Ímynd og fylgisbreytingar

Jæja, nokkrar breytingar hafa orðið á fylgi sumra flokka upp á síðkastið, sér í lagi vinstri flokkanna. En hvað stendur þar að baki?

Getur verið að ímyndarsérfræðingar Samfylkingarinnar hafi náð að snúa taflinu við? Einn daginn er Samfó í ljósum logum, en skyndilega rífur flokkurinn sig upp og kemst í stórsókn. Það stærsta sem hefur breyst er, að Ingibjörg Sólrún er orðin jákvæð, brosmild og vingjarnleg í framkomu, bæði á fundum og í fjölmiðlum. Hin gamla reiða, neikvæða nöldurs-og dylgju Ingibjörg er farin. Og til viðbótar má nefna, að Össur Skarphéðinsson virðist vera kominn í feluleik, Kristrún Heimis kemur ekki lengur fram í spjallþáttum (eða ekki eins oft og áður!), osfrv. Margt smátt gerir eitt stórt.

Og ekki versnaði málið við, að Samfó hætti að níða verk og stefnu annarra, nema í góðu hófi, en fór að auglýsa hvað flokkurinn vilji gera,komist hann til valda. Kosningabaráttan varð skyndilega jákvæð. Og hvað gerðist? Fylgið jókst.

En á móti koma reiðir Vinstri grænir. Ég er viss um að Sveinn Hjörtur verður gerður að heiðursfélaga Samfó, fari fram sem horfir. Steingrímur Joð er ekki lengur landföðurslegur, heldur reiður nöldurkall, sem kann ekki mannasiði og lætur eins og óþekkur krakki, sem vill banna allt og takmarka frelsi borgaranna á ýmsum sviðum.

Vinstri græn héldu þar illa á spilum sínum. Frambjóðendur flokksins misstu dampinn, og foringinn gerði nokkur afdrifarík PR-mistök.

Jón Sigurðsson,formaður Framsóknar,virðist vera á leið úr pólítík, því flokksformanni utan þings er ekki vel stætt á stóli. Allur virðast sammála um, að hann sé góður drengur, ágætis maður, sem er traustur og áreiðanlegur, osfrv. En hann líður fyrir það, að flokkur hans er ekki áreiðanlegur.Endalaus vandamál, s.s. varðandi bitlinga og þess háttar, virðist fylgja honum endalaust. Fólk er einfaldlega hætt að treysta Framsókn, það vegur stærra en stefna flokksins. Hvað sem öðru líður, held ég að Framsókn ætti að fá frí frá stjórnarsetu næsta kjörtímabil. Flokkurinn  verður að þvo af sér spillingarstimpilinn og gerir það ekki meðan hann er í stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband