Mánudagur, 7. maí 2007
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking bæta við sig fylgi
Jæja, þá er lokaspretturinn hafinn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú einu sinni enn með yfir 40% fylgi. Flokkurinn hefur verið stöðugur í um eða yfir 40% nær alla kosningabaráttuna. Spurning hvort stöðugleiki fylgisins sé ekki merki um, að flokkurinn muni amk ekki missa mikið frá þessari tölu þegar talið verður upp úr skoðanakönnuninni 12. maí, þeirri sem öllu máli skiptir.
Samfylkingin er á uppleið og hefur haft nokkurn stíganda eftir að Ingibjörg hætti að nöldra og fór að tala pólítík. Þar hafa ímyndarsérfræðingar Samfó aldeilis skilað sínu. Plottið er rétt hjá þeim núna; beita jákvæðri kosningabaráttu, en ekki bara benda á það sem flokkurinn telur, að aðrir hafi gert rangt og jafnvel ausa auri þá, sem tekið hafa stjórnvaldsaðgerðir.
En meðan Ingibjörg hefur róast, hafa leikar verið að æsast hjá VG. Steingrímur kemur nú fram sem reiður foringi, sem þolir ekki gagnrýni og eys skömmum yfir þá, sem dirfast að spyrja óþægilegra spurninga. Og síðan kom til, að Sóley fór einu sinni of oft í sjónvarpið. Fylgið hefur dalað allar götur síðan.
Framsókn er hrunin. Nú þarf Jón Sigurðsson á kraftaverki að halda. En einhvern veginn held ég að þjóðinn sé tilbúin að kjósa Zero Framsókn hinn 12. maí. Framsókn hefur ekki náð að hrista af sér spillingarstimpilinn. Afleiðingin verður afhroð, ef eitthvað er að marka skoðanakannanirnar.
Frjálslyndir eru komnir með 4 menn inn eins og í síðustu kosningum. Þeir eru á uppleið og gætu alveg eins bætt við sig fimmta manninum. Þá er skyndilega kominn upp sá kostur, að ef Sjálfstæðisflokkurinn fær 27-28 menn, að mynda hægri stjórn í vor, án félagshyggjuflokkanna.
Zero sósíalismi...Zero samvinnuhyggja!
Og grínframboð Ómars þykir greinilega ekki fyndið á landsvísu. EN hvar er þetta 15% fylgi, sem Ómar taldi sig eiga?
![]() |
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. maí 2007
Fly Emirates!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. maí 2007
Þessi viðvörun kemur 500 árum of seint
Og Mogginn er enn við sama heygarðshornið:
Kínversk yfirvöld hafa varað við því að íbúum landsins geti fjölgað mjög ört þar sem mörg pör eru farin að virða að vettugi reglur sem settar var ætlað að takmarka barneignir við eitt barn á par.
Hvað merkir þetta eiginlega?
![]() |
Varað við fólksfjölgun í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 7. maí 2007
Skondin saga a la Ellý
Heyrði þessa í gær, en hún er vísast tómur uppspuni, en skondin samt.
Siggi múrari í Seljahverfinu kom heim úr vinnu á föstudagskvöldi, borðaði, tók sturtu og rakaði sig. Framundan var grímubúningapartí hjá 59 árgangnum úr Hagaskóla. En Jónína, konan hans, bar við veikindum og sagðist ekki ætla að fara. Hann skellti sér í górillubúninginn og fór af stað, eftir að konan sagði, að þó hún væri lasin, þyrfti hann ekki að sleppa endurfundunum við gömlu vinina.
Hún tók inn verkjatöflu og lagði sig smástund, og eftir rúmlega hálftíma var hún orðin miklu skárri. Hún fór því í grímubúninginn, sem hún hafði leigt en ekki sýnt Sigga, og hélt af stað. Hún ætlaði að koma kalli á óvart, þar eð hann hafði ekki séð búninginn áður.
Þegar hún kom þarna sá hún hvar Siggi var að dansa við allskonar dömur, bjóða þeim í glas og hafa gaman að þessu öllu saman. "Þessi svikari!" hvæsti hún með sjálfri sér og hóf þegar að daðra við górilluna. ´"Heppni að hann sér ekki andlitið á mér", hugsaði hún, "nú kemur í ljós úr hverju kallinn er gerður".
Ójú, hún tók hann á löpp og dró hann með sér á klósettið, þar sem þau fóru í "hoppsasa paa sturtukantinn", og síðan skyldu leiðir. Jónína fór nú heim, faldi búninginn og tók þessu rólega
Nokkru síðar kom Siggi heim og hófust nú yfirheyrslurnar
"Jæja, var gaman"? spurði Jónína
"Nei, mér leiddist, úr því þig vantaði elskan", svaraði Siggi.
"Jæja, og þú hafðir það bara rólegt, dansaðir ekkert og svoleiðis", sagði Jónína
"Nei, sá ekki pointið", svaraði Siggi.
Jónína, alveg brjáluð yfir lygum og svikum Sigga, æsti sig nú og sagði:
"Og þú tókst því bara rólega já"?
"Einmitt", svaraði Siggi. "Ég fór með nokkrum vinum mínum inn í eldhús í póker, en lánaði Nonna feimna górillubúninginn minn. Hann skilaði honum síðan með brosi á vör og sagðist ekki hafa skemmt sér svona vel í mörg ár."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. maí 2007
Ímynd og fylgisbreytingar
Jæja, nokkrar breytingar hafa orðið á fylgi sumra flokka upp á síðkastið, sér í lagi vinstri flokkanna. En hvað stendur þar að baki?
Getur verið að ímyndarsérfræðingar Samfylkingarinnar hafi náð að snúa taflinu við? Einn daginn er Samfó í ljósum logum, en skyndilega rífur flokkurinn sig upp og kemst í stórsókn. Það stærsta sem hefur breyst er, að Ingibjörg Sólrún er orðin jákvæð, brosmild og vingjarnleg í framkomu, bæði á fundum og í fjölmiðlum. Hin gamla reiða, neikvæða nöldurs-og dylgju Ingibjörg er farin. Og til viðbótar má nefna, að Össur Skarphéðinsson virðist vera kominn í feluleik, Kristrún Heimis kemur ekki lengur fram í spjallþáttum (eða ekki eins oft og áður!), osfrv. Margt smátt gerir eitt stórt.
Og ekki versnaði málið við, að Samfó hætti að níða verk og stefnu annarra, nema í góðu hófi, en fór að auglýsa hvað flokkurinn vilji gera,komist hann til valda. Kosningabaráttan varð skyndilega jákvæð. Og hvað gerðist? Fylgið jókst.
En á móti koma reiðir Vinstri grænir. Ég er viss um að Sveinn Hjörtur verður gerður að heiðursfélaga Samfó, fari fram sem horfir. Steingrímur Joð er ekki lengur landföðurslegur, heldur reiður nöldurkall, sem kann ekki mannasiði og lætur eins og óþekkur krakki, sem vill banna allt og takmarka frelsi borgaranna á ýmsum sviðum.
Vinstri græn héldu þar illa á spilum sínum. Frambjóðendur flokksins misstu dampinn, og foringinn gerði nokkur afdrifarík PR-mistök.
Jón Sigurðsson,formaður Framsóknar,virðist vera á leið úr pólítík, því flokksformanni utan þings er ekki vel stætt á stóli. Allur virðast sammála um, að hann sé góður drengur, ágætis maður, sem er traustur og áreiðanlegur, osfrv. En hann líður fyrir það, að flokkur hans er ekki áreiðanlegur.Endalaus vandamál, s.s. varðandi bitlinga og þess háttar, virðist fylgja honum endalaust. Fólk er einfaldlega hætt að treysta Framsókn, það vegur stærra en stefna flokksins. Hvað sem öðru líður, held ég að Framsókn ætti að fá frí frá stjórnarsetu næsta kjörtímabil. Flokkurinn verður að þvo af sér spillingarstimpilinn og gerir það ekki meðan hann er í stjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Til hamingju Man Utd.
Til hamingju Manchester menn. Gaman að við Skyttumenn skulum hafa tryggt Man utd. dolluna.
Ótrúlega gott á hroka-Chelsea.
![]() |
Manchester United enskur meistari 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Sjálfstæðisflokkur og Samfó bæta við sig fylgi, VG og Framsókn tapa
Jæja, nú stefnir í, að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé að missa dampinn, eftir að hafa mælst með gríðarlegt fylgi í skoðanakönnunum síðustu mánaða. Um tíma höfðu Vinstri græn jafnvel töluvert forskot á Samfylkinguna.
Það er svosem ekkert nýnæmi, að VG mælist hátt í skoðanakönnunum. Mig rámar í, að fyrir nokkrum árum hafi VG náð miklum hæðum, jafnvel meiri hæðum en undanfarið. Niðurstaðan hafi síðan verið, í kosningum, að fylgi flokksins fékk niður fyrir 10%.
Mun slíkt eiga sér stað nú? Einhvern veginn held ég, að VG muni þrátt fyrir allt þetta bæta við sig töluverðu fylgi í kosningunum. Samkvæmt síðustu könnunum virðast framsóknarmenn og vinstri græn hafa haft sætaskipti, þ.e. VG hefur nú uþb. fylgi Framsóknar í síðustu kosningum, og öfugt. Síðan hefur Sjálfstæðisflokkur uþb bætt við sig því fylgi, sem Samfylkingin hefur tapað, og nú virðist Íslandshreyfingin ráða c.a. yfir því fylgi, sem Frjálslyndi flokkurinn tapar, þ.e. Margrétar liðið hefur skipt um vettvang.
Ég hafði eitt sinn tiltrú á Margréti, en missti allt álit mitt á henni c.a. í desember sl. Og síðan þá hefur hún ekkert gert til að vekja tiltrú mína að nýju. Og síðasta upphlaup hennar hefur gert það að verkum, að hún er flutt á eynna Aldrey í mínum huga.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með um eða yfir 40% fylgi á landsvísu í nær öllum skoðanakönnunum sl. mánuði. Það hefur þó verið talið, að jafnan sé fylgið í skoðanakönnunum meira hjá flokknum, en í sjálfum kosningunum, enda séu jafnan margir óákveðnir, sem séu svo fyrst og fremst vegna þess, að þeir eigi erfitt með að gera upp við sig hvern af hinum flokkunum ætti að kjósa.
En ég vil leyfa mér að spá því, að Sjálfstæðisflokkurinn detti að þessu sinni ekki mjög mikið niður, úr fylgi í skoðanakönnunum í kosningafylgi. Ástæðan sé sú, að fyrrum stuðningsmenn Framsóknar og Samfylkingar eigi erfiðara en aðrir með að gera upp við sig hvern kjósa skuli. En mig grunar, að þar séu á ferðinni hægri-kratar og þeir "frammarar", sem vilja ekki ganga í ESB og treysta ekki forystu Framsóknar til að standa vörð um sjálfstæði landsins gegn sambandinu.
Því ætla ég að vera bjartsýnn/raunsær, og spá því að Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig amk 5% fylgi frá síðustu kosningum, úr 33 í 38%, og fari jafnvel hærra, og fái 27-28 þingmenn.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Zero Framsókn
Ekki blæs það byrlega fyrir Siv Friðleifsdóttur þessa dagana. Hún er fallin af þingi, miðað við síðustu skoðanakönnun og þó það vanti svosem ekki mikið upp á, að hún nái kjöri (eða rúmlega 1%), verður það hægara sagt en gert, að bæta þessu fylgi við sig núna á síðustu sprettunum. Það á ekki síst við, þegar frammistaðan var ekki nægjanlega góð í kjördæmaþætti RUV.
Persónulega þótti mér Siv koma illa frá þessum þætti. Hún var óörugg, málflutningur hennar var ekki fluttur af sannfærandi, heldur virtist hún hiksta og jafnvel lokaorðin voru ómarkviss. Vélin hikstaði. Síðan var hún einhvern veginn ekki að "gera sig" í þættinum. Það dugar ekki að vera með flotta hárgreiðslu, vera vel klædd og brosa. Ef hún hafi ætlað að vera "sætasta stelpan í þættinum" og ná þannig í atkvæði, þá mislukkaðist það algjörlega.
Öll nótt er þó ekki úti hjá Siv, en hún gæti komist inn sem uppbótarþingmaður, þ.e. komist inn bakdyramegin. En einhvern veginn finnst manni, að Siv eigi að fá frí næstu fjögur árin. Ég átta mig ekki alveg á hvað hún hefur fram að færa í pólítík þessa dagana. Hún hefur einhvern veginn misst þann ferskleika, sem hún áður hafði. Kannski hún ætti nú að fara í þrönga leðurdressið og taka nokkra rúnta fyrir fjölmiðlamenn? Sakar ekki að prófa.
Gunnar Svavars komast ágætlega frá þættinum, þó hann hafi sett aðeins niður með gjamminu. En hann virkaði mjög vel á mig og, þó ég sé jafnan ekki sammála honum, virðist hann vera traustur náungi. En vonandi verður honum ekki að ósk sinni, að "Gummi á þing" fari forgörðum. Ég verð að segja það, að ég hef áhyggjur af þessu.
Þorgerður Katrín er greinilega orðin vön því, að koma fram í sjónvarpi og í svona þáttum. Hún stóð sig mjög vel, að mér fannst, og greinilegt er, að pabbi gamli hefur tekið hana í nokkra framsetningartíma.
Ögmundur var bara Ögmundur í þessum þætti, eins og boðberar válegra tíðinda eru gjarnan. En ég skal viðurkenna það að hann er betri en oft áður, þe. hann skrúfaði niður í verstu öfgunum og setti kratagrímuna á sig, amk á stundum. En góðu fréttirnar eru, að Guðfriður Lilja er inni samkv. þessu og Jakob Magnússon úti.
Kolbrún frjálslynda var svoldið sér á báti í þættinum. Hún er greinilega ekki von því að koma fram í svona þáttum, var óörugg og svolítið úti að aka. Ég á ekki von á, að hún geri neinar rósir, þetta skiptið.
En mér sýnist, svona þegar upp er staðið, að Zero Framsókn verði normið í þessu kjördæmi og að þingmenn með gráa fiðringinn verði bara að horfa á eitthvað annað en Siv á næsta kjörtímabili.
![]() |
VG eykur við fylgi sitt í Suðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 5. maí 2007
Hilton fjölskyldan
Jæja þá, nú er kominn tími til að ala upp litlu prinsessuna, og ekki seinna vænna. Ég er viss um að stelpan hefur gott af þessu og mun vísast snúa út með smá hugmynd um, hvað það kostar að haga sér eins og Barbí dúkka á egó-flippi. Hún á ekki heiminn þó hún sé fræg fyrir að vera fræg, og rík fyrir vinnu og dugnað forfeðra sinna.
Og foreldrarnir eru hissa á þessu? Þeim hefði verið nær að ala stelpuna upp meðan þau enn höfðu tækifæri til.
![]() |
Hvað bíður Parísar á bak við lás og slá? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)