Ríkið á semsagt að borga 6 milljarða kosningaloforð NA-Samfó?

Ég stakk upp á því um daginn, að athugað yrði með Hellisheiðargöng.

Ég vil bara spyrja:

a) hvað aka margir bílar yfir Vaðlaheiðina á degi hverjum?

b) hvað aka margir bílar yfir Hellisheiðina á degi hverjum?

c) hvernig Samfó er að meika það í Norðaustri annars vegar og Suðvestri hins vegar? Jú, það þarf ekki rándýr kosningaloforð í suðri, þar gengur þetta svosem bærilega. En Samfó er í bullandi vörn í Norðaustri og sér því tækifæri á, að láta ríkið borga atkvæðakaupin. Fussumsvei.

Miklu nær að grafa göng undir Hellisheiðina. Hún er að vísu greiðfærari en Vaðlaheiðin, en það er varla fært að setja 6 milljarða fyrir tiltölulega litla umferð, ekki nema menn séu að reyna að kaupa sér atkvæði í næstu kosningum.

En er ekki verið að grafa í Héðinsfirði við Eyjafjörð? Er það ekki nóg fyrir sama svæðið í bili?


mbl.is Samfylkingin vill að ríkið kosti Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin hefur boðað stórátak í samgöngumálum um LAND ALLT.

og m.a. tvöföldun Hellisheiðar og Vesturlandsvegar og allar framkvæmdirnar eiga að vera gjaldfrjálsar fyrir íbúa landsins en flokkurinn hefur talað um svokallað skuggagjald, þ.e. verkið er unnið í einkaframkvæmd og ríkið borgar svo ákveðna upphæð á árí í X mörg ár og eignast svo framkvæmdina. Þessa leið leggur Samfylkingin til í stað þess að almenningur borgi pr. ferð.

Það er óðelilegt að sumir íbúar landsins þurfi að borga fyrir að komast milli A og B en aðrir ekki. 

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband