Færsluflokkur: Aulahúmor
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Fjöldauppsagnir á Alþingi
Jæja, þá er verið að segja upp þingmönnum. Búið er að losna við Jón Bjarnason, Ögmund, Kolbrúnu, Árna Johnsen, Jón Magnússon einstaka þingmenn sem aldrei opna munninn og 50% af þingliði Samfó, enda segir það aldrei neitt af viti. Strax...
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Svið
Já, takk. Helst með (gul)rófustöppu og hefðbundnu meðlæti.
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Íslendingum boðin aðstoð í verðbólgumálum
Já, Robert Mugabe hefur þegar skipað sendinefnd sem mun koma hingað til lands til að hjálpa Íslendingum að kljást við verðbólguna. Einnig mun sama nefnd veita stjórnvöldum, sér í lagi í Rvkborg, góð ráð varðandi það hvernig á að berja niður...
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Afleggjari af einskonar fellibyl
skall á Póllandi og Spáni í síðustu viku og olli þarlendum miklu tjóni. Hann ku vera afleggjari af Gustav og kallast í daglegu máli Björgvin.
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Ingibjörg Sólrún: Vopnin kvödd
En þá stendur eftir sú spurning, hver eigi að versla "persnesku" teppin fyrir friðargæsluliðina?
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Nó bissness læk sjóbissness
Eru Andrésarandarnefjurnar ekki bara að halda sýningar fyrir Akureyringa? Er þetta ekki bara sjóbissness eins og hann gerist bestur? Þær vita sennilega að lítið er um alvöru skemmtisýningar í sveitaþorpunum úti á landi.
Laugardagur, 23. ágúst 2008
Málin skýrast
Sumir okkar hér á blogginu hafa stundum rætt skringilega framsetningu efnis hér á mbl.is. Nú taka málin að skýrast. Já, skýringin er fundin. Færeyskir blaðamenn í starfskynningu á Mogganum.
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Heildarvísitalan svipuð og í fyrra!
En kauphöllinni er vísast sama. Annars get ég glatt landsmenn með því að stofnvisitala mín hefur hækkað frá sama tíma í fyrra.
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Grænir og vænir - ekki fyrir blinda?
Nú, mega blindir ekki kjósa Framsóknarflokkinn?
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Búið að velja flytjendur í Eurovision 2009
"Frábær dúett". Málið er dautt. Veigar og Pálmi munu án vafa fara á East-Eurovision 2009 fyrir hönd Íslands. Málið dautt.