Fyrirfram útilokað samstarf

við flokka sem vilja ganga í Evrópusambandið? Er það ekki næsti pistill? Nei, ég efast um það. SJSigf. vill vinstri stjórn, jafnvel þó innan hennar verði vart þverfótað fyrir ESB-sinnum.
mbl.is Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég held að sú verði nú ekki raunin Snorri, kynþáttafordómar eru bara þannig málefni að það er ekkert hægt að víla og díla með það. Það er ekki hægt að bera þetta að jöfnu nema þá af einskærri óskhyggju hjá þér!

Birgitta Jónsdóttir, 2.2.2007 kl. 09:58

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sko, fyrst þarf að sanna að FF séu með kynþáttafordóma. Þeir kunna vel að hafa þá, t.d. Jón Magnússon, en það er eitt að vilja setja reglur um innflutning útlendinga og hata útlendinga. Til dæmis voru jafnaðarmenn á Íslandi fyrstir til að vilja setja hér lög um atvinnusókn útlendinga til landsins. Hugmyndir þeirra voru þá nær alveg samhljóða hugmyndum Frjálslyndra nú, gengu jafnvel mun lengra og í þeim umræðum á Alþingi mátti m.a. finna skot á Pólverja, sem væru ekki sérlega göfugir. Voru þá menn eins og Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, Héðinn Valdimarsson, Jón Baldvinsson og slíkir haldnir kynþáttafordómum? Er þetta ekki bara óskhyggja hjá þér.

En rétt er það, að kynþáttafordómar eru ógeðslegir, í hvaða mynd sem er. Og alveg sammála Steingrími með, að slíkt verður ekki dílað með. Ég held að Geir Haarde hafi verið sama sinnis. Ég var heldur ekki að bera þetta saman að jöfnu...hélt hann væri bara að nefna skilyrði þess, að VG færi í samstarf, og þá hlýtur ESB málið að vera stór hluti af pakkanum. En kannski var þetta bara óskhyggja hjá mér, að næsta stjórn verði D og V. Þá óskhyggju hef ég borið síðan Framsókn hrundi í fylgi, og talið það besta kostinn í stöðunni, þ.e. það skiptir máli að mynda "front" gegn ESB sinnum. En flokkarnir tveir mynda vísast slíkt "front", þó þeir séu ekki saman í stjórn.

Snorri Bergz, 2.2.2007 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband