Kaupþingsmótið 2. umferð

kaupthingJæja, 2 umferðir búnar af Kaupþingsmótinu í skák.

Íslendingunum gekk misvel í dag. Í stórmeistaragrúbbu töpuðu íslensku alþjóðlegu meistararnir: Stefán Kristjánsson fyrir Emil Hermanssyni, Svía, Bragi Þorfinnsson fyrir  Normunds Miezis, og Jón Viktor fyrir Kveinys. Guðmundur Kjartansson varð að láta sér nægja jafntefli gegn skoska stórmeistaranum John Shaw, eftir að hafa haft vænlegt tafl, og Róbert Harðarson vann Björn Þorfinnsson.

Picture 270

Í Am-flokki slátraði Ingvar Xzibit J'ohannesson skoska stórmeistaranum Colin McNab. McNab þessi hélt jafntefli með tapað gegn Hjörvari í gær, en fór niður í logum gegn X-bitanum, sem er greinilega í dúndur stuði. Sigurbjörn tapaði fyrir Englendingnum Bellin, Sig. Daði vann Heimi, Hjörvar tapaði gegn Frakkanum Lam....., og ég vann Pólverjann Kazimierz Olszynski.

Ég var nokkuð ánægður með skákina hjá mér. Lék reyndar vitlausu peði í 1. leik, greip óvart um e-peðið og fékk Najdorf á mig. Fór ég síðan bara all-in á kallinn og vann nokkuð sannfærandi.

Jæja, önnur skák á eftir...um að gera að hvíla sig smástund fyrir átökin í kvöld. Nú verður barist til þrautar! Áfram Ísland

(Myndin að ofan er frá EM félagsliða í Austurríki í haust.)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband