Færsluflokkur: Aulahúmor
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Frakki handtekinn á kaffihúsi
Það er aldeilis. Ætli þetta sé sami Frakkinn og er ekki jakki nema síður sé? Viðbót : Jæja, yfirskrift þessarar "bloggreinar" var yfirskrift Moggafréttarinnar. Nú er komin ný og ekki að furða: "Eftirlýstur maður handtekinn hér" Þetta er gott, því nú...
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Logi Geirsson kom af fjöllum!
Jæja, hann ætti þá að vera í góðri líkamsþjálfun eftir að hafa verið uppi á fjöllum við göngur og svoleiðis. En leiðinlegt hjá honum að þurfa að sleppa fríinu á fögru fjalllendi Íslands til að spila handbolta.
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Reiðhöll rís
í boði Viagra-umboðsins
Laugardagur, 7. júní 2008
Ofnæmislyf
Ætli þeir geti ekki fundið upp ofnæmislyf gegn KRofnæmi?
Miðvikudagur, 4. júní 2008
"Enginn óskadráttur"
Já, þetta segja þær nú stundum stelpurnar en láta sig samt hafa það
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Hlýtur að vera misskilningur
Ísbjörninn er þessa dagana staddur á skákmóti í Póllandi (*einka skákhúmor*)
Mánudagur, 2. júní 2008
Hvað myndi gerast ef STORMUR og SKJÁLFTI myndu ganga yfir Reykjavík á fullum styrk?
Eflaust ekkert. Siggi stormur og Ragnar skjálfti eru báðir rólyndis menn!
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Tvöfalt siðgæði?
Já, bannað að sýna nekt, en hins vegar er leyft að sýna frá leikjum Chelsea í sjónvarpi og ræðum Jóns Bjarnasonar á Alþingi. Er þetta ekki tvöfalt siðgæði?
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Bætt þjónusta hjá Iceland Express
Hér eftir verður hætt að rukka fyrir salernisferðir.
Föstudagur, 23. maí 2008
Skutlan helmingi dýrari en í fyrra
Já, skutlurnar eru orðnar dýrari en í fyrra. Nú kostar meira að bjóða henni út að borða, keyra rúntinn og svo framvegis. Það er ekki aðeins það, að bílarnir séu orðnir dýrari í rekstri, heldur skutlurnar líka.