Færsluflokkur: Aulahúmor

Stöð 2 bauð í Fjölskyldugarðinn

Skrítið, ég vissi ekki að Fjölskyldugarðurinn hafi verið til sölu. En hvað bauð Stöð 2 annars háa upphæð?

Köttur og mús

Köttur og mús, já, Tommi og Jenni. Ætli Albanir hafi áður lent í öðru eins fjaðrafloki út af jafn litlu.

Vill ekki vera varaforseti!

Nei, auðvitað ekki. Hver hefur áhuga á að verða varaforseti Bandaríkjanna?

Afsökunarbeiðni

Ég biðst hérmeð afsökunar á þeim umhverfisspjöllum sem ég hef unnið hér á jörðu síðustu þrjá áratugina.

Standpína enn og aftur

Hvað gerist þegar standpínu Upptyppinga lýkur og gos hefst?

Vitsmunaverur á öðrum hnöttum

Held að Páfagarður sé aðeins farinn að teygja sig langt. Væri ekki nær að athuga fyrst hvort vitsmunaverur finnist í ............................ Hér geta menn sett inn eftir hentugleika, t.d. a) Framsóknarflokknum b) Samfylkingunni c) Frjálst...

Frúin í Hamborg

óskar öllum gleðilegra Jóla.

Spennan magnast

Stjörnuspá Hrútur: Óhefðbundnar aðferðir - feng shui, reiki eða listmeðferð - gætu hjálpað í aðstæðum þar sem þú glímir við vandamál. Í kvöld færðu æðislegan koss. Jahérnahér. Nú bíð ég spenntur.

Spurningar:

a) hvað heitir maðurinn hennar? b) hvernig get ég vingast við hann?

Súdanir brosa ekki núna

Þrátt fyrir Signal-tannkremið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband