Föstudagur, 2. febrúar 2007
2. febrúar 1893
fæddist föðurafi minn, Ingimundur Sveinsson í Meðallandi. Þegar ég fæddist var hann bóndi að Melhóli í Meðallandi. Hann hafði þá búið þar í nokkra tugi ára.
Melhóll var tvíbýli. Á hinu heimilinu bjó Gísli "á Melhól" Tómasson, þekktur maður víða um land, ekki síst í Skaftafellssýslu. Hann var athygliverður karakter, kunnastur fyrir að tengja sig blóðböndum við einhverja erlenda kónga. Flestir, held ég, "fíluðu" kallinn, en sumir þoldu hann ekki. En þegar ég var að alast upp, þá man ég eftir honum sem "manninum með súkkulaðið". Hann rak nefnilega litla sjoppu upp á háalofti á "gamla bænum", þar sem hann bjó, en er nú ónothæfur. Hann gaukaði stundum að mér gotteríi. Gísli er nú dáinn, en sonur hans býr í nýlegu húsi á jörðinni, sem næst stendur gömlu Leiðvöllum.
Ég man ekki mikið frá þessum tveimur og hálfa ári, sem ég dvaldi hjá foreldum mínum og ömmu Völu og afa Munda að Melhóli. Man þó eftir einstaka frændum mínum sem komu í heimsókn, m.a. einum sem varð síðar hreppstjóri eða oddviti Síðuhrepps, sem er V-Skaftafellssýsla austan Víkur. Ég man eftir okkur búa til snjókall uppi á reykkofanum, sem stóð c.a. 50 metrum frá íbúðarhúsinu. En fáar aðrar minningar hef ég frá Melhóli, t.d. man ég ekkert eftir afa Munda fyrr en löngu síðar. Hann fluttist fljótlega eftir að mamma og pabbi fluttu suður, haustið 1972, og kom sér fyrir, ásamt ömmu, hjá dóttur sinni, Sveinbjörgu (Böggu á Læk). Þangað heimsótti ég afa og ömmu nokkuð oft. Afi lést síðan 1982 og var grafinn að Prestbakka á Síðu. Hann hafði þá verið rúmliggjandi eins lengi og ég mundi. Amma Vala lifði nokkuð lengur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Fyrirfram útilokað samstarf
![]() |
Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Íran, Írak og borgarastríð í Palestínu?
Jæja, vopnahléð endanlega hrunið, kemur í raun ekki á óvart. Ég ræddi það reyndar þegar í gær, er allt virtist vera við það að springa í loft upp.
Það merkilegasta við þetta er, að í árás á vígi Hamas í gær kom í ljós, að þar voru töluvert margir Íranir innandyra. Einn þeirra framdi sjálfsmorð, en sjö voru handteknir af öryggissveitum Abbasar forseta. A.m.k. sex féllu í bardögum gærdagsins, en þeir hófust víða um Gasa, jafnan að undirlagi Hamas. Fatah-liðar eru farnir að gruna, að Íranir og jafnvel Sýrlendingar blási á glæðurnar, en á móti segja Hamas, að Fatah menn séu erindrekar Bandaríkjastjórnar. Vopnahléð frá því á þriðjudag virðist nú endanlega farið veg allrar veraldar, enda ekki við öðru að búast svosem. Hvorugur aðilinn vildi í raun vopnahlé á þessum tímapunkti, en voru sáttir við smá pásu frá bardögum til að safna vopnum, endurskipuleggja herliðið (regroup) og koma sér betur fyrir. Málið er, að Fatah og Hamas eru að berjast um völdin á heimastjórnarsvæði Palestínumanna. Þó ekki sé þetta ljóst, virðist Hamas vera örlítið að gefa eftir.
En að öðru, Palestínumenn óttast nú, að "þjóðernishreinsun" eigi sér stað í Írak, en fjöldi Palestínumanna hefur verið myrtur í Írak. Grunar þeim, að verið sé að refsa þeim fyrir að hafa á sínum tíma verið meðal allra hörðustu stuðningsmanna Saddams Husseins. Já, Írakar eru höfðingjar heim að sækja.
![]() |
Barist í Palestínu þrátt fyrir vopnahlé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðausturlönd | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Skoðanakönnun Gallups
Jæja, nú er varla hægt að segja, að skoðanakönnun sé hægrisinnuð, eins og margir kratar gerðu eftir skoðanakönnun Heims. Nú er það bara Gallup, næst mest elskaða fyrirtæki Samfylkingarmanna, sem gerði könnunina.
Niðurstaðan:
Sjálfstæðisflokkur á svipuðu róli.
Samfylkingin að fara niður í logum
Vinstri græn á uppleið.
Allt eru þetta þekktar stærðir úr síðustu skoðanakönnunum.
Og Framsókn fengi 9% sem er svipað og í síðustu könn.
En Framfaraflokkurinn fær líka 9% og hefur því jafnað hinn Fr. flokkinn.
Þessi skoðanakönnum virðist staðfesta:
Sjálfstæðisflokkur er með stöðugt fylgi um og undir 40%
Samfylkingin er með um 20% og á niðurleið.
Vinstri græn með um 20% og á uppleið.
F-flokkarnir tveir eru með um 10% og berjast um að falla niður í aðra deild.
![]() |
Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Sökudólgur Baugsmálsins fundinn!
Það er semsagt ÉG, Snorri Bergz. Í umræðu á blogginu mínu kom framkvæmdastjóri þingflokks Samfó með þessa merkilegu kenningu. Hann segir í andsvari við mig:
...þú leitar á náðir ritstjóra Moggans og "innmúraðra" valdamanna innan Sjálfstæðisflokksins sem sjá sér þarna leik á borði að ráðast að yfirlýstum óvinum "ónefnds manns".
Nú er ég aldeilis hissa. Össur ertu þarna? Ertu ekki formaður þingflokksins? Geturðu ekki reynt að leiðrétta blessað barnið?
En annars eru þessar spekúlasjónir kratanna merkilegar. Þeir koma aldrei fram með neinar sannanir fyrir því, að SJálfstæðisflokkurinn hafi staðið að baki Baugsmálinu. Þetta er farið að minna á Göbbels og málflutning hans. En hins vegar kom Jónína Ben fram með yfirlýsingu um, að það hafi einmitt verið formaður Samfó sem hratt málinu af stað. Og því svara kratar aðeins með því að gera lítið úr Jónínu, persónu hennar og trúverðugleika, og endurtaka það sem Baugsmenn sögðu: "Jónína er saklaust fórnarlamb". Já, Samfó virðist vera orðin endurvarpsstöð fyrir Baug, hið ágæta félag, sem ég á annars ekkert sökótt við. Síðan Framsókn var meira og minna málpípa Sambandsins, hefur enginn stjórnmálaflokkur gefið jafn sterklega í skyn, að hann væri á vegum ákveðins fyrirtækis.
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Grátlegt!
Leikurinn hrundi, eftir ágætis kafla þarna í síðari hálfleik. Greinilegt er, að Íslendingar eiga engin svört þegar
1) Andstæðingarnir eru mjög hávaxnir í vörninni
2) Óli Stefáns er tekinn úr umferð.
En þá er bara að taka Spánverjana. Úff, eftir þessar hörmungar þurfa menn að mæta heimsmeisturunum!
![]() |
Íslendingar leika um 7. sætið eftir tap fyrir Rússum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Klósettstríð í Palestínu?

![]() |
Fjórir féllu í hörðum átökum á Gasasvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Ríkissjóður stendur vel
Eins gott. En hvað myndi gerast, ef vinstri flokkarnir tækju við? Þá yrði þessu spanderað með ofurhraða og allt færi í kaldakol aftur. Sú er a.m.k. raunin af vinstri stjórnum hingað til.
![]() |
Ríkissjóður innheimti 126 milljarða í skatta á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
En Jónína sagði meira!
Hún sagði líka, að það hafi verið Ingibjörg Sólrún, sem hratt af stað þessari atburðarás, sem nefnd hefur verið Baugsmálið, þegar ISG bauð henni í mat í Apótekinu til að ræða um svindlið og svínaríið hjá Baugi! Já, sama Ingibjörg og reynir nú að klína þessu máli á Sjálfstæðisflokkinn.
Ég hreinilega skil ekki hvað tæp 20% þjóðarinnar er að hugsa. Ingibjörg er gjörsamlega ótrúverðug. Algjörlega ófær um að verða t.d. forsætisráðherra.
En ég vona að Ingibjörg haldi fleiri ræður. Hún virðist snillingur í, að klúðra málum í hverri ræðunni á fætur annarri.
![]() |
Jónína Benediktsdóttir segir að tölvupóstar í olíumálinu hafi lekið út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Merkilegar staðreyndir um 20 forseta Bandaríkjanna.
http://encarta.msn.com/encnet/features/lists/default.aspx?Article=uspresidents
Margt af þessu er mjög fróðlegt, t.d. hvers vegna Abe Lincoln var með pípuhatt, um nektarsund eins forsetans í Potomac, skólagönguleysi Andrews Johnsons, og margt fleira.
Mjög skemmtileg lesning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)