Föstudagur, 6. apríl 2007
Íranir gætu þurft að borga fyrir þetta?
Þetta vissu svosem allir. Kemur ekki á óvart. Íranir hafa enn einu sinni fokkað upp.
Ótrúlegt að þessi mikla menningarþjóð skuli vera sokkin svona lágt.
![]() |
Sjóliðarnir segjast hafa verið beittir harðræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Kaupþingsmótið 3. umferð
Jæja, lítið gekk á í gærkvöldi. Menn greinilega enn að venjast því að þurfa að tefla 2 skákir á dag.
Í GM flokki gerðu Stefán og Bragi jafntefli. Sömuleiðis Guðmundur og Róbert. Hörmungar Uglunnar halda áfram. Hann tapaði fyrir Miezis og hefur semsagt langhrókerað í fyrstu þremur umferðunum. Hrikalegt, eins og hann hefur nú teflt ágætlega strákurinn. Bjözzi tapaði fyrir Kveinys. Við áhorfendur héldum að hann væri á einum punkti að snúa á kallinn, og fór ég á þeim tímapunkti, en Baltinn reyndi hefur greinilega náð á snúa á "Knút litla" - íslenska heimskautahúninn. Shaw gerði síðan jafntefli við Emil í Kattholti.
Í Meistaraflokki urðu fjögur jafntefli og aðeins einn sigur, þegar Bellin vann Heimi Ásgeirsson. Ég og Sigurður Daði gerðum jafntefli eftir 12 leiki, þegar báðir þráléku og hvorugur þorði að brenna brýr að baki sér og fara "all in", eins og þeir gera í pókernum. Það er hreinlega of mikið í húfi. Hjörvar skellti í lás gegn Sigurbirni, og jafntefli var niðurstaðan. Ingvar og Lam....Frakkinn gerðu jafntefli í sennilega lengstu skák mótsins. Ingvar stendur semsagt vel að vígi. Síðan var jafntefli hjá Kaz og McNab.
Frekar upplýsingar eru á heimasíðu mótins.
(Myndir: efst: ég og Ingvar Xzibit við upphaf 1. umferðar: neðri myndin; ég og Kaz hinn pólski við upphaf 2. umferðar).
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. apríl 2007
Meiri hluti þjóðarinnar vill sósíalistastopp
Jæja, sósíalistarnir segja m.a. hér, að meiri hluti þjóðarinnar vilji stóriðju stopp. En skv. síðustu skoðanakönnunum Capacents, vill meiri hluti þjóðarinnar sósíalistastopp.
Ég hef frétt af mörgum undanfarið, og sumir sagt mér það beint í feisið, að þeir ætli nú að kjósa xD bara til að reyna að draga tennurnar úr sósíalistunum. Sumir vísa í forræðishyggjusystem VG, aðrir í álverskosningarnar, osfrv.
En það er góðra gjalda vert, að kjósa rétt, þó af röngum forsendum sé. Framtíð lands og þjóðar er í húfi.
SÓSÍALISTASTOPP -- JÁ TAKK!
(ég vil samt fá G. Lilju og Kötu Jak á þing til að hækka meðalgreindarvísitölu þingmanna!!, sérstaklega ef Frjálslyndir komast inn)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
En atkvæði greidd Samfó?
Fara þau ekki bara til spillis?
Eða kannski eru þau bara óútfyllt ávísun á málþóf á næsta þingi?
Síðan er alltaf sú hætta, að atkvæði greidd Samfó verði til þess að Mörður komist inn.
Þá er skárra að atkvæðin detti niður dauð - en rauð!
![]() |
Ágúst Ólafur: Hætta á að atkvæði detti niður dauð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.4.2007 kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Brotist inn í traktor!
"Tilkynnt var um innbrot í dráttarvél sem að var lagt við verkstæðisaðstöðu á Gleráreyrum í nótt."
Þetta er auðvitað hámarkið!. Hverjum dettur í hug að brjótast inn í traktor! Að vísu var þarna geislaspilari, en common!
![]() |
Líkaði illa að vera vísað út af skemmtistað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Kaupþingsmótið 2. umferð
Jæja, 2 umferðir búnar af Kaupþingsmótinu í skák.
Íslendingunum gekk misvel í dag. Í stórmeistaragrúbbu töpuðu íslensku alþjóðlegu meistararnir: Stefán Kristjánsson fyrir Emil Hermanssyni, Svía, Bragi Þorfinnsson fyrir Normunds Miezis, og Jón Viktor fyrir Kveinys. Guðmundur Kjartansson varð að láta sér nægja jafntefli gegn skoska stórmeistaranum John Shaw, eftir að hafa haft vænlegt tafl, og Róbert Harðarson vann Björn Þorfinnsson.
Í Am-flokki slátraði Ingvar Xzibit J'ohannesson skoska stórmeistaranum Colin McNab. McNab þessi hélt jafntefli með tapað gegn Hjörvari í gær, en fór niður í logum gegn X-bitanum, sem er greinilega í dúndur stuði. Sigurbjörn tapaði fyrir Englendingnum Bellin, Sig. Daði vann Heimi, Hjörvar tapaði gegn Frakkanum Lam....., og ég vann Pólverjann Kazimierz Olszynski.
Ég var nokkuð ánægður með skákina hjá mér. Lék reyndar vitlausu peði í 1. leik, greip óvart um e-peðið og fékk Najdorf á mig. Fór ég síðan bara all-in á kallinn og vann nokkuð sannfærandi.
Jæja, önnur skák á eftir...um að gera að hvíla sig smástund fyrir átökin í kvöld. Nú verður barist til þrautar! Áfram Ísland
(Myndin að ofan er frá EM félagsliða í Austurríki í haust.)
Skák | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Dónaskapur hjá VG?
Þetta er nú alveg magnað. VG heimtar að áliðnaðurinn hverfi, helst, og að starfsumhverfi Alcans verði sem verst. En vill síðan sníkja af þeim peninga?
Þetta er eins og Davíð Oddsson myndi gerast styrktarmaður Samfylkingarinnar?
![]() |
VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Vinstri grænir á niðurleið, Sjálfstæðisflokkurinn á góðu róli
Jæja, þá er enn ein skoðanakönnunin komin. Á forsíðu Moggans í dag er þetta m.a. rætt.
Samkvæmt þessu heldur ríkisstjórnin velli, en aðeins með 32 þingmenn. Meiri hlutinn er því naumur.
En mesta athygli vekur, að VG er á niðurleið.
Sjálfstæðiflokkur 40,6%
VG 21,1%
Samfó 19,5%
Framsókn 8,1%
Frjálslyndir 5,4%
Ísl. hreyf. 4,5%
Samkvæmt þessu hafa Ómar og co tekið nokkuð fylgi frá VG, en ekki náð að koma manni inn. Snilld er þetta hjá Ómari og þeim!
Og síðan er Samfó að festast um eða undir 20%. Mér finnst það nú óþarfa mikið, en skv. öruggum heimildum er þetta fastafylgi kratanna. Ingibjörg gæti því verið á leiðinni út, og býst ég við að hún fái djobb á Bifröst, eins og aðrir kratar, sem hætta í pólítík.
Framsókn er líka að festast langt undir kjörfylgi, en mig grunar að xB nái varla mikið yfir 10%, fari svo að þeir taki endasprett eins og venjulega.
En hrikalega yrði gaman að sjá xF fara niður fyrir 5%. En lágmarkskrafan er, að flokkurinn fái engan mann kjörinn í Rvk. Ég hef þó ákveðna samúð með þeim, allt í einu, því mér finnst ómaklega á þá ráðist fyrir útlendingamálin. Þar eru Frjálslyndir að endurtaka stefnu Alþýðuflokksins frá 1927. Skil því ekki hversu kratarnir eru að æsa sig. Þetta er frá þeim komið. En gallinn við Frjálslynda flokkinn er, að fólkið í forystunni er ekki upp á marga fiska.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Boðskapur Lennons
fólst nú í fleiru en friði.
Eg man ekki betur en að hann hafi hvatt til eiturlyfjaneyslu og margs fleira, sem e.t.v má telja vafasamt.
John Lennon var auðvitað snillingur. En eru ekki flestir snillingar ekki meira eða minna bilaðir, a.m.k. á ákveðnum sviðum.
Engu að síður sniðugt hjá herra og frú Michael, að nota dauðan hlut til að útbreiða lifandi boðskap.
![]() |
Píanó John Lennons í ferðalag til að vekja athygli á friðarboðskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Af hverju kærir Hagur Hafnarfjarðar ekki?
Því það er ekki hagur Hafnarfjarðar?
En önnur vísa um Gaflara úr smiðju Flosa:
Gaflarar áttu einatt bágt/
undu í sátt við roðið.
En flestir máttu þó fyrir sátt/
fá sér drátt í soðið.
![]() |
Hagur Hafnarfjarðar kærir ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)