Færsluflokkur: Aulahúmor
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Stuðningsmaraþon í Ráðhúsinu
Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar mun halda stuðningsmaraþon í ræðuhöldum í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, mánudag. Þá verður málefnasamningur Tjarnarkvartettsins lesinn upp aftur og aftur til stuðnings Degi B. Eggertssyni, oddvita, sem komst ekki...
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Piparvinningur
Já, hann pipraði síðast en gekk út að lokum, á gamals aldri. Sonur hans ætlar að fylgja í fótspor pabba gamla og pipra...amk gengur hann ekki svo glatt út!
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Tríóið "Þrjú á sjónum"
Ja, aldeilis að sumir þenja gúlinn?!
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Pólverjar snúa heim
Er ekki hægt að senda Svía heim líka?
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Þarf að reisa nýja stúku í Eyjum?
Nei, ég held að flestir bindindismenn eynna séu þegar í stúku og/eða í Betel.
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Lækning við kynlífsfíkn
Loka manninn bara inni í litlu herbergi með Roseanne Barr naktri í heila viku. Það ætti að lækn'ann. En ætli hann hafi verið að leika sjálfan sig í Californication?
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Holukeppninni í kvöld verður frestað vegna veðurs
Barir miðbæjarins verða lokaðir af því tilefni.
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Konan ekki á flæðiskeri stödd
Ef hún hafði efni á því að vera að leika sér úti í Gróttu um miðjan dag, vinnudag, er hún greinilega ekki alveg á flæðiskeri stödd.
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Ég á mér draum
En þegar ég vakna man ég eiginlega aldrei um hvað draumurinn fjallaði.
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Hún lofaði að þegja!
En jæja, ég dumpaði henni. Er með silíkon-ofnæmi.