Löggan...ítrekað!

logganÉg endurtek hér í annað sinn á stuttum tíma lofsyrði mín á lögguna. Geir Jón, Stefán Eiríks og félagar hafa mitt fyllsta traust. Ég er rígstoltur af því að löggan á litla Íslandi sé orðin svona góð og öguð í vinnubrögðum sínum. En hins vegar er ekki það sama hægt að segja um dómskerfið, sem hleypir alls konar vitleysingum út í samfélagið. Og lagaumhverfið þarf að laga...þar koma alþingismenn til. Þar held ég sé að finna rót vandans. Það eru allt of margir ónytjungar á Alþingi.

Ég þekkti Stefán Eiríksson aðeins úr MH og veit að þar fer afar vandaður maður. Ég er mjög ánægður með, að Björn Bjarnason skuli hafa sett hann í þetta embætti. Þar á hann heima. Og ég fæ ekki betur séð, en að samstarfsfólk hans í löggunni hér á höfuðborgarsvæðinu sé einnig fyrsta flokks fólk.


mbl.is Drógu fram naglamottur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband