Færsluflokkur: Aulahúmor
Laugardagur, 5. júlí 2008
"Náði takmarkinu en tapaði hárinu"
"Náði takmarkinu en tapaði hárinu". Já, það gerði ég líka þegar ég varð þrítugur!
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Karrýárás á flugvélarfarþega
Indverskir hryðjuverkamenn á ferð. Ekki spurning!
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Ritþjófnaður í breskri ritgerð
Greinilegt að umræddur nemandi klúðraði skelfilega. Hann gleymdi að setja "f***you" í gæsalappir, enda er þessi "ritgerð" velþekkt og hefur komið fyrir margsinnis áður. Hvað ætli Helga Kress segi við þessu ?
Föstudagur, 27. júní 2008
Umferð gengur hægt um Vesturlandsveg
Engin furða, ef fólk ferðast gangandi. Spurning að keyra af stað. OK, ég veit, aumt...en nenni engu núna, nema að bulla.
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Harkaleg lending í flugi Icelandair
Ætli þetta sé auglýsing fyrir Iceland Xpress?
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Nýr hvítabjörn?
Eitthvað fyrirbæri, ljóst yfir litum, sást lalla silalega um hlaðið að Bessastöðum á Álftanesi. Ætli það sé hestur, kind....eða
Föstudagur, 20. júní 2008
Var þetta ekki bara
Björn Bjarnason í hálendisferð?
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Enn eitt bullið um bangsa
Ég skil ekki hvaða læti þetta eru með Bangsa bestaskinn. Nú, hann er þegar kominn á Hraunið, er ekki best að hafann þar áfram?
Föstudagur, 13. júní 2008
Mun umferð stöðvast í Bretlandi vegna bensínskorts?
Ja, ef svo verður mætti nota tækifærið, meðan göturnar eru tómar, til að koma á hægri umferð.
Föstudagur, 13. júní 2008
Dýrir fætur...hátt tryggingagjald?
Ja, þessir þungu bensínfætur hljóta að vera mjög verðmætir. A.m.k. fer verð þeirra stöðugt hækkandi.