Færsluflokkur: Aulahúmor

Þekkt trix

Þetta hafa m.a. sumir gosdrykkjaframleiðendur notað í mörg, amk óbeint.

Ættu allir að flytja til Íslands?

Nei, takk. Spursarar og Liverpoolarar geta bara haldið sig á heimaslóðum, takk fyrir! Nóg af slíku fólki hérna á Íslandi.

FRAM í fararbroddi

Segir sig sjálft!

"Papparassar"

Jahérna, enn eitt skemmtileg nýyrði hjá Mogganum. En hrikalega hlýtur það að vera þreytandi að hafa papparassa á eftir sér um allar trissur. Þá er nú betra að vera hundeltur af sílíkonbrjóstum :)

Arnór meistari með FCK

Samkvæmt dönskum fjölmiðlum vill hann sérstaklega þakka helstu stuðningsaðilum liðsins, KFC í Kaupmannahöfn. Já stuðningur KFC var ómetanlegur, því vegna þessa fyrirtækis hættu leikmenn að vilja borða kaloríuríkan kjúkling með frönskum og sósu. Gæðin...

Leiðtogi ETA handtekinn

Nú, jæja, hann fer þá vísast í hungurverkfall í fangelsinu úr því hann má ekki ETA.

Veiðileyfi á Hrefnur

Jæja, allt fram streymir endalaust fyrir íslenska einhleypinga. Í síðustu viku tilkynnti Mogginn að greiðfært væri á öllum Aðalheiðum og nú bætist við veiðileyfi á Hrefnur. Aldeilis álag á okkur strákana!

Útdauði..hætta...friðun

Geirfugl útdauður. Vel-skrifandi blaðamenn á mbl.is : Útrýmingarhætta. Friðaðir af SÞ. Framsóknarmenn : Biðstaða, en SÞ hefur þó mælst til þess að veiðar út stofninum verði takmarkaðar á næstu árum.

Obama stundar líkamsrækt

Obama farinn að hjóla. Það hlýtur að auka úthaldið.

"Greiðfært á öllum Aðalheiðum"

Gott að vita þetta...slæmt að maður skuli ekki þekkja neina Aðalheiði. P.S. Viðbót. Jæja, nú er búið að breyta Aðalheiði í aðalleiðir En hvað var aftur ort um Ómar Ragnars (man þetta ekki alveg): ........ fórstu oft á feikilegu skeiði. Endaðir svo upp í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband