menntamálaráðherra myndi stórauka framlög til menntamála, leysa vanda Þjóðskjalasafns og Landsbókasafns, svo eitthvað sé nefnt. En segjum svo að Framfaraflokkurinn verði þarna líka. Þá verða sett lög um nýbúa og þeir látnir bera merki á barmi sínum eins og gerðist í Þýskalandi á fjórða áratugi síðustu aldar.
Ok, þetta eru ýkjur, en sjaldan er reykur án elds. Málið er, að þegar maður fer að velta fyrir sér hvað vinstri stjórn myndi gera, kemur manni eiginlega ekkert í hug nema:
Samfylkingin mun gera skoðanakannanir - VG framboð mun mótmæla einhverju -Framfaraflokkurinn mun sitja á rassinum og þingmenn hans slást innbyrðis.
Í greininni í Fréttablaðinu nefnir Hannes Hólmsteinn þó nokkur líkleg atriði:
Ríkisútgjöld munu stóraukast og skattar hækka. Skatttekjur ríkisins munu minnka vegna aukinnar skattheimtu, því að atvinnulífið mun dragast saman, og þá verða tekin lán, svo að hreinar skuldir ríkisins munu stóraukast.
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður úr 10% í 20%, en við það hverfur skattstofninn áreiðanlega að mestu leyti, svo að ríkið missir af 15-20 milljarða tekjum á ári. Tekjuskattur á fyrirtæki verður hækkaður úr 18% í 30%, en við það minnka tekjur ríkisins (alveg eins og þær jukust við lækkunina), líklega um 10 milljarða. Sérstakur skattur á útgerðarfyrirtæki verður stórhækkaður.
Þetta verður atvinnulífinu þungbært. Seðlabankinn verður sviptur sjálfstæði og látinn leysa" vandann með lánsfjárþenslu. Verðbólga eykst þá í 20-30% að minnsta kosti, en fjöldi fólks mun ekki ráða við afborganir af húsnæðislánum og missa heimili sín. Bankar munu lenda í miklum erfiðleikum. Ríkt fólk hraðar sér til útlanda með fyrirtæki sín og fjármagn (en við það verður tekjuskipting vissulega jafnari). Atvinnuleysi eykst í 10-15%, sérstaklega í röðum æskufólks. Nú eru hreinar skuldir ríkisins á mann um 150 þúsund kr. Þær munu tífaldast, í 1,5 millj. kr. á mann.
Skattheimta ríkisins, sem á samkvæmt áætlunum að fara í 32% 2008, mun þess í stað aukast um fjórðung, í 40%, svo að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, mun samtals taka til sín 52% af landsframleiðslu. Ísland mun dragast aftur úr Danmörku og Noregi í almennum lífskjörum og lenda við hlið Svíþjóðar.
En í öllu falli virðist deginum ljósa, að taki stjórnarandstaðan við stjórnartaumunum hljóta menn að fara að velta því fyrir sér, að pakka bara niður og flytja til Kanarí. Og fremstir í flokki yrði bankarnir og aðrir þeir, sem sósíalistaflokkarnir vilja brjóta niður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Eru svona flugvélar ekki skoðaðar reglulega?
Nú kemur einhver Torfi upp í mér, en mér finnst þetta svolítið skítt, að flugvél þessi skuli hafa klikkað svona og valdið mönnum óþarfa hugarangri. Ef ekkert var að, hvers vegna kviknaði þá viðvörunarljós vélarinnar?
Og nú Reykás, en hið góða er, að svona er held ég afar sjaldgæft hjá íslenskum flugvélum. Þær eru, að því að ég best veit, vel útbúnar, jafnan nýlegar og síðan vel viðvaldið af flugvirkjum og öðrum fagmönnum. Þess vegna kemur það jafnan mjög að óvörum, þegar svona gerist.
En allur er varinn góður og finnst mér þrátt fyrir allt aðdáunarvert hversu hlutaðeigandi aðilar brugðust skjótt og vel við.
![]() |
Neyðarástand um borð í flugvél Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Er Frjálslyndi flokkurinn ruslakista þingsins?
Jæja, nú verður varaformaðurinn kosinn í dag. Ég hef þá tilfinningu, að Magnús Þór vinni þetta, þó sennilega fyrst og fremst vegna þess, að hann ku hafa smalað fleiri aðilum í flokkinn en Margrét. Þó brestir hafi komið í Margréti á síðustu misserum, að mínu mati, er hún greinilega frambærilegri karakter en Magnús Þór, sem að mínum dómi er eitt mesta fífl, sem Alþingi hefur setið uppi með lengi. Og er þó þar af mörgum að taka. En á hinn bóginn virðist þetta ekki vera einsdæmi, að vafasamir menn nái á þing og þá er ég ekki endilega að tala um Árna Johnsen, Gunnar Örlygsson og svoleiðis kumpána. Til dæmis fann ég merkilega vefgrein um bandaríska þingmenn.
29 members of Congress have been accused of spousal abuse,
7 have been arrested for fraud,
19 have been accused of writing bad checks,
117 have bankrupted at least two businesses,
3 have been arrested for assault,
71 have credit reports so bad they can't qualify for a credit card,
14 have been arrested on drug-related charges,
8 have been arrested for shoplifting,
21 are current defendants in lawsuits,And in 1998 alone, 84 were stopped for drunk driving, but released after they claimed Congressional immunity. (from Capitol Hill Blue)
Ég gæti ímyndað mér, að þetta hlutfall sé e.t.v. hærra en hjá bandarískum almenningi, a.m.k. sýna þeir varla siðferðislegt fordæmi. Og þessar tölur eru síðan reiknaðar yfir í sambærilegar niðurstöður úr nokkrum öðrum þjóðþingum.
Í mínum huga er það fyndnasta við þetta að, þegar ég var í Prag fyrr í mánuðinum, staulaðist ég út í "moll" að kaupa mér meðöl og rambaði þá á DVD-útsölu og keypti nokkrar myndir, m.a. myndina með Eddie Murphy úr þinginu, Distinguished Gentleman. Þó myndin greini e.t.v. aðeins að hluta til frá sönnum atburðum, t.d. mútum til þingmanna, þá er ljóst að víða er pottur brotinn. Ekki bara á Íslandi. En ef almenningur getur fyrirgefið þingmönnum ákveðna bresti í USA, er spurningin hvað við Íslendingar getum gert. Til dæmis er nokkuð almenn fordæming á Árna Johnsen, þó aðallega fyrir tæknilegu mistökin, en hingað til höfum við Íslendingar státað okkur af því, að sýna umburðarlyndi og fyrirgefningu í svona málum. Kannski við ættum að gefa Árna einn séns enn.
En þótt menn geti kannski fyrirgefið þingmönnum ákveðna bresti, er erfitt að fyrirgefa þingmönnum, séu þeir lélegir og á tíðum snarvitlausir. Það er því miður sú ímynd, sem ég hef af þingmönnum Frjálslynda framfaraflokksins. Ég tók Magnús Þór sem dæmi hér að ofan. Var hann ekki kærður fyrir eitthvað fyrir nokkrum árum, þ.e. tengt brottkastfréttinni? Það hafa allir fyrirgefið núna, en menn eiga erfiðara eð að horfa framhjá ýmsu öðru. Ég á t.d. erfitt með að fyrirgefa honum ákveðna ræðu hans á þingi, en hún upphófst svona: "Ég vill". Halló! Þarf að setja Magnús í ÍSL 103 enn á ný? Þetta á ekki að heyrast á Alþingi. Síðan eru margar skoðanir hans með ólíkindum. Hann kom fram sem andsemítisti í einu viðtali og gekk miklu lengra en það sem kalla má and-síonisma. Hann getur því ekki falið rasisma sinn undir sakleysislegu yfirbragði, eins og hann reynir nú og þingflokkur FF líka. Ég trúi þeim ekki. Síðan er Sigurjón goði, bróðir Sigurðar ginseng, sem kallaður er frú Sigríður, því ég hef aldrei áður kynnst manni, sem getur talað í marga klukkutíma án þess að koma upp og anda. En hann kann að tjá sig, það hefur hins vegar reynst Sigurjóni erfitt, en er þó að koma til, skilst mér. En þótt hann kunni nú að tjá sig í ræðu, er það engu betra, því vitleysan sem oft rennur upp úr honum er með ólíkindum. Þetta er kannski full gróft hjá mér, en stundum finnst manni svo að þegar Sigurjón steig síðast í vitið hafi honum orðið kalt á fótunum og ákveðið að stíga upp úr því aftur. Guðjón Arnar er ekki alsæmur, þó hann hafi misst fjölmörg "skákstig" á síðustu vikum með slakri frammistöðu og síðan ömurlegri ræðu á flokksþinginu. Hún var bæði innihaldsrýr, og það innihald, sem þó var, er varla mönnum bjóðandi, ekki aðeins vegna meints rasisma, heldur einnig hins, að hún var móðgun við íslenska setningafræði. Fyndið, að í flokki sem orðinn er þjóðernissinnaður, skuli menn vera svona lélegir í íslensku. Varla er það arfleifð zetu-Sverris?
Nú, og síðan kom þessi fræga hræsni. Hverjir muna ekki lætin þegar Gunnar Örlygsson skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn, og komst þá í einu stökki úr liði í 3. deild yfir í efsta liðið í úrvalsdeildinni, þá risu frjálslyndir upp með læti. Hann á að víkja af þingi, segja þeir, því hann var kosinn á vegum flokksins. Nú, síðan gerist hið sama nú, þegar Valdimar Leó gengur í FF (Frjálslynda flokkinn, eða Fljúgandi furðuhluti, hvorttveggja á ágætlega við) úr Samfó. Þá er það allt í lagi. En Valdimar þessi er nú varla merkilegur pappír. Ég heyrði í vini mínum í Samfó nýlega, og taldi sá mikla flokkshreinsun af Valdimari XIV, og líkti því við, að Wilson Muuga hefði skyndilega horfið af strandstað. "Og hver segir að Samfylkingin sé ekki umhverfisvænn flokkur, þegar við losnuðum við Valdimar?" Annars þekki ég manninn ekkert og hef aldrei heyrt hann tala á Alþingi. Get því ekki dæmt um, en hef heyrt nógu mikið til að ætla, að maður þessi sé ekki dýr pappír, svo ekki sé meira sagt. Maður fær líka í þarmana þegar maður sér menn, sem hafnað er í prófkjöri, skipta um flokk. Greinilega ræður þar framagirnin meiru um en hugmyndafræði eða lífssýn. En á hinn bóginn hafa fæstir krataþingmenn neina hugmyndafræði, svo í þessu tilviki er þetta skiljanlegt.
Ég ræddi nýlega um þingflokk Samfó, þennan sem formaðurinn telur lélegan. Ég var eiginlega sammála formanninum þar, þótt einstaka ágætis þingmenn væru þar á milli. En jafnvel lélegustu núverandi þingmenn Samfó eru hátíð í samanburði við þetta lið Frjálslynda flokksins. Ég kem því aftur að þeirri spurningu,sem ég spurði í titli: "Er Frjálslyndi flokkurinn ruslakista þingsins?" Því miður verð ég að segja já. Þeir, einir og sér, eru góð röksemd gegn þróunarkenningu Darwins. Þeir bestu skara ekki alltaf framúr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Til hamingju Sigurbjörn!
Já, þetta var glæsilegt, eins og rætt var um, m.a. af minni hálfu, á Skákhorninu í gær. Þar birtir Sigurbjörn jafnframt sigurskák sína gegn Henrik Danielsen stórmeistara.
Það er oft erfitt fyrir mann að halda með einum, en ekki öðrum, í svona keppni, því flestir sem eru að berjast um dolluna og titilinn eru vinir eða kunningjar manns. Til dæmis teljast allir efstu menn mótsins til þess hóps. En að þessu sinni var erfitt að horfa framhjá Sigurbirni. Hann hefur a.m.k. tvisvar eða þrisvar áður sigrað á Skákþingi Reykjavíkur, einn eða með öðrum, en ekki fengið titilinn, því hann hefur búið í Hafnarfirði eins lengi og ég man eftir. En nú er hann félagi í reykvísku taflfélagi og því gjaldgengur. Hann átti þetta því inni, að mér fannst. Og jafnframt hafði honum ekki gengið nægjanlega vel hin síðustu misseri, og sama hjá mér, svo mér fannst þetta nauðsynlegt til að byggja upp móral Sigurbjarnar og sjálfstraust hans. Jafnframt höfðum við báðir nýlega verið dissaðir af háttsettum mönnum í skákhreyfingunni og því vorum við þjáningabræður. Jafnframt var hann að senda sterk skilaboð til þeirra sömu aðila.
Ég vil svo ítreka hamingjuóskir mínar til sjálfstæðismannsins Sigurbjarnar, sem er vandaður og góður drengur, og það þrátt fyrir að vera KR-ingur!
![]() |
Sigurbjörn Björnsson Skákmeistari Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Svona menn á að taka úr umferð
![]() |
Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)