Til hamingju Sigurbjörn!

pandaJá, þetta var glæsilegt, eins og rætt var um, m.a. af minni hálfu, á Skákhorninu í gær. Þar birtir Sigurbjörn jafnframt sigurskák sína gegn Henrik Danielsen stórmeistara.

Það er oft erfitt fyrir mann að halda með einum, en ekki öðrum, í svona keppni, því flestir sem eru að berjast um dolluna og titilinn eru vinir eða kunningjar manns. Til dæmis teljast allir efstu menn mótsins til þess hóps. En að þessu sinni var erfitt að horfa framhjá Sigurbirni. Hann hefur a.m.k. tvisvar eða þrisvar áður sigrað á Skákþingi Reykjavíkur, einn eða með öðrum, en ekki fengið titilinn, því hann hefur búið í Hafnarfirði eins lengi og ég man eftir. En nú er hann félagi í reykvísku taflfélagi og því gjaldgengur. Hann átti þetta því inni, að mér fannst. Og jafnframt hafði honum ekki gengið nægjanlega vel hin síðustu misseri, og sama hjá mér, svo mér fannst þetta nauðsynlegt til að byggja upp móral Sigurbjarnar og sjálfstraust hans. Jafnframt höfðum við báðir nýlega verið dissaðir af háttsettum mönnum í skákhreyfingunni og því vorum við þjáningabræður. Jafnframt var hann að senda sterk skilaboð til þeirra sömu aðila.

Ég vil svo ítreka hamingjuóskir mínar til sjálfstæðismannsins Sigurbjarnar, sem er vandaður og góður drengur, og það þrátt fyrir að vera KR-ingur! LoL


mbl.is Sigurbjörn Björnsson Skákmeistari Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég tek undir hamingjuóskirnar Sigurbirni til handa og tel að árangur hans sé ekki síst svo góður sem raun ber vitni að hann er KR-ingur.

Sigurbjörn er fæddur Reykvíkingur og er vel að titlinum kominn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe, já KR-ingar leynast víða. Þótt maður sé stundum að stríða KR-ingunum, eru þeir jafnan ágætis fólk og þeir, sem ég þekki, eru reyndar að jafnaði vel yfir meðallagi í mannkostum. Ekki skemmir, að KR-ingar eru að jafnaði einnig sjálfstæðismenn!

En eftir erfiða skákdaga undanfarið, er þetta kærkominn sigur hjá Sigurbirni og get ég trúað því, að hamingjusöm "Panda" hafi sofið rótt í nótt.

Snorri Bergz, 27.1.2007 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband