Færsluflokkur: Aulahúmor
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Þekkt trix
Þetta hafa m.a. sumir gosdrykkjaframleiðendur notað í mörg, amk óbeint.
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Ættu allir að flytja til Íslands?
Nei, takk. Spursarar og Liverpoolarar geta bara haldið sig á heimaslóðum, takk fyrir! Nóg af slíku fólki hérna á Íslandi.
Miðvikudagur, 21. maí 2008
FRAM í fararbroddi
Segir sig sjálft!
Miðvikudagur, 21. maí 2008
"Papparassar"
Jahérna, enn eitt skemmtileg nýyrði hjá Mogganum. En hrikalega hlýtur það að vera þreytandi að hafa papparassa á eftir sér um allar trissur. Þá er nú betra að vera hundeltur af sílíkonbrjóstum :)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Arnór meistari með FCK
Samkvæmt dönskum fjölmiðlum vill hann sérstaklega þakka helstu stuðningsaðilum liðsins, KFC í Kaupmannahöfn. Já stuðningur KFC var ómetanlegur, því vegna þessa fyrirtækis hættu leikmenn að vilja borða kaloríuríkan kjúkling með frönskum og sósu. Gæðin...
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Leiðtogi ETA handtekinn
Nú, jæja, hann fer þá vísast í hungurverkfall í fangelsinu úr því hann má ekki ETA.
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Veiðileyfi á Hrefnur
Jæja, allt fram streymir endalaust fyrir íslenska einhleypinga. Í síðustu viku tilkynnti Mogginn að greiðfært væri á öllum Aðalheiðum og nú bætist við veiðileyfi á Hrefnur. Aldeilis álag á okkur strákana!
Mánudagur, 19. maí 2008
Útdauði..hætta...friðun
Geirfugl útdauður. Vel-skrifandi blaðamenn á mbl.is : Útrýmingarhætta. Friðaðir af SÞ. Framsóknarmenn : Biðstaða, en SÞ hefur þó mælst til þess að veiðar út stofninum verði takmarkaðar á næstu árum.
Mánudagur, 19. maí 2008
Obama stundar líkamsrækt
Obama farinn að hjóla. Það hlýtur að auka úthaldið.
Sunnudagur, 18. maí 2008
"Greiðfært á öllum Aðalheiðum"
Gott að vita þetta...slæmt að maður skuli ekki þekkja neina Aðalheiði. P.S. Viðbót. Jæja, nú er búið að breyta Aðalheiði í aðalleiðir En hvað var aftur ort um Ómar Ragnars (man þetta ekki alveg): ........ fórstu oft á feikilegu skeiði. Endaðir svo upp í...
Aulahúmor | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)