Færsluflokkur: Aulahúmor

"Náði takmarkinu en tapaði hárinu"

"Náði takmarkinu en tapaði hárinu". Já, það gerði ég líka þegar ég varð þrítugur!

Karrýárás á flugvélarfarþega

Indverskir hryðjuverkamenn á ferð. Ekki spurning!

Ritþjófnaður í breskri ritgerð

Greinilegt að umræddur nemandi klúðraði skelfilega. Hann gleymdi að setja "f***you" í gæsalappir, enda er þessi "ritgerð" velþekkt og hefur komið fyrir margsinnis áður. Hvað ætli Helga Kress segi við þessu ?

Umferð gengur hægt um Vesturlandsveg

Engin furða, ef fólk ferðast gangandi. Spurning að keyra af stað. OK, ég veit, aumt...en nenni engu núna, nema að bulla.

Harkaleg lending í flugi Icelandair

Ætli þetta sé auglýsing fyrir Iceland Xpress?

Nýr hvítabjörn?

Eitthvað fyrirbæri, ljóst yfir litum, sást lalla silalega um hlaðið að Bessastöðum á Álftanesi. Ætli það sé hestur, kind....eða

Var þetta ekki bara

Björn Bjarnason í hálendisferð?

Enn eitt bullið um bangsa

Ég skil ekki hvaða læti þetta eru með Bangsa bestaskinn. Nú, hann er þegar kominn á Hraunið, er ekki best að hafann þar áfram?

Mun umferð stöðvast í Bretlandi vegna bensínskorts?

Ja, ef svo verður mætti nota tækifærið, meðan göturnar eru tómar, til að koma á hægri umferð.

Dýrir fætur...hátt tryggingagjald?

Ja, þessir þungu bensínfætur hljóta að vera mjög verðmætir. A.m.k. fer verð þeirra stöðugt hækkandi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband