Mánudagur, 22. janúar 2007
Þreytandi!
![]() |
Viðgerð á Cantat-3 sæstrengnum frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Ótrúverðug stjórnarandstaða
![]() |
Umfjöllun um RÚV-frumvarp lauk skyndilega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Borgarnesræðan
Jæja, Ingibjörg er komin aftur uppí Borgarnes og heldur þar ræðu, eins og vera ber. Þessi ræða virðist a.m.k. hafa verið öllu skárri en sú, sem frægust var á þessum stað. En nú er það slæm efnahagsstjórn, sem Ingibjörg ræðir um, aðallega þannig, að hagstjórnin hafi bitnað á Norðvesturlandi. Og síðan kemur oddviti kratanna í kjördæmi og segir vandann vera veggjald í Hvalfjarðargöngunum. Það væri ekki sanngjarnt, að Norðvestlendingar séu þeir einu, sem greiði fyrir að komast með þjóðvegi til höfuðborgarinnar.
Nú, byrjuðum á oddvitanum. Hann getur auðvitað ekið Hvalfjörðinn ef hann vill, en ég fæ samt ekki betur séð, en að Norðaustlendingar þurfi líka að greiða fyrir að aka í bæinn, þ.e. fari þeir norðurleiðina, sem jafnan er styttri og þægilegri. Akureyringar greiða því jafn mikið í veggjald (jafnvel hlutfallslega meira, því þeir aka vísast sjaldnar suður og græða því minna á afsláttarkortakaupum, og til viðbótar kemur hærri bensínkostnaður og meiri ferðatími) og t.d. Sauðkræklingar. Af hverju er þá ekki hagvaxtarhrun á Akureyri og annars staðar á Norðausturlandi?
Ég held að hagvaxtarhrunið á Norðvesturlandi helgist e.t.v. mest á því, að þar grundvalla íbúar tilveru sína á landbúnaði fyrst og fremst. Þetta eru semsagt landbúnaðarhéruð. Og þrátt fyrir gríðarlega styrki frá Guðna og co, og e.t.v. vegna þeirra, er þetta ekki hagvaxtaraukandi atvinnustarfsemi. En ef við tökum með Akranes, Borgarnes og Vestfirði, kemur í ljós, að íbúar í kjördæmi oddvitans eru ekki bara bændur -- þó bændur séu þar e.t.v. of margir. Landbúnaður er t.d. blómlegur á Suðurlandi, en þar er bullandi uppgangur. Á móti kemur, að þaðan er stutt að fara "suður" og engin tollur. Því er stutt að fara á markað og margt að skoða fyrir túrista.
Þéttbýliskjarnar í Norðvesturkjördæmi eru margari, t.d. á Vestfjörðum og í Borgarfirði og Snæfellsnesi. Ég veit ekki betur en, að a.m.k. í Borgarfirði sé allt í rífandi uppgangi. Ek veit minna um Snæfellsnesið og Vestfirðina, en hugsanlega hefur kvótaleysi sett þar strik í reikninginn. En byggðirnar í Húnó og Skagafirði? Þar er jú Byggðastofnun staðsett og ætti að geta hjálpað til við að byggja atvinnuskapandi starfsemi. En einhverra hluta vegna virðast íbúar í H+S hafa einblínt um of á rollur og beljur.
En af hverju einblínir Ingibjörg svona á Norðvesturland þetta skiptið? Getur verið, að það sé vegna þess, að Samfylkingin sé með minnst fylgi þar, miðað við skoðanakannanir síðan fyrir jól? Er Imba að reyna að rífa upp fylgið? Spurning hvort þá sé viturlegt að senda á staðinn óvinsælasta stjórnmálamann landsins? Hefði ekki verið nær að senda Össur með einhver gamanmál á staðinn, eða einhvern krata með bein í nefinu....finnist slíkur þeas.
En hvaða skilaboð eru þetta? Fylgi Samfylkingarinnar hrynur í Norðvestri, einmitt þar sem hagvöxtur er neikvæður? Hvaða samhengi er þar á milli? Getur verið, að kjósendur þar treysti Samfó ekki til að snúa við blaðinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Besti vinur konunnar?
Ég hef einlæga samúð með Sölmu í þessu máli. Það er ekkert grín að fá stöðuglega þessi andstyggilegu höfuðverkjaköst. Það þekki ég af eigin raun. En ég stend e.t.v. betur en Salma að þessu leyti, því þegar maður er alveg að drepast, hóar maður bara í mömmu, sem er nuddkona, og hún ýtir á einhverja bletti á fótunum og maður steinliggur eins og rotuð skata og vaknar svo a.m.k. betri ef ekki eldhress.
En a.m.k. yrði mikil sorg meðal karlmanna á "besta aldri" hefði hundurinn ekki komið til bjargar.
![]() |
Hundurinn bjargaði Sölmu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Hillary aftur í Hvíta húsið?
Jæja, Hillary komin með forskot. Það kemur svosem ekki á óvart. Ef ég væri demókrati í USA; myndi ég hiklaust kjósa hana. Hún er ekki gallalaus, frekar en aðrir frambjóðendur, en ég held að Könum yrði sómi að henni. Grunar mig reyndar, að hún vinni þetta frekar auðveldlega og mæti Condu Rice í forsetakosningunum. Það gæti orðið skemmtilegt -- og er ég viss um að VGLilja, forseti vor skákmanna er sammála þessu -- að sjá tvær konur berjast um forsetaembættið. Ég held að Kanar hafi gott af því að fá konu sem forseta. Ég efa ekki hæfni þessara beggja kvenna til þess starfa og vona að þessi verði niðurstaðan.
1998 var ég með skrifstofu í DC, aðeins steinsnar frá Hvíta húsinu, þar sem frú Clinton var þá að berjast fyrir að halda fjölskyldu sinni saman, eftir framhjáhald eiginmannsins, forsetans. Margt var um þetta rætt á kaffistofum og kaffiteríum ríkisstarfsmanna, ekki síst í "Ag-building", landbúnaðar- og skógarmálaráðuneytinu, þar sem ég borðaði yfirleitt. Heyrðist mér þar á mönnum, að Hillary væri vel metin og hefði staðið sig vel í sínu hlutverki. Vona ég, að svo verði, nái hún kjöri.
Kv.
Snorri mjúki
![]() |
Hillary Clinton hefur afgerandi forskot meðal demókrata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Dugar ekki að klóra sér bara í pungnum!
...þegar boltinn er kominn í netið!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Flestir í liðinu brugðust!
En svona gengur þetta. Annars skil ég ekki hve Óli er ragurað skjóta. Þetta virðist vera orðið mjög alvarlegt vandamál hjá honum.
EN nú er bara að spýta í lófana og taka Frakkana. Allt hægt
![]() |
Ólafur Stefánsson: Ég brást liðinu mínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Er Frjálslyndi flokkurinn ruslakista hinna flokkanna?
Maður sér ekki betur. Og síðan er von á Sleggjunni, þ.e. Kidda sleggju, ekki Magga Erni Sleggju, í flokkinn. En þetta er þó reyndar skref upp á við hjá Valdimari.
![]() |
Valdimar gengur til liðs við Frjálslynda flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Man Utd niður í logum
Jæja, 2-1 sigur á Man Utd. Sanngjarn sigur. Ég fór á Kebab með Húninum og var fögnuðurinn mikill í lokin, einsog vera ber.
En óþolandi þettastöðuga væl í Man Utd mönnum. Þreytandi kappar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Ótrúlega sætt!
Svona fögnuðu mínir menn í fyrra. Nú er búningurinn breyttur, nýr völlur og ungir leikmenn að taka við af þeim eldri, sem fara ekki lengur til West Ham, þegar þeir sleppa ekki inná hjá Arsenal, heldur til Portsmouth.
En tvöfaldur sigur á Man Utd í vetur. Svo sem ekki við öðru að búast. En Arsenal hefur átt erfitt með að vinna litlu liðin, sem liggja í vörn og hefja slagsmál við fyrsta tækifæri. En stóru liðin, sem spila fótbolta eða heita Liverpool, eru auðveld bráð.
![]() |
Henry tryggði Arsenal sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |