Færsluflokkur: Aulahúmor

Ný íþróttagrein kynnt á Akranesi á laugardaginn

Hér er á ferðinni svokallað ÍA-at. Keppt er í tveimur greinum: a) Gestir borga sig inn og fá að gera at í leikmönnum meistaraflokks ÍA b) Gestir koma sér fyrir á íþróttavellinum og þurfa að hlaupa undan bandbrjáluðum leikmönnum ÍA, með Guðjón þjálfara og...

Árekstur við Kerið

Já, ég lenti líka í árekstri við Þingvallavatn í gær. Rakst harkalega á vatnið sem var, mér til furðu, á vitlausum vegarhelmingi.

Eitthvað rotið í Danaveldi?

Já, danska skinkan er orðin mygluð.

Jæja, rakararnir komnir til landsins

Nú verður "Shaving Iceland" tekið með stæl. Ætli Össur verði fyrstur til að bjóða sig fram?

Leyndardómar Snæfellsjökuls lofaðir!

Jæja, þá eru Leyndardómar Snæfellsjökuls lofaðir. Hver ætli séu sú heppna? Köld slóð?

Hraunið hreyfist

Ætli Lalli Johns rati þá á Hraunið næst þegar honum verður stungið inn, ef Hraunið er byrjað að hreyfa sig og rúnta á milli staða?

Við hverju má búast af Rússunum?

Þegar séra Torfi er búnað vera þarna fyrir austan að kenna samskiptatækni og rökfimi? Já, og Svampurinn til aðstoðar! Neinei, bara djók. Ef þeir væru að miðla stjórnvöldum í Rússlandi af "visku" sinni væri þriðja heimsstyrjöldin skollin á fyrir...

Er fiskur megrunarfæði?

Af hverju eru þá hvalirnir svona feitir, þrátt fyrir alla þessa miklu hreyfingu?

Tafir við göngin í kvöld

Frá kl. 22 til fjögur eða fimm í nótt. Þetta segja þær nú alltaf stelpurnar, eða...?

Ekki verið lægri í mörg ár

Já, við fermingu var ég 1,78 og hálfur metri að hæð. Nú er ég bara 177,5. Ég hef ekki verið lægri frá því um 1980. Sá sem stal af mér þessum sentímetra er vinsamlegast beðinn að skila honum aftur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband