Laugardagur, 3. febrúar 2007
Hækka refsirammann í alvarlegum umferðarlagabrotum
Þetta er nánast orðið daglegt brauð. Hvað í ósköpunum eru menn að hugsa? Hvernig stendur á því, að svona lagað, og svipað, gerist aftur og aftur? Nú þarf löggjafinn að taka sig til og herða refsingar í svona málum.
Þetta gengur ekki svona lengur.
![]() |
Hirtur ölvaður á 140 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Paris
Mogginn hefur greinilega tekið breytingum á síðustu árum. Nú er blaðið orðið að Helgarpósti á forsíðu og er á köflum blanda af Séð og heyrt annars vegar og Sjómannablaðinu Ægi hins vegar.
Þessi óþolandi eltingaleikur við ómerkileg atriði sem snerta fræga fólkið í USA er orðinn óþolandi. Af hverju er ekki verið að eltast við fræga fólkið á Íslandi? Það stendur okkur mun nær en t.d. Paris og hinar silikongellurnar í USA.
![]() |
Paris Hilton best í rúminu segir gamall rekkjunautur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Græðgin kostar stundum 10 milljónir
Já, ef menn eiga 10 millur á lausu og eru tilbúnir að henda þeim svona út um gluggann vegna grægði -- vonin um að græða, græða og græða meira --- þá segi ég bara: Kannski þetta kenni þér kallinn!
Og hvaða aula dettur í hug að svara svona bréfum? Hvaða asni sem er sér úr flugvél að þetta er bara svindl. Trúi ekki að maðurinn skuli hafa fallið fyrir þessu...nema fyrir það, að hann var gráðugur í meiri pening, meiri pening, meiri pening.
Já, menn falla oft flatir á græðginni.
![]() |
Töpuðu tugum milljóna til svindlara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Hafa ísl. hæstaréttardómarar aukadjobb í Frakklandi
Sko:
1. Svona starfsemi er viðurstyggileg. Þeir menn, sem svona gera, eru siðblindir á háu stigi og eiga ekki að fá að ganga lausir.
2. Dómarnir í málinu eru hlægilegir. Í samanburði er nýfallinn dómur í innlendur barnaperramáli mjög strangur.
Hvert er heimurinn eiginlega að fara? Er siðleysi ráðandi?
![]() |
Á sjötta tug manna dæmdir fyrir sölu á börnum í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Þetta hefði aldrei getað gerst í Byrginu!
![]() |
Hjúkrunarkona segir 20 lækna geta verið föður barns síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Snilld- Must see: Hlátur er smitandi!
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Heyrnarlausir
Ég hef samúð með málstað heyrnarskertra, bæði á Íslandi og víðar. Ég vann sem unglingur með hópi heyrnarskertra og vann þetta unga fólk með miklum sóma, sennilega miklu betur en við hinir. Síðan býr heyrnarlaus maður í kjallaranum heima, fínn náungi.
Heyrnarskertir og heyrnarlausir eiga rétt til að lifa eins eðlilegu lífi og kostur er. Þótt ég sé almennt hlynntur því, að ríkisvaldið sé ekki að skipta sér um of af daglegu lífi landsmanna, þá eru einstök sem ég tel, að ríkið EIGI að taka upp á sína arma. Þá koma til hópar, sem heilsu eða veikinda vegna geta ekki staðið jafnfætis öðrum nema með aðstoð ríkisvaldsins. Svo einfalt er það. Það eiga allir að fá tækifæri til að láta að sér kveða, stunda atvinnu og sjá sér farborða með sómasamlegum hætti. Líka heyrnarlausir, blindir, öryrkjar og aðrir hópar, sem standa höllum fæti í lífinu og geta ekki af sjálfsdáðum komist til álna eða bara séð sér farborða. Nóg þurfa heyrnarskertir að þola, þeir geta t.d. ekki heyrt þessa tæru snilld hér.
Það hlýtur að vera hægt, með þessum tugmilljarðaskattgreiðslum bankanna, að létta aðeins undir með heyrnarlausum. Og varla kostar þetta mikið? Þetta er bara spurning um að vilja.
![]() |
Vilja fá fagfólk til að veita heyrnarlausum þjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
J-Lo
![]() |
J.Lo. heimtaði að skipt yrði um ljósaperur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Útlendingastefna frjálslyndra...ættuð frá 1927?
Eftirfarandi ritgerðarkafla fann ég í fórum mínum. Kannski getur þetta upplýst dálítið í hverju útlendingastefna frjálslyndra er fólgin.
Við þingslit vorið 1926 flutti leiðtogi Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, þingsályktunartillögu um að skora á ríkisstjórnina að undirbúa löggjöf um rjett erlendra manna til þess að leita sjer atvinnu á Íslandi." Svipuð tillaga hafði komið fram á Alþingi 1924, frá Ásgeiri Ásgeirssyni, en hlotið lítinn hljómgrunn hjá Jóni Magnússyni forsætisráðherra. Jón Baldvinsson taldi nú, að málinu mætti ekki fresta lengur:
Á seinni árum hefur talsvert borið á því, að erlendir verkamenn hafi verið fluttir inn og þannig bægt innlendum verkamönnum frá vinnu. Það væri sök sjer og í sjálfu sjer ekkert við það að athuga, ef þeir ynnu fyrir sama kaup. En því er ekki að heilsa, heldur eru þeir ráðnir upp á lægra kaup og þar með notaðir til að fella kaup verkamanna innanlands...
Jón taldi, að ástæður þessa væru hinir fjölmörgu erlendu atvinnurekendur, sem störfuðu í landinu. Fyrir þá, sem ekki ætluðu sér að setjast að til langframa á Íslandi, lægi það beinast við að nota ódýrasta vinnuaflið, sem fáanlegt væri hverju sinni. Þannig væru fluttir inn ódýrir verkamenn frá Noregi og innlendir atvinnurekendur væru því nauðbeygðir að halda launakostnaði niðri, til að geta keppt við hina erlendu á jafnréttisgrundvelli. Andstaða Jóns Baldvinssonar við erlenda verkamenn náði þó ekki til þeirra, sem setjast vildu að á Íslandi og starfa samkvæmt innlendum kaupgjaldstöxtum, heldur aðeins selstöðuverkamanna". Þeir væru yfirleitt ónytjungar, því eingöngu lélegri hluti verkamanna fengist til að vinna hér fyrir það litla kaup, sem þeim væri boðið. En það gæti hugsast, að atvinnurekendur vildu flytja inn erlenda verkamenn, til þess að geta sagt við innlendu verkamennina: Nú verðið þið að slaka til um kaup, annars flytjum við inn alla verkamenn, sem við þurfum. Jeg sje ekkert vit í því, þegar við erum að berjast við atvinnuleysi í landinu sjálfu, að atvinnurekendur, innlendir eða erlendir, geti flutt inn erlendan vinnukraft, til þess að fella laun innlendra verkamanna, svo sem fullyrt er að einn norskur atvinnurekandi á Siglufirði hafi gert nú fyrir skemmstu." Þingmenn voru þó hlynntir þingsályktunartillögunni og samþykktu hana samhljóða. [1]
Í júlí 1926 tók ríkisstjórn Jóns Þorlákssonar við völdum, en Jón Magnússon hafði látist skömmu áður. Stefna Jóns var einföld: Aðalhugsjónin er sú, að þjóðfélagið verði samsafn sem flestra sjálfstæðra og frjálsra einstaklinga, sem hver fyrir sig geti haft sem óbundnastar hendur til þess að efla farsæld síns heimilis og þar með alls þjóðfélagsins öðrum að skaðlausu."[2] Þessi hugsjón Jóns Þorlákssonar var gjörsamlega á skjön við þingsályktunartillögu nafna hans Baldvinssonar á Alþingi 1926. Frumvarp stjórnarinnar um atvinnurétt útlendinga var því ekki aðeins sérsniðið að þörfum verkamanna, heldur var því ætlað að taka tillit til allra þegna samfélagsins. Í febrúar 1927 kynnti ríkisstjórnin frumvarp til laga um rjett erlendra manna til að stunda atvinnu á Íslandi" sem taka ætti gildi 1. október sama ár. Frumvarpið var hugsað sem viðbót við lögin frá 1920, en þau myndu þó áfram halda gildi sínu í þeim málaflokkum, sem hin nýju lög næðu ekki til. Svo segir: Svo hefir verið talið, að lög nr. 10, 18. maí 1920, um eftirlit með útlendingum, veiti eigi heimild til að hefta innflutning erlendra verkamanna. Svo getur staðið á, að slíkur innflutningur sje bæði óþarfur og hættulegur, óþarfur af því að verk það, sem vinna á, verði unnið af innlendum mönnum, og hættulegur, ef veitt er inn í landið flóði erlendra verkamanna án þess að nauðsynlegar varúðarreglur sjeu settar, svo sem um hollustuhætti, löggæslu, framfærslu o. s. frv. Svo má tungu og þjóðerni stafa hætta af fjölmennum erlendum verkalýð." Eins og búast mátti við, voru þingmenn ekki á einu máli um að samþykkja frumvarpið breytingalaust. Sérstaklega fann Jón Baldvinsson þar nokkra hnökra. Hitt atriðið er þó meira um vert. Jeg vil, að lögin gangi þegar í gildi, svo að þau geti byrjað að verka í sumar. Lögunum er aðallega ætlað að hefta innflutning verkafólks við síldarvinnu; en Norðmenn hafa árlega flutt hingað margt verkafólk til þeirrar vinnu, og hefir verið litið svo á, að ekki sje hægt að meina það. Lögin frá 1920 [um eftirlit með útlendingum[3]] hjeldu menn að bönnuðu þetta, en seinna var það álitið, að þau snertu aðeins eftirlit með heilbrigði þeirra manna erlendra, er hingað koma, og að heilbrigðu fólki væri ekki hægt að meina landsvist."[4]
Sjávarútvegsnefnd neðri deildar samþykkti frumvarpið en minni hluti nefndarinnar, aðallega þingmenn Framsóknarflokksins, komu fram með breytingartillögu við þriðju grein þess. Sigurjón Jónsson mælti fyrir því að bændur fengju heimild til að flytja inn erlend vinnuhjú...Það er oft erfitt að fá þann vinnukraft, sem landbúnaðurinn þarfnast, og það ástand gæti orðið verra, ef hafin yrði stóriðja ofan á þá vinnufólkseklu, sem fyrir er. Því viljum við, að bændurnir fái þessa heimild."[5] Jakob Möller, þingmanni frjálslyndra, taldi það hins vegar óviðfeldið og alveg óskiljanlegt", að takmarka innflutning verkafólks til bæja, en leyfa ótakmarkaðan innflutning til sveita: Mjer finst þetta vera að gefa sjálfum sér utanundir."[6] Héðinn Valdimarsson taldi einnig, að breytingartillagan um innflutning vinnuhjúa væri einkennileg, því í stað þess, sem jafnan hefir verið viðkvæðið hjer, að Ísland sje fyrir Íslendinga, þá er með till[ögunni] sagt, að sjávarsíðan sje fyrir Íslendinga, en sveitirnar fyrir útlendinga. Með því að hafa ótakmarkaða heimildina fyrir því að ráða erlend vinnuhjú til sveitanna, þá verður ekki auðvelt að stemma stigu fyrir því, að innflutningurinn verði mikill, og fólk það, sem þannig flyst inn í sveitirnar, getur hæglega leitað síðar til sjávarsíðunnar." Héðinn gagnrýndi einnig flutningsmann breytingartillögunnar harkalega. Það væri eins og hann og aðrir telji að það nauðsynlegasta, sem hægt sje að gera fyrir íslenskan landbúnað, sje að flytja inn erlendan verkalýð -ekki sökum þess, að ekki er nóg til af innlendum verkalýð, heldur vegna þess, að hann álítur hægt að fá það fólk ódýrara."[7] Meginandstaða Héðins kom til vegna þess, að bændur vilji flytja inn útlent verkafólk, meðan þeim byðist atvinnulaust fólk úr bæjum. Slíkur hugsunarháttur væri fráleitur og óskynsamur. Framsóknarmenn töldu það hins vegar, að taxtar verkalýðsfélaganna væru svo háir, að bændur hefðu ekki efni á að ráða bæjarverkamenn til vinnu.
En þegar umræðan hafði borist að útlendingum og landbúnaði, var gamall kynþáttadraugur vakinn upp af værum blundi, en í sölum Alþingis 1903 höfðu menn óttast innflutning finnskra bænda vegna kynþáttar þeirra. Bernharð Stefánsson og fleiri óttuðust, að innflutningur útlendinga gæti skemmt íslenska kynstofninn. Þingmenn voru þó sammála um það, að Danir og Norðmenn teldust engin ógnun við þjóðernið, en hins vegar væri hætta á að hefjast myndi innflutningur Pólverja, Rússa og annarra álíka fjarskyldra þjóða, ef bændum yrði leyfð sú undanþága að mega ráða sjer erlend hjú."[8] Héðinn Valdimarsson var einn þeirra sem lýsti yfir hvað mestum ótta við slíkan innflutning. Danir og Frakkar hefðu flutt inn Pólverja í stórum stíl, enda væru þeir bæði ódýrt og gott vinnuafl. Hins vegar hefðu pólsku verkamennirnir dregið úr þjóðinni vegna margvíslegra bresta sinnar.[9] Flestir þingmenn töldu þó, að enga hættu stafaði af Pólverjum vegna þess, að íslenskir bændur myndu aldrei flytja inn slíkt fólk til landsins. Ekki fer hjá því, að hér hafi fordómar blandast inn í umræðuna, en í ljósi tíðarandans kemur það kannski ekki á óvart.
Að lokum var frumvarpið samþykkt með nokkru tilliti til breytingartillögu framsóknarmanna. Í lögunum var erlendur maður" skilgreindur sá, sem heimilisfang ætti utan Íslands og hefði því ekki rétt til búsetu á Íslandi. Kemur því aftur fram áherslan á fast lögheimili á Íslandi og búsetu allt árið um kring. Athyglivert er, að útlendingur er hér skilgreindur eftir búsetu, en ekki ríkisborgararétti eða þjóðerni. En hins vegar var viðvera útlendinga sett í samhengi við atvinnurétt, þannig að allir sem eiga hér lögheimili og greiða skatta til samfélagsins, séu hluti af þjóðinni. Einstökum mönnum, félögum, stofnunum eða fyrirtækjum væri óheimilt að ráða útlendinga í vinnu upp á kaupgreiðslu, nema í eftirtöldum undantekningartilvikum: 1. Erlendir sérfræðingar við allskonar iðju." 2. Aðrir erlendir kunnáttumenn í sérhæfðum greinum. 3. Skyldmenni kaupgreiðanda að feðgatali eða niðja, kjörbörn, fósturbörn og systkin." 4. Erlend vinnuhjú til sveitavinnu. 5. Erlendir skipherrar á íslensk skip. 6. Sendimenn erlendra ríkja mega ráða erlenda menn í einkaþjónustu sína.[10]
Lögunum var þó ekki stefnt gegn útlendingum, sem fasta búsetu höfðu á Íslandi. Þótt engin sérstök lög hefðu verið til um atvinnurétt útlendinga fram að þessu, hafði stefna stjórnvalda verið að takmarka atvinnu lausamanna á Íslandi. Alþingismenn höfðu ætlast til þess, að útlendingar sem störfuðu á Íslandi, hefðu hér fasta búsetu og settu því lög sem takmörkuðu aðeins atvinnufrelsi þeirra, sem lögheimili áttu erlendis. En athyglivert er, í ljósi fyrri hugmynda um að útlendingar skyldu ekki búa í sveitum, að atvinnusókn þeirra skyldi heimiluð til sveita, en heft til bæja. En að hinu ber að gæta, að í lögunum frá 1927 var aðeins ætlast til þess, að útlendingar í íslenskum landbúnaði störfuðu hjá íslenskum bændum, en ættu sjálfir ekki bújarðir til nýtingar.
[1] Alþingistíðindi 1926 D, 304-307.
[2] Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Þorláksson forsætisráðherra (Rvík, 1992), 273.
[3] Sjá Snorri G. Bergsson: "Útlendingar og íslenskt samfélag 1900-1940" (M.A. ritgerð í sagnfræði, janúar 1995).
[4] Alþingistíðindi 1927 B, 135-138.
[5] Sama heimild, 150.
[6] Sama heimild, 170.
[7] Sama heimild, 155, 167.
[8] Sama heimild, 162-163.
[9] Sama heimild, 167, 177-178.
[10] Stjórnartíðindi 1927 A, 29-31.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Gunnar Örlygsson, Valdimar Leó og Margrét Sverris
Menn hafa rætt hér á blogginu, að það væri hræsni í Frjálslynda flokknum að taka við Vald. Leó, sem yfirgaf Samfó og fór með eitt þingsæti yfir til Frjálslyndra. Mikið gekk nú á, þegar Gunnar Örlygsson fór úr FF yfir til Sjálfstæðisflokk vorið 2005. Þá létu frjálslyndir eins og hann hefði farið drottinssvik og hefði þar að auki stolið þingsæti frá kjósendum flokksins. Þetta er allt þekkt og hefur verið rætt.
Andríki vekur athygli á því í morgun, að sá ráðamaður í FF, sem einna hæst lét í þessu, var einmitt Margrét Sverrisdóttir, sem nú er sjálf gengin úr Frjálslynda flokknum. Og það sem meira er, Andríki vitnar í Mbl. í gær, þar sem segir:
Margrét tekur í dag við sem borgarfulltrúi af Ólafi F. Magnússyni sem er í tímabundnu leyfi. Hún verður óháður fulltrúi.
Bíddu, var hún ekki kosin varamaður Ólafs, og þau bæði, í borgarstjórn fyrir Frjálslynda flokkinn? Á hún ekki að segja af sér, miðað við fyrri skoðanir á sambærilegu máli. Eða er ekki sama séra Jón og maddamma Margrét?