Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Fagnaðarefni
Mikið er ég ánægður með Kaupþing núna. Bankinn styrkir Hjörvar Stein. Hann þarf nauðsynlega á þjálfun að halda, til að halda áfram að þroskast sem skákmaður. Ekki vantar hæfileikana, það vantar bara góðan kennara til að koma honum áfram.
Húrra fyrir Kaupþingi!
Hjörvar gerði svo jafntefli í dag við stórmeistarann Colin McNab, og var Skotinn í raun heppinn að ná jafntefli gegn stráknum.
Nú er bara að halda áfram! Little Red á framtíðina fyrir sér.
![]() |
Ungur skákmaður styrktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Aprílgabb Keith Richards?
Jæja, nú er sagt að þetta hafi bara verið grín.
En þegar Keith Richards á í hlut, kæmi mér ekki á óvart þó þetta væri í raun og veru satt.
![]() |
Keith Richards segist hafa verið að grínast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
ÖSE gagnrýnir Dani vegna meðhöndlunar á múslimum
Þetta má svosem vera satt og rétt hjá ÖSE, en stofnunin ætti kannski að útbreiða tjaldhæla sína og tékka á hvernig standa mannréttindi kristinna manna, Gyðinga og annarra minnihlutatrúarhópa í löndum íslams? Og hvað með stöðu kvenna t.d.?
Það er alltaf auðvelt að skoða bara aðra hliðina á heildarmyndinni.
![]() |
ÖSE gagnrýnir Dani fyrir mismunun gegn múslímum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Fyndnasti maður Íslands & Oddur Eysteinn
Oddur Eysteinn skrifar á nýstofnuðu bloggi sínu, að Jesús hefði sjálfur farið á Fyndnasta mann Íslands, hefði hann ekki verið bundinn annars staðar.
Það er eitt að halda svona keppni á föstudaginn langa. En þessi ummæli kóróna allt.
Oddur er kannski að reyna að vekja athygli á sér og keppninni, en slíkt hefur sín takmörk.
Og Oddur fór þar yfir í þessu bloggi sínu, að mínu mati a.m.k.
Hann er a.m.k heppninn að búa ekki í múslimaríki...hann hefði verið hálshogginn fyrir ummæli sem þessi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Kjút
Dirk Kjút setur hér slæmt fordæmi. FIFA eða UEFA eða FA ætta að líta á þetta sem "professional foul" og dæma hann í þriggja leikja bann til að taka fyrir, að menn hegði sér svona.
En hitt er svo annað mál, að ég hefði vísast gert hið sama í hans sporum.
![]() |
Kuyt kom sér viljandi í leikbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Múskó
Ok, ég er hlutdrægur, því ég þoli ekki BYKO, sem er á svörtum lista hjá mér. Þar mun ég ekki versla nema í neyð og helst ekki þá.
En samt; gott hjá litlu fyrirtæki að láta ekki stórfyrirtækið hrauna yfir sig á skítugum skónum.
Og þetta múskó dæmi er snilld.
![]() |
Múrbúðin kærir BYKO til Neytendastofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Innbrotsþjófur með tannpínu
Hann hefur vísast haft alvarlega tannpínu hinn 18 ára gutti, sem gerði sér lítið fyrir og braust inn á tannlæknastofu í nótt.
Margir Íslendingar eiga nógu erfitt með að ganga inn um dyr slíkra fyrirtækja, þegar þær standa opnar. En þetta hlýtur að vera met!
Vísast hefur gutti þessi þó frekar haft í huga að stela deyfilyfjum, gulli/silfri eða öðru verðmætu, en að reyna að gera sjálfur við tennurnar í sér, a la Mr. Bean.
Í frétt Moggans segir, að fangageymslur séu nú nær fullar á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri innbrot voru í nótt og heilmikið að gerast upp á síðkastið. Löggan hefur því nóg að gera.
En hvað er annars í gangi? Er innbrotaalda að hefjast? Er verðið á spítti að hækka?
![]() |
Gripinn eftir innbrot á tannlæknastofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Ríkið á semsagt að borga 6 milljarða kosningaloforð NA-Samfó?
Ég stakk upp á því um daginn, að athugað yrði með Hellisheiðargöng.
Ég vil bara spyrja:
a) hvað aka margir bílar yfir Vaðlaheiðina á degi hverjum?
b) hvað aka margir bílar yfir Hellisheiðina á degi hverjum?
c) hvernig Samfó er að meika það í Norðaustri annars vegar og Suðvestri hins vegar? Jú, það þarf ekki rándýr kosningaloforð í suðri, þar gengur þetta svosem bærilega. En Samfó er í bullandi vörn í Norðaustri og sér því tækifæri á, að láta ríkið borga atkvæðakaupin. Fussumsvei.
Miklu nær að grafa göng undir Hellisheiðina. Hún er að vísu greiðfærari en Vaðlaheiðin, en það er varla fært að setja 6 milljarða fyrir tiltölulega litla umferð, ekki nema menn séu að reyna að kaupa sér atkvæði í næstu kosningum.
En er ekki verið að grafa í Héðinsfirði við Eyjafjörð? Er það ekki nóg fyrir sama svæðið í bili?
![]() |
Samfylkingin vill að ríkið kosti Vaðlaheiðargöng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Glæponabæli
Það eru aldeilis lætin. Fyrst er að tilefnislausu ráðist á unglingspilt í strætóskýli. "Svona bara að gamni".
Og síðan koma góðkunningjar löggunnar saman í Hátúninu og byrja að æfa sig í hnífaburði. Einn er stunginn, hinir handteknir og einn játar.
Jahérnajæja. Hér í gamla daga þurfti löggan nær aðeins að eltast við umferðarþrjóta á virkum dögum.
![]() |
Stunginn í brjóstið með hnífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Öfugir Bandaríkjamenn!
![]() |
Vilja Becks án Posh |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)